12.5.2022 | 21:02
Efnishyggja og glötun sálar
Hið ósýnilega ríki liggur ekki í dvala. Það hefur alltaf verið virkt og stöðugt. Þetta er ríkið sem mótar heiminn. Óáþreifanlegt afl lífsins hin andlega vídd. Innan þess eru þeir vitsmunir sem koma á efnislegum heimi.
Andleg málefni hafa nú um langt skeið talist óraunveruleg vísindi. Vísindalega streyma þau samt inn í menninguna, ekki aðeins eftir andlegum leiðum, heldur á allan mögulegan hátt. Samruni efnis og andlegs hyggjuvits hefur alltaf verið í gangi. Nauðsynin á að vera meðvitaður um þessi sannindi mun einungis aukast.
Upp að vissu marki er efnishyggja góðra gjalda verð. Það er viðurkennt af flestum sem ekki eru of djúpt sokknir í efnislegan veruleika. Efnis- og einstaklingshyggja er nauðsynleg til að skynja tilveruna og tilgang jarðvistarinnar.
Þegar þeirri þekkingu hefur verið náð hefst leiðin til baka, -til uppruna vitundarinnar. Ef dvalið er of lengi í fangi efnislegra gæða, þá getur deyfð og andleysi átt sér stað, sem svo aftur kristallar ákveðinn vanþroska, sem leiðir til ofuráhrifa gróða afla.
Hvati andlegrar þekkingar, sem þróaðs afls, svífur um í efnis heiminum, en hefur verið hafnað af öflum sem vilja ekki að fólk uppgötvi sinn innra mátt. Greina má hvernig er skipulega unnið að því að hefta hyggjuvitið á ýmsum stigum mannsævinnar, -talið óumflýjanlegt af þeim sem vita hvað er í veði.
Öfl andlegs þroska hafa þannig unnið að því að ofurvæða efnishyggjuna. Dýpka ánetjunina í efnisleg gæði með því að búa til bæði gerviþarfir og gerviefnisform sem aldrei hefðu orðið til við náttúrulegt ferli eða í mannlegri þróun. Þetta er gert með að beita ákveðnu andlegu afli á efnissviðinu. Þessu er beitt með því að hindra endurnýjun mannlegrar reynslu umfram efnishyggjuna og beina henni inn í nýtt fljótandi form andlegrar efnishyggju sem virðist óefnisleg.
Misvísandi efnishyggju á stafrænu sýndarsviði, sem virðast vera andstæða efnishyggju, en vinnur í raun að því að dýpka fall mannsandans við efnisöflum. Þannig stafræn form eru nú þegar í notkun sem allsráðandi birtingarmyndir. Algerlega óraunveruleg mannleg reynsla, -í raun einungis fræðileg efnishyggja. Fræðileg efnishyggja táknar raunveruleikabyggingu, sem þarf ekki að vera efnisleg, en er samt varpað fram og byggð á efnislegum grunni.
Innan fræðilegrar efnishyggju er manneskjan yfirtekin með tilkomu spálíkana byggðum á sýndarveruleika. Þar býr heimur ritrýndra staðreynda og sönnunargagna. Lífsreynslan kemur frá þessu efnislega sviði spálíkana. Innrætir manneskjunni þannig lífssýn sem byggð er á staðreyndum sem viðurkenna engan veruleika utan þessa efnislega sýndarveruleika. Hugmyndin um sál eða andlega yfirskilvitlega hvatningu er annaðhvort talin auka afurð frá þessum efnislega veruleika, ef þá ekki alfarið hafnað sem ranghugmynd. Svo mikið er afl efnisandans á veruleikann.
Efnishyggja er fyrir löngu orðin að alheims vísindum og mun á endanum leiða til hnignunar. Hún orsakar vélrænan tilbúin hugsunarhátt sem að lokum veldur stöðnun hjá þeim öflum er knýja þróun mannsandans. Ef haldið er áfram á sömu braut, skerða þessi efnishyggjuöfl tækniframfara enn frekar mikilvægan andlegan þroska einstaklingsins. Á þessari vegferð sækist manneskjan eftir meiri efnislegum ávinningi en vanrækir þörf fyrir andlegar tengingar.
Tímarnir snúast um þróun efnisheimsins; og ef manneskjan á ekki að úrkynjast andlega og verða vitorðsvera vélar með lífsreynsluna í snjalltæki, þá verður að finna leið sem liggur frá því vélræna í átt að því andlega. Hins vegar eru ráðandi öfl sem eru andstæð andlegu frelsi og vinna að því að draga úr andlegri leit. Koma í staðinn með annars heims sýndarparadís þar sem allar þarfir geta verið uppfylltar með blekkingum.
Hluti af þessari allsráðandi efnishyggju eru hugmyndin um ódauðleika sem er að fæðast í gegnum transhumanisma. Þá er vísað til falsks ódauðleika sem virkar ekki í gegnum anda ódauðlegrar sálar. Heldur í gegnum framlengingu líkamlegra lífsgæða. Þessi leið mögulegs ódauðleika er innan líkamlega sviðsins en ekki þess andlega.
Þessi ódauðleiki verður að andlegu fangelsi vegna þess að hann neita innri anda að losna undan oki líkamans. Þetta leiðir til sálarleysis manneskjunnar þar sem tengingin við upprunann hverfur með tímanum. Þessi efnislega, transhumaníska vegferð laðar til sín þessa heims andleysi. Þess vegna er nauðsynlegt að vera á verði ef sálin á ekki að glatast.
Líklega er nú þegar til fólk sem gengur um einungis í efnislegum líkama, án sálar. Rudolf Steiner benti á þetta strax fyrir tíma transhumanismans þegar hann sagði; “... nokkurs konar afleiður einstaklinga birtast á okkar tímum, sem eru án sjálfs, en ekki raunverulegar manneskjur. Þetta er hræðilegur sannleikur...Þeir hafa áhrif af manneskju, en þegar betur er að gáð eru ekki mannlegir í orðsins fyllstu merkingu.”
Steiner lagði áherslu á að vera meðvitaður um að áhrifavaldar gætu verið í mannlegri mynd, en væru ekki mannlegir, einungis ytra útlitið gæfi svo til kynna. Hann hélt áfram að fullyrða: “Við hittum fólk í mannlegri mynd sem eru aðeins í ytra útliti sínu einstaklingar ... sannanlega eru þetta líkamlegar manneskjur, með líkama, en verurnar í þeim nýta sér þessa einstaklinga til að starfa í gegnum.”
Þetta vísar til þess að mannslíkaminn getur verið staður fyrir aðrar verur að starfa í gegnum, enda sagt áratugum fyrir daga internets og samfélagsmiðla. Heimur andans er ekki eins og við höfum haldið að hann væri. Með öðrum orðum, það er kannski ekki öll upplýsing siðleg þó hún sé hafin til virðingar.
Þetta felur einnig í sér mikilvægi almennrar dómgreindar byggðri á eigin innsýn. Því það eru andlegir kraftar almennings sem hafa mest áhrif innan efnislega heimsins. Og sumir þessara krafta virka í gegnum nærveru ákveðinna einstaklinga sem út á við geta virst vera sannir en eru það ekki.
Í þessu ljósi má sjá að annarlegar tegundir andlegs eðlis geta verið áhrifavaldar mannkynsins í dag. Álykta má, án þess að það hljómi sem samsæriskenning, að ákveðnir valdahópar og mikilvægir einstakir meðlimir þeirra, séu undir ómannlegum áhrifum ómannlegra vera sem hafa hug á að koma fram ómannlegum markmiðum.
Slíkir hópar einstaklinga sýna skort á sálarheill – samkennd og samúð – og eru nánast félagsfræðilegur sýndarveruleiki úr spálíkani. En á sama tíma getur slíkt fólk birst á ólíklegustu stöðum og haft mikil áhrif á annað fólk, sérstaklega með orðum sínum í fjölmiðlum, en verið algerlega tilfinningalega skert.
Til enn frekari íhugunar; -þá gætu þessar verur verið hvattar með framgöngu sinni við að hindra tengingu annarra manna við eigin innsýn og andlegt leiðarljós. Með margvíslegum aðgerðum gætu þær einbeitt sér að því að afvegaleiða fólk frá hugmyndinni um frumspekilegan veruleika og eðlislæga tengingu þeirra við uppsprettu lífsnauðsynlegrar vitundar handan efnis-veruleikans.
Í öfgafullum tilfellum gætu slíkir verur jafnvel valdið mannslíkamanum tjóni og þannig skemmt hann sem lífvænlegt farartæki fyrir sálina á leið sinn til eilífðar, -einungis til að ná fram fjárhagslegum ávinningi. Eða hvað annað gætu þær vonast eftir að ná?
Aftur með vísan til Rudolf Steiner. Hann sagði: „Markmið þeirra að viðhalda lífinu, sem eingöngu efnahagslífi, mun smá saman útrýma öllum öðrum þáttum vitsmunalegs og andlegs lífs. Þannig uppræta andlega lífið nákvæmlega þar sem það er er virkast, -við að vinna að bættum efnahag.”
Með því að ræna menningar- og félagslegri umgjörð snýr fókusinn frá innra lífi til þess efnahagslega, sem hefur tilhneigingu til að verða virkast þegar fólk glímir við að fullnægja frumþörfum sínum. Ef það er óvissa, truflanir og sveiflur í þeim þáttum, þá getur fólk orðið fyrir sálrænum áhrifum á neikvæðan hátt. Fólk sem lendir undir yfirráðum slíkra efnahagsafla er hætt við að verða undirgefið t.d. í gegnum skuldir, þannig orðið líklegra til að missa persónulega valdeflingu og vilja.
Þegar skautað er í flýti yfir sitjandi leiðtoga, stjórnmálamenn, stórfyrirtæki, fjármálastofnanir osfv, getum við séð augljósan skort á hvers kyns heillavænlegri sálrænni hegðun. Þvert á móti virðast margir af þessum einstaklingum og hópum staðráðnir í að skerða frelsi, fullveldi og innri valdeflingu einstaklingsins.
Ef Steiner væri á lífi í dag myndi hann eflaust segja að það sem við erum að verða vitni að nú á efnissviðinu sé yfirtaka sálarlausra afla á plánetunni. Birtingamynd mannlegrar lífsreynslu með sálarlaus markmið og fyrirætlanir. -Ástæðu þess að svo margir upplifa þunglyndi, gremju og sinnuleysi – kulnun –, sem fólk telur sig ekki geta leyst úr og kemur fram í síþreytu sem yfirtekur daglegt líf.
Vegna alls þessa verður manneskja nútímans að stíga inn í hlutverk sitt sem líkamlegur fulltrúi andlegs lífs. Það er mikilvægt að frumspekilegur veruleiki sé aldrei smánaður, hvað þá slaufað, og að líf andans haldist heilbrigt og sterkt í allri tjáningu jarðlífsins. Ef einhvern tíma hefur verið barátta um mannssálina, þá er það núna.
Okkur væri því hollt að muna að hver einstaklingur býr yfir einstökum fjársjóði sem aldrei verður frá honum tekinn. Það er hin sanna eilífð, hinn raunverulegi ódauðleiki. Þetta eru því tímar mannsandans til að að vinna að sinni sálarheill.
(Endursögn og hughrif af Materialism & The Loss of Soul / Kingsley L Dennis)
Lífstíll | Breytt 13.5.2022 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2022 | 07:17
Lausn
Ég undraðist lífið, þess leiðir og rök
og leyndustu tilveru dóma.
Ég leitaði að endi og upprunans sök
og eðlis míns kannaði dróma.
Mér fannst sem ég ætti að verjast í vök,
ef vísindin bárust á góma:
Þau kenndu um aflheimsins orku og tök
og efnin á hringsóli, bundin og slök.
— Ég treysti ei á mannvisku tóma
og töfrandi kenningaljóma.
Ég finn með mér eðlis míns eilífu rök
við innsýn i hjarta míns dóma.
Ég veit hvað það er, sem í brjósti mér brýst
sem bandingi, lokaður inni.
Ég skil hvað af öllum þeim átökum hlýst:
Mér er sem ég lausnina finni.
Ég sjálfur það er, sem til atlögu býst
úr örlagaskelinni minni.
Hún hefur að sál minni saumað og þrýst.
— Í svigrúmið eilífa fangelsið snýst,
svo vonirnar sigurhrós vinni
og vanmætti bandingjans linni.
Ég veit það er andinn, sem berst um og brýst
í brjósti mér, fjötraður inni.
Og múrarnir opnast sem útgöngudyr.
Í árheiði ljómar mér sunna.
Hún skinið ei hefur í fangelsið fyr
svo fagurt um ævina runna.
Og vonglaður fanginn til vegar ei spyr,
ef virkið er hrunið til grunna.
Hann sér, að hann þarf ei að kreppast þar kyr,
fyrst kominn er dagur með ljúfasta byr
um ljósbrautir ódáins unna
til allífsins svalandi brunna.
Nú brosa við önd minni útgöngudyr
og eilífðar vormorgunsunna.
Og vorhuga frelsinu fagnar mín önd
og finnst sem við takmarkið stæði.
Hún stefnir að árbjarmans roðagulls-rönd,
sem rís upp úr aldanna flæði,
og eygir þau heilögu hugsjónalönd
með hreinleikans fylling og gæði.
Hún veit hún er óhult í Alföður hönd
og örugg um björgun á lifenda strönd,
því byrinn, sem ber hana um græði,
er blíður sem ljóðfall í kvæði.
Með leysingjans feginleik fagnar mín önd
sem frelsuð í himninum stæði. —
Mér andi guðs beindi í hæðirnar hátt
frá hreggsollnu mannraunaflóði
og fjarlægði hrollkalda fangelsisnátt
og fyllti mig djörfung og móði
og þaggaði hjarta míns hamstola slátt
og hróp gerði að fagnaðarljóði,
—því keppi ég farsæll í frelsisins átt
með fjársjóð, er heimurinn metur oft smátt:
Sá auður er eilífðargróði
og arfleifð í kærleikans sjóði.-
Á arnvængjum þrái ég að hefja mig hátt
frá helslóð í tímanna flóði.
(Steinn Sigurðsson 1872-1940)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2022 | 05:59
Að endingu
Spurningin sem Don Juan lagði fyrir námsmann sinn Carlos Castaneda er enn í fullu gildi - „Spyrðu síðan sjálfan þig og aðeins þig einan, þessarar einu spurningar ... er þetta leið hjartans?"
Ef svo er, þá er leiðin greið, ef ekki, þá er hún ekki þess virði að fara hana, því það mikilvægasta í þessum heimi er ekki að finna utan okkar sjálfra.
Sérhvert samfélag eða menning sem viðurkennir ekki, og styður manneskjuna sem sál mun á endanum vafra um án lífvænlegrar framtíðar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2022 | 06:02
Til hvers er sál
það er engin mælikvarði á heilbrygði neins að vera viðurkenndur í sjúkum heimi. Við getum greint nærveru sálarháskans þegar hann gegnsýrir hugsun okkar og leitast við með rökum að fá samþykki fyrir því ósiðlega.
Þessi falski hagvöxtur sem smeygir sér inn með eigin röksemdum, þetta sýnilega einskýrsverða greiðslugetu gildismat sem er andhverfa raunverulegra gilda.
Að endingu kemur engin til með bjarga þér frá þínu eigin lífi. Flestir vakana upp frá innrættum álögum lífsins skömmu áður en ævinni lýkur, hafðu því í huga að síðasta dansinn stígur þú einn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2022 | 15:34
Í algleymi
Þegar við þóknumst félagslegum veruleika verðum við að öllu því sem við erum ekki. Við sækjumst eftir ávinningi með samanburði við aðra, vegna þess að við trúum ekki á okkur sjálf.
Tilveran er eftir sem áður hinn óendanlegi möguleiki eilífrar orku, sem fer fram úr björtustu vonum og ímyndunarafli. Við erum og munum alltaf verða farvegur alheimsins í okkar eigin tilveru.
Innan hvers og eins er lykillinn að leyndardómnum. Möguleikinn á að byggja eigið líf á eigin reynslu.
Svo þegar upp verður skorið hefur verið búið til eitthvað einstakt, sem endurspeglar tilgang, sameinar alheiminn við fyrirætlanir og sálin verður að grundvelli tilverunnar.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2022 | 13:19
Tilgangur
Reynsla endurspeglar val, -er tjáning tilverunnar og skuldbindur leiðina að sannleikanum, -sem er sá tilgangur lífsins sem helgar meðalið.
Möguleikarnir eru fullnýttir með því að sleppa því sem ekki er lengur til staðar og þjónar hvorki tilganginum né samfélagi. Það er í þesskonar tiltekt sem nýir möguleikar fæðast.
Á hverjum degi má finna tilgang til að nýta þann kraft að verða farvegur alheimsins. Þetta gerir mögulegt að viðhalda þeirri gullgerðalist sem býr í anda, hjarta, huga og líkama.
Við upplifum tilgang þegar við tengjumst uppsprettu alls þess sem er og mun alltaf verða.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2022 | 19:06
Fjölvíddin
Besta lýsingin á því hvað fjölvídd merkir er að finna í sálinni. Hlutverk samstillts líkama, huga, hjarta og innsæis á sér síendurteknar birtingarmyndir í daglegu lífi.
Þegar eðlishvatir og rökfesta eru alls ráðandi, rofnar sambandið við hjarta og anda. Þráhyggjan verður innrætt tilveru.
Sálin er tengingin við alheiminn og hvernig á að umbreyta félagslegum veruleika, sem gefur fyrirheit um uppfyllt markmið tilverunnar.
Þegar ljós sálarinnar skín, er forlögunum leift að skapa hið óútreiknanlega. Þar býr möguleikinn á að verða andleg vera sem býr yfir mannlegri reynslu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2022 | 14:17
Hringiða viskunnar
Innsæið er hinn helgi spírall ódauðlegrar tilveru. Þegar innsæið sameinast eðlishvötum, vitsmunum og tilfinningu verður hugurinn frjáls frá félagslegum samanburði.
Ímyndunaraflið kemur í stað sjálfsins þegar frelsinu frá samanburði er náð. Umbreytingin verður að tjáningu alheimsins.
Orka vitundarinnar tengir okkur við andann. Innsæi er brúin sem tengir sköpunargáfuna við veruleikann.
Þar er að finna tilgang umbreytingarinnar, uppruna sálarinnar, mótun framtíðarsýnar og alla möguleika.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2022 | 14:41
Neistinn
Hjartað geymir lykilinn að fjölvíddinni. Þar er segulorkan, sem virkjar ímyndunaraflið, orka þess er kjarni tilverunnar. Það sameinar líkama og hugsun innsæi sálarinnar.
Hjartað hefur samskiptin við alheiminn, neisti þess er miðpunktur persónulegar upplifunar. Það er miðdepill sköpunargáfunnar og miðillinn sem tjáir anda okkar í þessum heimi.
Hjartað slær fyrir tilstilli eilífs neista alheimsins sem hreinsar hugsanir og umbreytir tilfinningalegri reynslu. Og þegar við gerum eitthvað með hjartanu verður það einstakt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2022 | 13:10
Í ólgusjó
Þegar yfirborði tifinningalegrar vitundar í tjáningu veður ekki náð vegna rökhugsana hefur sjálfhverfan tekið stjórn tilverunnar sem virkur þátttakandi í félagslegum veruleika.
Upplifun tilfinninga verður þannig að ölduróti með djúpum dölum og toppum, þar sem tilfinningarnar brotna á endanum eins og brim við grýtta strönd í formi reiði, missis og sorgar.
Þráhyggjan felst í ásókninni í félagslegan samanburð, sem viðheldur neikvæðum tilfinningum, og er takmarkandi vegna endalausra efasemda um eigin stöðu og getu.
Farvegur þannig hugsana kaffærir ítrekað möguleika hjartans.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2022 | 06:17
Móða á speglinum
Huganum má líka við villugjarna þoku, þar sem eigrað er um í hringi, villu og svima. Þegar hugsun vekur upp kvíða, efa eða skeytingaleysi, orsakar hún óuppfylltar væntingar.
Þegar hugsunum er leyft að menga hugann með tvískynungi og tortryggni, í stað orku og öryggis, verður viðhorfið til veruleikans fullt af ranghugmyndum.
Hliðin sem snúið er að heiminum mótast fyrst og fremst af rökfastri stofnana uppfræðslu og fordómum, á kostnað sköpunargáfunnar.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2022 | 06:10
Kulnun
Það að komast af hefur orðið að verkefni daglegs lífs. Félagslegri stöðu er þröngt skorinn stakkur sem markar reynslu og upplifun.
Ógreinanleg öfl skilyrða stöðu vitsmuna- og tilfinningalegra viðbragða í gegnum samkeppni, ótta og eigingirni, sem blindar sýn á hina sönnu hugsjón.
Hluti af sjálfinu er drepið daglega með því að tortryggja getu í hugarstríði við að geta ekki lifað og dafnað á eigin forsemdum í samfélagi við aðra.
Þetta dregur úr mætti þess upplýsta huga, sem má finna í hjartanu, og að endingu lokar það fyrir traustið á innsæi sálarinnar.
Lífstíll | Breytt 6.5.2022 kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2022 | 06:28
Út af sporinu
Það er mýgrútur upplýsinga í samfélagsgerðinni sem er sérstaklega hannaður til að ala á ótta og heldur fjöldanum uppteknum við allt annað en eigin hugsjónir.
Því betur sem tekst að halda fjöldanum ánægðum með þess konar afþreyingu, því meiri verður afvegaleiðingin frá innsæi ímyndunaraflsins.
Jafnvel áður en barnið hefur áttað sig á því hvernig það upplifir sjálft sig, hefur umhverfið verið fyllt af rökfræðilegu áreiti.
Þessir þættir daglegrar reynsla hindra tengingu við alheiminn. Að endingu er setið uppi með hugsanir og líkama, án hjartagæsku og sálar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2022 | 15:15
Tómleg iðja
Samfélagsmiðla veruleikinn er tálsýn. Um er að ræða rökfræðilega vélmennsku sem ætlað er að dreifa athyglinni; halda henni þannig upptekinni og hefta sköpunargáfuna. Um leið leggja grundvöll að rafrænum veruleika.
Allir fæðast einstakir, -skapandi á sinn tilfinningalega og vitsmunalega hátt. Innræting samfélagsins heftir þennan skapandi kraft og takmarkar upplifun ímyndunaraflsins með straumi einskyrsverðra upplýsinga.
Margir gera sér ekki lengur grein fyrir hver er tilgangur tilverunnar. Þau eru orðin svo fá tækifærin í nútímasamfélagi til að láta ljós sálarinnar skína.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2021 | 04:54
Rás tímans
Þessa dagana gerast breytingar svo hratt að varla verður haldið í við þær. Hulin öfl eru allsráðandi og vanmátturinn við að verða svipt fram og til baka eftir vilja ósýnilegra yfirvalda og handbenda þeirra er ógnvekjandi.
Misvíandi upplýsingar úr ritstýrðum fjölmiðlum virðast komnar á sjálfstýringu, lítt meðvitaðir stjórnmálamenn hafa leitt ótta, óvissu og þunglyndi yfir almenning. Sem hefur verið lamaður fjárhagslega; -grímuklæddur, innilokaður og einangraður frá náunganum, -með hótunum um sektir og fangelsi. Allt vegna sjúkdóms sem í mesta lagi hefur dánarhlutfall upp á prósentu.
Meirihluti þeirra, sem hefur látist af völdum þessarar svokölluðu drepsóttar var þegar við dauðans dyr. En stjórnvöld hafa hunsað allar staðreyndir til þessa. Þess í stað lagt upp í krossferð við að fá allan heiminn sprautaðan með sjálfsafritandi segulrönd, í grafín húðuðum hugbúnaði ... sem kallast bóluefni!
Með því að beita blekkingum, ógn, heilaþvotti og lýðskrumi, sem aðferð við stjórnum, hefur verið valdið eyðileggingu á tilfinningalegum, líkamlegum og sálrænum gildum mannkyns. Vitskertri veröld samfélagsmiðla er komið á með því að loka milljarðar manna einmana af, og stilla þá inn á stafrænan og stýrðan heim internets, samfélagsmiðla og spjallrása.
Notendurnir hafa verið ánetjaðir hægt og örugglega í gegnum árin með sjónvarpi, tölvum og snjallsímum í skiptum fyrir raunverulegt líf. Allt fyrir rafrænar blekkingar í gervi veröld, þar sem dramað um örlög mankyns eru leikið fyrir einmana sálir límdar við skjáinn.
Með samspili tilbúinna veikinda og sóttvarna hefur nauðungarvistun jarðarbúa fyrir framan skjáinn leitt til þess að mannlegri snertingum hefur verið skipt út fyrir tilbúna stafræna gervi samúð. Það er vel þekkt læknisfræðileg staðreynd að þegar komið er í veg fyrir líkamlegan snertingu fólks verður það stressað, kvíðið og þunglynt.
Sem svar við streitu býr líkaminn til hormón sem stundum er kallað kortisól. Þetta getur valdið því að hjartsláttur, blóðþrýstingur, vöðvaspenna og tíðni andardráttar hækkar, með slæmum áhrifum á ónæmiskerfi og meltingarfæri. Afleiðingarnar geta allt eins orðið heimilisofbeldi og þunglyndi, sem jafnvel geta leitt til sjálfsvíga. Svo kallaðar sóttvarnir eru þá orðnar verri en sjálfur sjúkdómurinn.
Heimurinn dansar nú limbó í forgarði helvítis. Hagkerfin eru í molum. Lög og regla eru víðast við að bresta. Rétt er orðið rangt og upp er niðri. Hafa ríkisstjórnir heimsins þá misst vitið, hreinlega orðið geðveikar? -eða er ástæða fyrir ringulreiðinni og eymdinni sem þær hafa skapað? Er eitthvað sem breytir lífi fólks að gerast á heimsvísu? Ég held að svo sé .... og þeir eru hræddir við að segja okkur frá því.
„Gangur tímans er mældur með hrynjanda samsettra atburða - dags og nætur, logns og storms, sumars og vetrar, fæðingar og dauða, eins og þessir viðburðir eru skynjaðir af mannfólkinu. En ferill jarðar verður ekki skynjaður eins og viðburðir mannsævinnar og því ekki eins mælanlegur í hyldýpi tímans og gerir mannkynssöguna eins vængjaslátt flugu í hinu stóra samhengi. Við verðum því að leita að eðli þeirra viðburða í stærra samhengi, sem ekki var þekkt fyrr en maðurinn í ljósi vísindanna reyndi að skilja jörðina. “ ~ Joseph Barrel
Hringja í spíral tímans er víða getið í heimsbókmenntunum. Prédikarinn 1-9 Það, sem hefur verið, það mun verða, það, sem gerst hefur, það mun gerast og ekkert er nýtt undir sólinni.
Allar líkamlegar birtingarmyndir frá minnstu lífveru til hæsta fjalls, stjarna, sólar og vetrarbrauta fara í gegnum hringrás sköpunar - eyðileggingu og endurnýjun. Sumir viðburðir taka árhundruð eða þúsund að ljúka. Aðrir eru stuttar hringrásir eins og líf flóarinnar Dolania americana sem fæðast, fjölgar sér og deyr, -allt á innan við fimm mínútum.
Svo eru það hringrásir viðburða innan viðburðar ... brotamynstur sköpunar frá stærstu til smæstu og það er eitt sem við getum verið viss um ... stjarnfræðilegir viðburðir eru í endurtekningu hringrása.
Rafsegulmögnun eða pólskipti? Hægt er að greina sögulegar heimildir um rafsegulbreytingar og pólskipti. Segulskautsbreytingar eru drifkraftur loftslags og gerist á 12.500 ára fresti. Tólf þúsund og fimm hundruð ár eru nú að baki. Það eru þá pólskipti að að eiga sér stað núna. Fyrir vikið eru orkustraumar okkar í ringulreið um leið og sviðsstyrkur segulhvolfsins minnkar.
„Ef þú vilt finna leyndarmál alheimsins, hugsaðu það út frá orku, tíðni og titringi.“ ~ Nikola Tesla
Tíðni og titringur skapa segulsviðin. Þegar rafsegulbreytingar eru í sólkerfinu hefur nýja tíðnin ekki aðeins áhrif á segulsvið hvels jarðar, heldur einnig á heilahvel mannfólksins. Skynjunin breytist og þá breytist veruleikinn.
Þegar sviðsstyrkurinn er sterkur er mannkynið skapandi, nýungagjarnt og velmegandi. Á hinn bóginn leiðir veikur vettvangsstyrkur til niðurbrots samfélagsins, geðsjúkdóma og stríðs. Kannski hefur veiking sviðsstyrks okkar þegar haft áhrif á huga fólksins ... það virðist vissulega vera þannig.
Talað hefur verið um minnkandi sólvirkni; í u.þ.b. fjögur hundruð ár hafa verið uppi hugmyndir um að sólvirkni hafi áhrif á samfélag jarðar. Vísindamenn telja að sólin geti nú farið í gegnum langan tíma með minni virkni sem kallast Modern Grand Solar Minimum frá 2020 til 2053.
Svo við hverju má búast?
Maunder-lágmarkið - frá ca 1645 - 1710 e.Kr., sem var hluti af því sem nú er þekkt sem litla ísöld, leiddi til samfélagslegs óróa vegna matarskorts, mikilla jarðskjálfta og eldgosa. Við verðum aðeins að rannsaka hvað gerst hefur eftir söguleg sólarlágmörk til að sjá komandi hamfarir. Stóru eldgosin sem áttu sér stað á litlu ísöld höfðu hörmulegar afleiðingar fyrir landbúnaðinn í heiminum með kulda, ís, þurrkum og flóðum.
Ár án sumars með tilheyrandi matarskorti hefur djúpstæðar afleiðingar. Sumarið 1816 var hitastig í Evrópu það kaldasta sem mælst hefur og olli miklum matarskorti á norðurhveli jarðar. Árið 1816 var kallað „Árið án sumars“ og varð það eldfjallavetur sem orsakaðist af miklu gosi í Tambora fjalli í Indónesíu. Ef stórfellt eldgos ætti sér stað í dag, myndi uppskerubrestur á heimsvísu verða á eins árs fæðuframboði fyrir þriðjung jarðarbúa.
Í heiminum í dag deyr barn úr hungri á þriggja mínútna fresti. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því að hungruðum hafði fjölgað um allan heim þriðja árið í röð árið 2018 og færu þá yfir 820 milljónir. Og samkvæmt því eru um tveir milljarðar manna - yfir fjórðungur jarðarbúa – sem skortir reglulegan aðgang að öruggum, næringarríkum og nægum mat.
Ertu farin að að fatta hvert ég er að fara?
Nú er tækifærið gripið, því valdhafar vita að við erum að stefna í tíma sólarlágmarks, aukinnar geimgeislunar, litlum segulstyrk og skorti á mat af völdum flóða, þurrka, fellibylja og eldgosa. Þeir búast við sundrungu samfélagsins, matarskorti og óeirðum.
Eru þeir þá ekki einnig að gera okkur tilbúin fyrir afnám áunninna mannréttinda með fleiri neyðarlögum?
Svo virðist sem hin valdagráðuga elíta sé að nota ringulreiðina og erfiðleikana, sem eru í kortunum og pólskiptin og stóra sólarlágmarkið muni valda, til að innleiða nýja heimsskipan í þeirra þágu. Henni er kunnugt um gang tímans og gerir sér vel grein fyrir hvaða viðburða má vænta.
Í stuttu máli; -The World Economic Forum hefur sagt að árið 2030 eigi almenningur ekkert og verði samt ánægður. -„The Great Reset“ muni eiga sér stað eftir COVID-19. Davos elítan hefur lagt fram áætlanir sínar fyrir almanna sjónir hún vinnur ekki í kyrrþey, en það er fyrir hvern og einn að kynna sér innihald áætlananna, því þær koma ekki heilstæðar fyrir almenningsjónir í fjölmiðlum.
Þeir hafa sýnt okkur inn í þann rafræna heim, sem þeir sjá fyrir sér í framtíðinni. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við bara einnota tannhjól á stóra tímahjólinu. Eflaust líkt því og þegar skítur lendir í stóra sólar lágmarksviftu spaðanum, hafa þeir áætlun um hvernig eigi hreinsa hann með því að stjórna þeim 8 milljörðum manna sem búa á jörðinni. Sultur, sjúkdómar og stríð eru bara óendanlegar úrlausnir, en hvað ef elítan hefur fundið aðra leið ... bláa pillu í nál!
Rauð pilla eða blá pilla? Í kvikmyndinni The Matrix bauðst Neo að velja á milli rauðrar pillu og blárrar. Rauða pillan táknaði óvissa framtíð, en myndi losa hann undan þrælkun valdhafa í vélrænum draumheimi og leyfa honum að hverfa inn í raunverulegan heim. Bláa pillan táknaði fangelsi, sem myndi leiða hann aftur til fáfræði, við að lifa í afmörkuðum þægindum án vanmáttar og ótta innan hermilíkans Matrix-ins.
En minnstu óheillavænlegra orða The World Econmic Forum: -Árið 2030 munuð þið eiga ekkert og verða samt hamingjusöm .... hljómar svolítið eins og þjóðflokkur uppvakninga fastur í kyrrsetu fyrir framan skjá. Plöntuð hugsanastjórnun? -Grafín gat með nál fyrir rafsegulsvið með 5G… Kannski var öll heila drepsóttin ætluð til að reisa hundruð þúsund stöðva með ljósleiðara á milli meðan okkur var haldið uppteknum með snjallsímanum okkar og ekki í ástandi til að fylgjast með því sem raunverulega er að gerast.
Andlegur veruleikinn segir okkur „vertu ekki það fífl að láta frá þér það sem þú getur ekki haldið, til að öðlast það sem þú getur ekki tapað“ , , , eða eins og eitt skáldið umorðaði það svo snyrtilega; "frelsi er bara eitt af orðunum yfir það þegar engu er lengur að tapa".
Sumir sem lesa þetta eru líklega að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera þegar heimurinn breytist að eilífu. Allt sem ég get sagt er að við ættum að vera viðbúin andlega, -andlega og líkamlega, fyrir það sem kemur. Bleiku afneitunargleraugu sem meirihluti mannkyns horfir í gegnum verða brátt mölbrotin - teppi stöðugleikans verður kippt undan fótunum þegar stóra sólarlágmarkið dýpkar og jarðskorpu flekar plánetunnar jarðar laga sig að hreyfingum breyttra segulskauta.
Það er kominn tími til að biðja .... ekki til þess guðs sem stjórnar þessum heimi heldur til máttarins sem varðveitir ... alheimsmáttarins. Óendanlega kraftsins sem byggir allt líf. Og ef þú veist ekki hvernig á að halda áfram skiptir það ekki máli. Á þessu stigi málsins er engin röng leið ...
Farðu úr skónum og stattu berfættur á lifandi jörð. Láttu sólina skína á bera náttúrulegu sólarvörnina sem kallast húð. Hrópaðu frá hjartanu á hjálp og skilning, ekki vera feimin við að nálgast óséðan máttinn því þið eruð þættir í sjálfinu, aðskildir með tvíhyggjunni. Vertu hógvær, forðastu slúður og átök. Fyrirgefðu öllum misgerðir gegn þér.
Fjarlægðu dragbítinn úr anda þínum og efldu það sem þú holdgerir á þessum tíma til að taka þátt í því sem koma skal. Það er engin málamiðlun til við ofríki. Vertu ekki hræddur um að mátturinn verði ekki með þér.
Endursögn á CYCLES OF TIME eftir Elva Thompson.
Lífstíll | Breytt 9.1.2022 kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2021 | 21:23
Tilmæli fyrir 21
Ef þú ert enn kúplaður inn á gamla normið, þá muntu eiga erfiða næstu mánuði og ár. Skiptu því um gír, annars endarðu líklega fastur ásamt fjöldanum spólandi í skafli sem þú ætlaðir aldrei að vera í.
Þú verður að átta þig á að færðin hefur nú þegar breyst ný aksturskílyrði tekið við. Ef þú sérð ekki nógu vel í gegnum kófið í huga þínum til að átta þig á þeim skelfilegu breytingum sem nú eiga sér stað, þá muntu missa af tækifæri lífs þíns og verða fyrir strætó út í miðjum skafli.
Við erum á fleygiferð inn í öld vatnsberans og ný hugmyndafræði krefst innra frelsis, þess sem stendur í algerri andstöðu við forna hugmyndafræði ytri valds. Þessi skafl hefur verið í kófi kortanna lengi, og það mun alltaf að birta aftur.
Búðu þig undir mikla, jafnvel trúarlega orrahríð milli tveggja krafta þar sem alheimurinn vinnur að því að koma sér í jafnvægi undir nýju normi. Þú ert ekki hér til að keyra í gegn að vild, en þú ert hér til að opna fyrir alla möguleika sem ferðin býður upp á, -möguleikinn á að að verða breytingin.
Þetta er í raun sú stund sem beðið hefur verið eftir af fjöldanum. En sjónhverfing valdsins gefur aldrei eftir án þess að afhjúpa sig fyrir hverju það raunverulega stendur. Loksins er allt undir berum himni fyrir allra augum og það er ljóst þeim sem það kjósa að sjá að kerfið er komið á leiðarenda í viðleitni sinni við valdboð fyrir allt mannkyn.
Þeir sem læra að ganga stöðugir í takt við sinn innri sannleika geta forðað sér frá ósjálfstæði, ótta, hóphugsun og heimsku hjarðarinnar. Þú munt þurfa geðslag, þrautseigju og anda til að þæfa í gegn, annars verðurðu strekktur í yfirþyrmandi af ótta, og þú endar fastur með hinu sauðunum í einni alhæfingu fjölmiðlanna og munt fylgja blindslóð þeirra.
Orka þín verður svelgd upp af utanaðkomandi öflum, sem munu hamla andlegum og innri vexti þínum, og þú verður dæmdur til að spóla gramur í leifum deyjandi hugmyndafræði, færð einungis að beita þér með átökum í deilum og baráttu annarra. Sem er náttúrulega bara heimska.
Eitt af því sem ég tek mjög skýrt eftir þessa dagana er hvernig eðli sannleikans, og uppspretta hans, er að breytast.
Þann sannleika sem einu sinni var hægt að finna í samhljómi sameiginlegrar sögu hafa fjölmiðlarnir nú afbakað til að selja okkur í þágu eigenda sinna. Allt annað hefur verið merkt upplýsingaóreiðu.
Einangrun undanfarins árs hefur skorið á sambönd okkar við aðra, þannig að nú er eins og við séum öll að vafra um í speglasal. Í fyrstu opinberaði aðskilnaðurinn sönnustu mynd okkar, -og okkar nánustu. Og nú, þessum mánuðum seinna, þegar við hugleiðum samskipti okkar, getum við séð skýrar en nokkru sinni fyrr hvað við þurfum að vita og gera til að þróast og vaxa. Þarna er nýtt innra frelsi. Ef við hunsum það munum við festast á úreltu fari tilverunnar.
Svo ég spyr. Hvernig hafðirðu það þegar heimsfaraldurinn féll af himni ofan?
Fórstu í kerfi? -fraustu? -hversu langt inn í hugann komst óttinn? -léstu hann ná til hjartans? -tapaðirðu einhverjum hluta samúðar þinni til annarra?
Kannski er innsta eðli þitt falleg mynd mannúðar. Uppgötvaðirðu nýja dýpt í samúð þinni í þessu öllu saman? -fannstu huggun í gjafmildi eða samkennd? - hughreystirðu sál þína? -opnaðirðu hjarta þitt?
Hvað lærðirðu annars um sjálfan þig?
Veittu því athygli hvernig þú birtist öðrum þessa dagana. Vegna þess að það eru tvær hjálparsveitir í skaflinum þessa stundina. Önnur þeirra starfar í fjölmiðlum og er með faglega vel skipulagða björgunarsveit við að bjarga verstu eiginleikum mannkyns. Hin er í huga þínum og hjarta, og býður upp á óvenjulega möguleika til persónulegrar þróunar. Að hvoru sem þú einbeitir þér mun það verða það sem þú færir öðrum úr lífi þínu og mun ákvarða hvaða viðbrögð þú færð frá heiminum.
Glöggur vinur sagði mér nýlega að kærleikurinn sem við upplifum í lífi okkar sé skýrasta spegilmynd þess sem við raunverulega erum sem manneskjur.
Svo hvernig sérðu samskiptin í þínu lífi? Ertu að upplifa kærleika, eða kannski svekkelsi? -er það vellíðan, eða kannski tómleiki? -er það gleði, eða finnst þér þú kannski vera bældur? -finnurðu fyrir þenslu, eða samdrætti? -geturðu skynjað á samböndum þínum hverjir gefa orku og hverjir stela orku? -hvað gengur upp hjá þeim færu en miður hjá öðrum?
Hverju þarftu að breyta til að eiga það samband við umheiminn svo hann færi þér hamingju, gleði, frið og frelsi?
Ég hef verið íhuga þetta undanfarið og haldið rólega út í tómið, beðið eftir að sjá það sem sjálfkrafa birtist. Hér eru nokkur atriði sem komu upp hjá mér, þau eru eins og tilmæli. Eins og uppfærðir gps punktar til að keyra eftir þar sem við þæfum sameiginlega í gegnum skaflinn skelfd í stríði þeirrar stjórnunar sem björgunarsveitir fjölmiðlanna láta út ganga í ótta við kærleika þeirra sem eru tilbúnir að ýta okkur áfram. Njótið veðursins og stefnið í gegn.
1. Umfram allt annað, vertu hreinn, beinn og heiðarlegur. Vertu sá sem segir það sem of lengi hefur verið látið ósagt.
2. Haltu ekki aftur af hjálpsemi og kærleika. Þú hefur ekki tíma til þess lengur.
3. Gerðu þig styrkan, líkamlega, tilfinningalega og andlega.
4. Æfðu róttækan aðskilnað við viðtekna innrætinguna, -slökktu. Við verðum að skapa rými fyrir nýja hugmyndafræði.
5. Lærðu að njóta þolinmæðinnar við að leyfa málum að þróast án þess að neyðast til neins.
6. Tjáðu þig eins og þú hefur aldrei gert áður. Vertu raunverulegri. Vertu sannari. Vertu opnari. Vertu meiri asni. Vertu meira þú.
7. Leifðu dauðanum að verða hvatninguna sem þú þarft til að gera það sem þig langar til að gera. Klukkan tifar hraðar en nokkru sinni.
8. Ekki verða hissa þegar málin ganga mun betur fyrir sig en þú hefðir getað ímyndað þér.
9. Gefðu öðrum eins mikið frelsi og þú þolir, og gefðu þeim þá aðeins meira. Leyfðu þeim að hafa sínar heimskulegu skoðanir, og haltu áfram að sýna kærleika gagnvart öllu sem þú hefur fengið.
10. Ekki láta rökhugsunina öllu stjórna. Stýrðu með hjartanu.
11. Gerðu persónulega þróun að aðal tilmælum þínum og fylgstu með því hve fljótt líf þitt breytist til hins betra.
12. Vertu sá sem brosir hvað mest og sýndu öðrum hvernig á að losna undan hörmungum heimsins.
13. Sparaðu kraftinn þar til tíminn er kominn, notaðu þá fullan styrk.
14. Haltu þig við það sem þú hefur stjórn á og fjarlægðu þig því sem þú ræður ekki við.
15. Haltu þig að því sem þú hefur lært hingað til. Lærðu af því sem þú getur lært og láttu annað vera.
16. Myndaðu sambönd, finndu sameiginlegan grundvöll, byggðu brýr og vertu til staðar fyrir aðra.
17. Lærðu að fylgjast markvisst með umhverfinu og fólkinu í kringum þig.
18. Endurskrifaðu reglur eftir þörfum til að hámarka vellíðan og lágmarka streitu.
19. Leyfðu þér að gráta, öskra eða hvað sem er til að tryggja að þú sért farvegur fyrir neikvæðar tilfinningar, en ekki stífla.
20. Æfing, æfing, æfing. Æfðu daglega hugmyndir þínar. Ræktaðu innri frið þinn og styrk með samfellu áforma.
21. Hámarkaðu áhrifin eins og möguleg er og leggðu þig fram um að vera hvetjandi fyrir aðra.
Endursögn á 21 NEW RULES FOR 2021 eftir Dylan Charles
Lífstíll | Breytt 14.7.2021 kl. 06:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2020 | 20:08
Heilagur grundvöllur vísindanna
Vísindin telja sig nú hafa innan sinna vébanda yfirburða þekkingu á grundvallaratriðum raunveruleikans og aðeins þurfi að setja inn mismunandi smáatrið til að fá heildarmyndir. En það eru einmitt í smáatriðum sem villupúkar fela sig.
Það má segja að 10 helstu grundvallar kenningar vísindanna séu einhvern veginn svona;
1. Náttúran er vélræn á þann hátt að mannfólkið, dýrin og plöntur eru greinanleg samkvæmt fyrirfram gefnum ferlum, heilastarfsemi manna jafngildir því sem má ná með tölvuforriti.
2. Allt efni er án vitundar. Alheimurinn, náttúran, líkamar okkar, er úr meðvitundarlausu efni. Af einhverjum undarlegum ástæðum urðu heilar okkar samt meðvitaðir og það er í raun stóra vandamálið fyrir efnishyggju vísindin. Vitund ætti í raun ekki að vera til, hvað þá undirmeðvitund.
3. Lögmál náttúrunnar eiga að vera óumbreytanleg , allt frá miklahvell Þar til tímanum lýkur og allt hverfur.
4. Náttúran starfar án æðri tilgangs. Það er enginn tilgangur í lífi dýra annar en að viðhalda tegundinni, -né hjá plöntum, -eða með lífi okkar sjálfra yfir höfuð. Upphaflega varð allt til fyrir hreina tilviljun. Allt þróunarferlið hefur síðan þann tilgang að vaxa og komast af.
5. Heildarmagn efnis og orku er alltaf það sama, allt frá miklahvell til endaloka.
6. Líffræðilegur arfur er færður til vegar efnisheimsins, hann er annaðhvort erfðafræðilegur eða erfðabreyttur.
7. Minningar eru geymdar sem upplýsingar í heilanum. Allar minningar þínar eru því inni í höfðinu, geymdar í taugaendum eða fosfórtengdum próteinum. Engin veit nákvæmlega hvernig, en forsendan er sú að þær eru allar í heilanum.
8. Hugur þinn er inni í höfðinu á þér, sem hluti af rafvirkni heilans.
9. Öll sálfræðileg fyrirbæri s.s. hughrif eru í raun tálsýn. Það sem virðist verða þannig til er það ekki, hugurinn er inni í höfðinu og getur einn og sér ekki haft efnisleg áhrif á umheiminn.
10. Hátækni læknisfræði og lyflækningar hafa þannig orðið eina tegund lækninga sem raunverulega virka. Óhefðbundnar lækningar og huglægar meðferðir virðast virka, en það er eingöngu vegna þess að fólki hefði læknast hvort sem var, eða þá vegna lyfleysuáhrifa (placebo effect).
Þessi grundvallar atriði eru samt engar staðreyndir, þó að þeim sé haldið fram sem slíkum, þetta eru einungis forsendur. Einnig hafa þau einungis komið til á síðustu 200 árum. En þau eru samþykkt sem raunveruleg vegna tæknilegs árangurs og fólk lætur sig almennt nægja að lifa eftir reglum sem virðist gera lífið auðveldara og þægilegra. Auk þess skila þessi vísindi öruggum tekjum í hagvaxtarkerfi efnishyggjunnar. Það er einfaldlega auðveldara fyrir fólk að efast ekki um sérfræðina, svo það geti haldið áfram að njóta leikfanga vaxtarins án truflana.
En hvernig kom þetta til? Fram til upplýsingarinnar á sautjándu öld var almenn trú kennd við háskóla Evrópu og í gegnum rómversku kirkjuna. Þá var náttúran lífvera - jörðin var lífvera - dýr og plöntur höfðu sál - innblásnar með anda Guðs. Þetta var í kenningu Aristótelesar og færð til kristni af Saint Thomas Aquinas. Allt var lifandi og innblásið andanum. Anima er t.d. rót orðsins animal (dýr), merkir raun andann sem lífgar. Því miður hefur sálfræðin tilhneigingu til að hylja þennan uppruna.
Kjarninn í byltingu upplýsingarinnar var sá að hún sagði: nei, þetta er ekki bara lifandi heimur, þetta er dauður efnisheimur, sem nú samanstendur af meðvitundarlausum vélum, og ómeðvituðum lífverum. Rene Descartes, helsti hvatamaðurinn í mótun þessarar heimspeki, lagði til að náttúran yrði skipt í tvo hluta: efni, meðvitundarlaust, vélrænt sem samanstendur af náttúrunni allri; og anda eða huga, sem er meðvitaður og hefur aðeins að gera með skynsemi mannsins og rökhugsun.
Stærðfræði og vísindi voru aðlöguð skynsömum huga, þess sem er í höfðinu. Hugurinn er ómissandi og ekki bundinn rúmi og tíma. Hann einskorðaðist í fyrstu með upplýsingunni við menn, engla og Guð. Því skapaðist róttækur klofningur á milli andlegra manna annarsvegar, - og svo skynsamra manna hinsvegar sem litu á náttúruna andlega dauða og vélræna. Á nítjándu öld fór þessi tvíhyggja upplýsingarinnar að færa sig meira yfir í efnishyggju þar sem efnið var gert að eina veruleikanum og andinn einskorðaðist við hugarflug.
Það sem er ekki efni er því ekki lengur til, þannig að andar, englar og guðir eru þar með afnumdir nema sem ímyndunarafl eða blekking. Þetta skapar skil á milli líkama og huga, á milli manna og sálar náttúrunnar, og síðast en ekki síst á milli trúar og vísinda. Mest um vert er að þetta fjarlægir Guð úr daglegu lífi mannanna á jörðinni á þann hátt að efnishyggju vísindin eru orðin hin raunverulegu trúar-brögð.
Mannshugurinn verður við þetta ekki annað en ósýnilegur straumur í virkni heilans. Óþægileg afleiðing þessara forsendna vísindanna er sú að ef við erum meðvitundarlaust efni ættum við ekki að vera meðvituð sjálf. Þar sem talið er að hughrif séu einskonar villa í virkni heilans, og þar af leiðandi blekking. En eru það þá blekkingar sem hafa skapað allar siðmenningar mannkynsins?
Í dag er það svo að stigið hefur verið að hluta skref til baka. Þar sem sumir vísindamenn viðurkenna að það sé einhvers konar hugur, - eða meðvitund , -ekki bara í heila manna, heldur í öllu efnislegu. Jafnvel að atóm og rafeindir hafi einhvers konar andlega hlið. Þetta er heimspeki sem kallast Pan-psychism. Hugmyndin er sú að það er til sál eða hugur í öllu sem fyrirfinnst. Þeir sem hafa opið hugarfar telja að þetta skref aftur á bak sé eina skynsamlega leiðin fram á við í heimi vísindanna.
Endursögn á THE 10 DOGMAS OF SCIENCE eftir Elva Thompson
Lífstíll | Breytt 10.10.2020 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2019 | 20:39
Lævi blandið loftslag sálarháskans
Stærsta spurningin sem við stöndum frammi fyrir er sameiginleg og varðar okkur öll. Hvers vegna hegðum við okkur svona illa? Og ekki bara illa, heldur þannig að það er skaðlegt okkar líðan. Það liti meira en lítið undarlega út, jaðraði hreinlega við bilun, ef sérhver dýrtegund skaðaði vísvitandi umhverfi sitt og lífsviðurværi. Við mennirnir teljum okkur hafa þann veigamikla þátt fram yfir dýrin að vera meðvitaðir um gjörðir okkar bæði í hugsun og verki. Svo, aftur er spurt - hvað hefur farið úrskeiðis á milli eyrnanna á okkur sem tegund?
Þessarar spurningar hefur s.s. verið spurt margoft í gegnum tíðina, aftur og aftur, af hugsuðum, heimspekingum, og dulspekingum. Þetta er spurning sem hefur snert mikinn fjölda fólks. Og samt er það fyrst núna sem hún ætti að valda verulegum áhyggjum þar sem í fyrsta skipti í mankynssögunni erum við samtengd með alþjóðavæðingunni. Þegar samskiptatæknin er komin á heimsvísu erum við að deila hugmyndum okkar, sögum, skoðunum og hverju því sem hugurinn býður um alla jörðina. Við vitum nánast samstundis hvað er að frétta í fjarlægu heimshorni.
Nú á tímum lítur sérviska og neikvæð viðvera hörmulegar út en nokkru sinni fyrr í sameiginlegu hugarfari samfélagsmiðlanna. Það er engu líkara en að andlegt smit hafi tekið sér bólfestu í hugarfari fólks; komist inn í sameiginlega meðvitund okkar og geri okkur vanfær um að lýsa því sem okkur raunverulega býr í brjósti af ótta við að verða dæmd neikvæð og sérvitur. Í stuttu máli skal gerð grein fyrir því hvernig þetta heilkenni virkar skaðlega í ljósi sálarfræði hugmynda Carls G Jung.
Jung gerði sér fulla grein fyrir því að það sem kemur fram hnattrænt er að miklu leyti framtíðarsýn á nokkurs konar einkenni ómeðvitaðs sálarlífi mankyns. Jung lýsti hugtakinu sem „sameiginlegu meðvitundarleysi“ í ritgerð sinni „Uppbygging hins ómeðvitaða“ árið 1916, og hélt áfram að móta hugmyndir sínar frekar í síðari ritum. Í ritgerð sinni „The Significance of Constitution and Heredity in Psychology“ árið 1929 skrifaði hann að „fyrirmyndir“ – og afleiddar „erkitýpur“ eins og hann kallaði, til kæmu í gegnum undirliggjandi ómeðvitaða sálartengingu og væru í reynd ekki uppgötvaðar meðvitað hver fyrir sig af hverjum og einum.
Jung lýsti því yfir að ómeðvitaður „sálfræðilegur hjúpur,“ sem hann kallaði sameiginlegt meðvitundarleysi, ætti sér djúpar rætur af erfðafræðilegum forsemdum. Í þessari ritgerð skrifaði hann að; „sameiginlegt meðvitundarleysi samanstendur af sálarlífi forfeðra okkar allt aftur til fyrstu upphafs. Úr því umhverfi sem allir meðvitaðir sálrænir atburðir hafa orsakast, og þess vegna hefur það þau áhrif að skerða frelsi meðvitundarinnar, þar sem stöðugt er leitast við að bera alla meðvitaðar orsakir saman við hið þekkta“.
Jung taldi að meðvitundarleysi sé því ekki þróað af hverjum og einum heldur sé það fengið í sameiginlegan arf. Það er að segja, við erfum sálræna viðburði sem ná aftur til fyrstu byrjunar. Hvað þá ef spilling eða niðurbrot, svo sem sálarháski, hefur þegar komist inn á þetta sálfræðilega hjúp og birtist nú sem áreiti á sviði sameiginlegs andvararleysis mannkyns? Við gætum mjög vel verið að fást við geðsjúkdómsvaldandi hugarveiru, sem smitar einstaklingsbundinn huga frá undirliggjandi sameiginlegum uppruna.
Þetta er ekki bara ímyndun heldur mjög raunverulegur möguleiki. Ef við tökum sem dæmi nútíma samlíkingu úr tölvunarfræði, þá er þetta svipað því hvernig vírus kemst inn í tölvur okkar með spilliforit eða til að breyta kóðuninni. Slíkur andlegur sjúkdómsvaldur myndi starfa á sama hátt með því að setja upp eigið „spilliforrit“ í huga okkar. Oftast erum við ekki meðvituð um hvernig forritið virkar því það vinnur samhliða eigin huga þar til það tekur næstum fullkomlega yfir. Með tímanum myndi okkar eigið sálfræðilega upplegg laga aðskota hugmyndir og tileinka sér þær í daglegu lífi. Með öðrum orðum, við myndum að lokum líta á þær sem okkar veruleika.
Nútíma vísindi staðfesta að efnislegi alheimurinn er ekki efnislegur á þann hátt sem fyrr var haldið eða áður var kennt. Nú er um að ræða orku, sem þéttis í form sem við upplifum sem efni. Samhengið er ekki lofttóm heldur samanstendur af mjög þéttri orku sem myndar sjónhverfingu sem ekki er til staðar í raun. Nútímalegir vísinda heimspekingar kenna einnig að þessi sjónhverfing, sem ekki er staðbundin, sé í reynd meðvituð. Allt efnislegt í alheiminum er sýn sem okkur hefur verið innrætt frá blautu barnsbeini hvers eðlis er, afleidd birtingarmynd frá þessari þéttu orku sem ekki er staðbundin.
Að sama skapi er meðvitund manna ekki staðbundið fyrirbæri, og starfar bæði innan líkamans og utan hans. Hafandi þetta sjónarhorn í huga ætti það að hjálpar til við að skilja hvernig geðveira gæti smitað og haft áhrif á mannlíf óháð staðsetningu og líkamlegri nálægð. Sálræn orka starfar innan svæðis sem ekki er staðbundið og sem tegund erum við tengd því sem við gætum kallað „tegundarhugur“ sem liggur um jörðina eins og sálfræðilegur geðhjúpur. Raunveruleikinn sem við lifum í er fullur af andlegum fyrirboðum og spám. Eins og Jung benti á eru ómeðvitaðir hugsanir okkar hluti af heiminum alveg eins og meðvituð hugsun.
Rétt eins og ranghugmyndir í geðrofi eru raunverulegar fyrir þeim sem þær upplifir þá er hættan sú að fjöldin smitist af skaðlegum hugmyndum einfaldlega með því að hafa ekki hugann hjá sér, við gætum verið með illar eða reiðlegar geðrofssinnaðar hugsanir sem gætu komið fram í raunverulegri hegðun. Hver kannast ekki við að hafa haft hugljúfar eða andstyggilegar hugsanir? Spurningin ætti að vera þessi; var þessi hugsun upprunnin innra með mér, eða kom hún utan frá? Þar sem geðsjúkdómsmitið er ekki staðbundið fyrirbæri er mögulegt að við smitumst af því í mismiklum mæli. Eða réttara sagt af þesskonar hugsanagangi. Og það versta er að flestir verða meðvitundarlausir og óafvitandi smitberar þessa sjúkdómsvalds. Jung orðaði það eitthvað á þessa leið;
"Stríð, ættarveldi, félagslegar sviptingar, landvinningar og trúarbrögð eru yfirborðskennd einkenni leyndrar sálfræðilegrar afstöðu sem er ókunn jafnvel einstaklingnum sjálfum og ekki heldur samin af neinum einum ... en öll framtíðin, öll saga heimsins, er á endanum afsprengi þessarar dulinna samantekta einstaklings heimilda."
Seinna á lífsleiðinni varð Jung enn beinskeyttar varðandi væntanlegrar ógnar mannssálarinnar. Hann sagði; „það verður enn augljósara að það verður ekki hungursneyð, jarðskjálftar eða krabbamein sem ógna manninum mest, heldur mun það verða maðurinn sjálfur sem verður mesta hætta mannsins, af þeirri einföldu ástæðu að það er engin fullnægjandi vernd gegn þeim faraldri sem á eftir að herja á sálina, sem getur orðið óendanlega afdrifaríkur, skaðlegri en verstu náttúruhamfarir." Jung var ljóst að sálarfaraldrar gátu orðið að raunveruleika og benti á að mannkynið væri í hættu vegna þess að sálarheill manna er í mikilli hættu.
Þetta sama hugleiddi eðlisfræðingurinn og hugsuðurinn David Bohm, sem var einnig meðvitaður um þessi andlegu smit, síðari á ævi sinni benti hann á hvernig við gætum barist gegn þessum vanda: „Þetta er svipað hverjum öðrum vírus – nema hann er einhverskonar sjúkdómur í hugsun, þekkingu og upplýsingum, sem dreifist um allan heim. Því fleiri tölvur, útvörp og sjónvarpsskjáir sem við höfum, því hraðar mun hann dreifast. Þannig að sú hugsun sem er í gangi í kringum okkur byrjar að taka yfir hjá okkur öllum jafnvel án þess að við tökum eftir því. Þetta dreifist um ljósvakan og samfélagsmiðla eins og vírus og hvert og eitt okkar nærir þann vírus.
Eina leiðin til að stöðva sýkinguna er að þekkja meinið og viðurkenna. Ef eitthvert okkar byrjar að skoða það, verður að kanna upptök meinsins. Eini sanni valkosturinn gegn „sálarháskanum“ liggur í því að viðurkenna hann og samþykkja nærveru hans. Þessi andlegi sjúkdómsvaldur, hvort sem hann er kallaður sálarháski eða geðrofs-vírus, er í raun að hverfa til baka og afneita tækjum mannsandans. Til að vinna bug á áhrifum hans verðum við að snúa okkur inn á við til að finna styrk og stuðning í okkar æðri mætti.
Það væri röng ákvörðun að aðlaga okkur að spilltu kerfi nútímans, þannig munum við að lokum spillast sjálf. Samt munu líklega fæstir taka eftir nokkrum sálarháska í umhverfi sínu, þar sem spilling hefur orðið „normið.“ Okkur er holt að minnast vinsællar tilvitnunar í Krishnamurti - „það er engin mælikvarði á heilbrygði neins að vera viðurkenndur í sjúkum heimi.“ Við getum greint nærveru sálarháskans þegar hann gegnsýrir hugsun okkar og leitast við með rökum að fá samþykki fyrir því ósiðlega. Þessi falska sál sem smeygir sér inn undir með eigin röksemdum, þessi ósýnilega einskýrsverða viska sem er andhverfa raunverulegra gilda. Þetta er gert á ábyrgð þess sem kalla mætti „gamla sálin“ þ.e.a.s. hugsanamynstur; landvinninga, samkeppni, ritskoðunar og eftirlits.
Þesskonar ógn kemur ekki frá byssum eða sprengjum; þegar hún leitast við að þvinga fólk til samræmis, sem verður að lokum stjórnun með vafasaman tilgang. Slík stjórnun getur komið frá ómeðvituðum kennurum, atvinnurekendum, vísitölum yfirvalda, rétt eins og gráðugum fjármagnseigendum; sem setja okkur undir pressu, neyða okkur til óvirkni eða hljóta verra af. Og boðberar þessa eru í því sem virðast bestu störfin, dýrustu fötunum og koma með hvítt tannkremsbros á vör á skjáinn.
Hvert og eitt okkar getur bæði verið í sálarháska og um leið hugsanlegir heilarar fyrir okkur sjálf og aðra. Dæmigerður „sálar heilari“, að mati Jungs, gæti verið sálfræðingur eða heilarar sem finnur sig knúinn til að meðhöndla aðra vegna eigin reynslu eða upplifunar af sálarháska. Persónuleg reynsla vegna áfalla er sá hvati sem síðar getur hjálpað til við að auðvelda lækningu annarra. Þar sem við deilum sameiginlegri sál (sameiginlegri vitund) sem tegund, þá á hvert okkar hlutdeild í sameiginlegu sári mannkyns.
Hin raunverulega barátta í dag stendur ekki bara í sambandi við þá þvingun sem er ýtt að okkur í gegnum almenna miðla, pólitískan rétttrúnað, þjóðernisátök, innantóma hugmyndafræði, og óttablandnar skoðanir- heldur meira á milli innra frelsis mannsandans og þeirra hamla sem viðgangast á andlega menningu í spilltum samfélögum. Spurningin sem Don Juan lagði fyrir námsmann sinn Carlos Castaneda er enn í fullu gildi - „Spyrðu síðan sjálfan þig og aðeins þig einan, þessarar einu spurningar ... er þetta leið hjartans?" Ef það er, þá er leiðin góð, ef ekki, þá er hún þér gagnslaus, því það mikilvægasta í þessum heimi er ekki að finna á neinum stað utan okkar sjálfra. Sérhvert samfélag eða menning sem viðurkennir ekki, og styður manneskjuna sem andlega veru mun á endanum vafra um án lífvænlegrar framtíðar.
Í þessum stutta pistli hefur verið sett fram tilgáta sem kalla má „sköðuð sál“. Uppruni þessa sálarháska er óljós og ætti að vera stöðugt til umræðu. Þar getur verið um að ræða sameiginlegt geðrof siðmenningarinnar, andleysi, hvatvísi, græðgi eða sambland af öllu þessu. Eins getur það verið eitthvað annað sem inniheldur svipaða þætti.
Hver sem undirrótin er, þá er það samt alveg á hreinu að háskinn er til staðar í sameiginlegri sál mannkyns og það þarf að viðurkenna hann eins og hann er - og uppræta. Kannski eru skemmdirnar, sem við völdum í heiminum og blasa við í dag, hluti þessarar upprætingar - eins konar viðurkenning á vandanum. Sé svo þá ættu allir að geta hagað sér sem „sálar heilarar“ svo við þróumst í átt að örlögum sem göfga manninn hér á jörð. Eða eins og Gandih komst að orði „breyttu sjálfum þér og þú hefur breytt heiminum“.
Endursögn á; JUNG & THE INVASION OF THE COLLECTIVE MIND eftir Kingsley L. Dennis
Lífstíll | Breytt 3.1.2020 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2019 | 18:55
Svartidauði í sparifötum
Hversu oft hefur einhver sem þú þekkir orðið ölvaður og hagað sér á þann hátt sem ekki var von á? hækkað róminn óvanalega mikið við að upphefja eigið ágæti, jafnvel beitt ofbeldi, gert sig sekan um kynferðislegt lauslæti, orðið valdur af eyðileggingu á eignum, eða staðið að einhverjum öðrum neikvæðum aðgerðum sem ekki eru eðlislægar?
Hugleiddu þetta í augnablik - eins hvort þetta eigi eitthvað skylt við birtingarmyndir heilsteypts persónuleika, kærleika eða jákvæðni? - Samfélagið viðurkennir áfengi sem félagslega jákvætt hjálparmeðal og þar með væntanlega birtingamyndir þess, jafnvel þó það þurfi stundum að nota afsakanir á við; hann eða hún gat nú lítið að þessu gert sökum ölvunar.
Þetta sama samfélag telur sjálfsagt að gera einstaklingnum erfitt fyrir við að skaða sjálfa sig og aðra með tóbaksreykingum þar sem fólk hittist almannafæri. Þó svo að fylgifiskar tóbaks séu ekki sambærilegir, þá eru þær saklausar hjá andsetningu persónuleikans. Það er t.d. óþekkt að einhver hafi tapað sér við að reykja pakka af sígarettum og hafi af þess völdum gengið í skrokk á öðrum, splundrað heimili eða drepið mann.
Þrátt fyrir að áfengi hafi fylgt manninum í gegnum aldirnar þá hefur almenningur sennilega aldrei verið fjær því að fá haldbærar skýringar á þeim andlegu afleiðingum sem neysla þess veldur. Skaðsemi áfengis á mannsandann getur verið djöfulleg og ætti því að vera opinberlega viðurkennt að orsakanna er að leita í ósýnilegum andaheimi, - en það er ekki svo í heimi nútíma efnishyggju.
Til að átta sig á hvers konar öfl er við að eiga er rétt að skoða merkingu orða sem höfð eru yfir áfengi, s.s. brennivín, vínandi (spíritus), alkóhól osfv. Þarna er um líkingamál að ræða, sem á m.a. að höfða til lífsins vatns, að mestu ættað úr Mið-Austurlenskri gullgerðarlist.
Það mætti ætla að orðið vínandi skýrði sig að fullu sjálft í því samhengi þegar talað er um huga, líkama og sál. Með skírskotun til þess að andinn sé sá hluti þeirrar þrenningar sem samsvari sálinni. Þessari merkingu vínandans hefur þó verið haldið til hlés í vestrænu samfélagi þar sem alkahól er viðurkennd efnafræði til félagslegra nota.
Efnafræðilega skíringin á vínanda er sú að hann sé gerður úr gerjuðum vökva, sem er hitaður og sýður þá áfengið á undan vatninu og myndar gufu. Þegar gufan er leidd í rör og kæld þéttist hún og verður að vökva sem er mun sterkara áfengi en t.d. vín og bjór. Slíkur vökvi fékk latneska heitið spíritus, vínandi.
Orðið alkóhól er sagt upphaflega dregið af arabíska orðinu "Al-Kuhl" enska afsprengið er „alghoul“. En samkvæmt arabísku er Al-Kuhl eða al-gohul, „andinn yfirtekur holdið“. Alkóhól er, samkvæmt þessari Mið-Austurlensku þjóðtrú, illur andi sem sækist eftir mannsholdi.
Þetta er eftirtektarvert í því ljósi að áfengi er bannað til félagslegrar iðkunnar í flestum Mið-Austurlanda. Í vestrænum ríkjum þykja áfengisbönn bábiljur og hér á landi kallar ríkið sinn vínanda "Íslenskt Brennivín".
Það fór samt ekki fram hjá þjóðarsálinni um hverskonar anda var að ræða, sem kallaði Brennivín ríkisins umsvifalaust Svartadauða. Eins þekkir þjóðarsálin hugmyndir um að drukkið sé í gegnum einhvern, þegar persónuleiki viðkomandi verður óþekkjanlegur vegna áfengisdrykkju.
Við getum litið svo á að líkaminn sé bústaður hugans, jafnframt því að vera farartæki sálarinnar í efnisheiminum. Hugurinn hefur að geyma persónuleikann sem við staðsetjum okkur með gagnvart öðrum, stundum kallað egó. Sálin er hin æðri vitund sem tengist alheimsorkunni nokkurskonar stýrikerfi huga og líkama í gegnum lífið.
Við eimingu alkóhóls er kjarna vínanda náð. Með því að setja áfengi í líkamann þá er þessi andi innbyrtur, sem gerir einstaklinginn berskjaldaðri fyrir nálægum öflum sem mörg hver eru á ósýnilegri tíðni. Þetta telja flestir áhættunnar virði til að losa um félagsleg höft t.d. feimni og stundum er sagt að öl sé innri maður.
En jafnhliða slævir áfengið dómgreind og þegar of mikið er drukkið slokknar á henni og hugurinn dettur út af og til eða jafnvel sofnar. Það sama þarf samt ekki að gerast með líkamann það er hægt að vaknað upp síðar á allt öðrum stað en þeim sem hugurinn hvarf frá, jafnvel frétta af fullu fjöri í aðstæðum sem ekki er kannast við, þetta er stundum kallað blackout, og öl verður annar maður.
Það sem gerist í blakcout er að sá góði andi sem við köllum sál ákveður að yfirgefa partýið vegna þeirrar eitrunar sem hefur orðið á huga og líkama. Orkubrautir sálarinnar eru ekki lengur tengdar líkamanum, ókunnug myrk öfl hafa yfirtekið stýrikerfið og halda partý í blokkinni til að fróa sínum sjálfhverfu hvötum í líkama annars manns burtséð frá hans anda og eðli. Það verður erfiðara eftir því sem þetta gerist oftar fyrir sálina að snúa til baka í óreiðuna og persónuleikinn getur brenglast varanlega.
Efist einhver um að blackout geti haft svo geigvænlegar afleiðingar að jafnvel illir andar taki yfir persónuna þá eru til mýmörg dæmi þess og þarf ekki að fara aftur í tíma Jóns Hreggviðssonar til að finna hliðstæður. Andsetning getur meir að segja orðið svo alger að erfitt getur reynst að finna DNA slóð þess einstaklings sem er andsetinn á vettvangi.
Til að endurheimta sálu sína verður að endingu það eitt til ráða að leita aðstoðar þeirra sem hafa komist út úr vítahring alkóhólisma með andlegri vakningu. Losa þannig um ógnartök ókunnra afla alkóhólsins hvort sem við köllum þau Svarta Dauða upp á íslensku eða Al Ghoul upp á Mið-Austurlenskan máta. Þá verður einungis hægt að viðurkenna vanmátt sinn gegn áfengi og treysta á æðri mátt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2019 | 22:04
Tímalaus sál er gullfiskur
Er það bara ég, eða er það tíminn sem er að flýta sér? Þá á ég ekki við það að maður sé að eldast og tímalínan þar af leiðandi að styttast í annan endann. Margir sérfræðingar hafa bent á að samfélagsmiðlarnir hafa orðið til þess að tími fólks hefur minkað. Þó svo tæknin eigi að spara okkur tíma þá hafa aukaverkanir hennar orðið til þess að mun fleiri möguleikar bætast við á tímalínuna. Jafnvel svo margir að heilastarfsemin ræður ekki við að greina þá þó svo að þeir snerti okkur tilfinningalega.
Sagt er að til nútímamanneskjan berist fleiri möguleikar á einum degi en fólki í upphafi 19. aldar stóð til boða á 7-8 ára tímabili. Fyrir nokkrum árum var gerð athugun á athyglisgáfu og komist að þeirri niðurstöðu að fólk hefði misst stóran hluta tíma til að draga ályktun. Þetta gerist vegna aukinna upplýsinga. Samkvæmt athuguninni var ályktunartíminn árið 2000 að meðaltali 12 sekúndur þar til nýr möguleiki bættist við til að draga ályktun af, árið 2013 hafði tæknin stytt þennan tíma niður í 8 sekúndur.
Gullfiskaminni er talið vara í 9 sekúndur, svo kannski er það ekki bara tíminn sem er að flýta sér í höfðinu á mér, sífellt meira af minninu glatast vegna aukinna möguleika til að draga af ályktun. En samtímis hefur tækni stóraukist við að geyma upplýsingar um möguleikana. Svo til hvers að eyða tíma í að draga ályktun núna eða setja möguleikann á minnið þegar má finna hann seinna á netinu til að komast að niðurstöðu? Því ekki að fletta áfram og skoða næsta möguleika?
Tikkandi tíminn á milli lífs og dauða er línan að öllu atburðum þessa jarðlífs. En frumkrafturinn, sem heldur öllu saman, er óendanlegur, eilífur og hvorki á tímalínu né honum hægt að eyða. Hann er hin eilífa hringrás spíralsins. Möguleikar óendanlegra aðstæðna okkar sveiflast hinsvegar stöðugt á milli póla gleði og depurðar. Allt getur verið gott í lífi okkar og þá skyndilega stöndum við óvænt frammi fyrir hörmungum og tilfinnanlegu tjóni, en segjum sem svo að tíminn lækni öll sár.
Það eru hugsanir okkar sem er sá lifandi kraftur er greinir á milli og það skiptir máli að það sé gert því annars hefur tilfinningin sett upplifunina í undirvitundina án ályktunar. Tifinningar eru fræ af hvaða ásetningi sem er og eru gróðursettar garð huga okkar, ósýnilega hluti veruleika okkar, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki bera þessi fræ ávöxt í samræmi við tegund þeirra. Sum meðvitað, önnur ómeðvitað í undirvitundinni.
Mörg máltæki hafa orðið til um þetta í gegnum aldirnar s.s að það sem þú sáir, það munt þú uppskera. Þetta er hið óendanlega lögmál endurgjaldsins - af orsökum og afleiðingum... því sem þú sáir munt þú uppskera – þú ert það sem þú hugsar daglangt. Óheppni er því óbeint ásköpuð með eigin hugsunum, meðvitað eða ómeðvitað, hugsanir eru ekki möguleikar og heppni ekki til án ásetnings. Því geta óþrjótandi óskilgreindir möguleikar haldið okkur í kyrrstöðu ómöguleikans.
Hver sá sem hefur orðið fyrir andlegri vakningu getur vottað að bókstaflega er hægt að endurskapa lífið, með því að vera meðvitaður. En það kaldhæðnislega er að það er einmitt það sem við gerum á hverjum degi í flóði óþrjótandi möguleika án þess að veita tilfinningunum eftirtekt. En meðvitundin um stórbrotna náttúru hugsana okkar og frelsi til að gera eins og við óskum er því nauðsynleg. Okkur verður stöðugt haldið uppteknum með fleiri möguleikum.
Það er hlutverk okkar að vakna til að sjá að tíminn er aðeins mælikvarði, og sem slíkur raunveruleg blekking, sem reyndar er einnig almenn vitneskja um, en hvernig hann er notaður í daglegu lífi okkar með sífellt fleiri möguleikum er afvegaleiðing. Tíminn er samt sem áður grundvallaratriði þegar kemur að því hvers vegna við erum hér, vegna þjáninga, sársauka, eftirsjár, fyrri áfalla, langana og vegna þess að það sem við hugsum mun þroska okkur og gera hamingjusamari.
Með möguleikana má vinna meðvitað, skilgreina og álykta í huganum, en það verður að gera samkvæmt tilfinningunni annars munu þeir halda okkur takmörkuðum. Um leið og við erum meðvituð augnablikinu, fullkomlega í núinu tilfinningalega, greinum við sjálfkrafa tilfinningalegar gildrur þeirra fullyrðinga sem fylgja möguleikunum. Þannig nær sálin að efla sjálfsmyndina með tímanum.
Lífstíll | Breytt 3.6.2019 kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)