Móða á speglinum

Huganum má líka við villugjarna þoku, þar sem eigrað er um í hringi, villu og svima. Þegar hugsun vekur upp kvíða, efa eða skeytingaleysi, orsakar hún óuppfylltar væntingar.

Þegar hugsunum er leyft að menga hugann með tvískynungi og tortryggni, í stað orku og öryggis, verður viðhorfið til veruleikans fullt af ranghugmyndum.

Hliðin sem snúið er að heiminum mótast fyrst og fremst af rökfastri stofnana uppfræðslu og fordómum, á kostnað sköpunargáfunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hálfvankaður eftir þá ringulreið sem að okkur er haldið, af fjölmiðlum og stjórnvöldum heimsins, þar sem maður hefur staðið sig að því að tuða í sífellu það er ekkert eðlilegt við þetta

þá hefur mér þótt sem um athyglisverða pistla í þessu bloggi sé hér að ræða  Hef rennt í gegnum nokkra þeirra og hugsað, þarf að fylgjast með þeim næstu, því þeir virðast mér ríma við eitthvað sem eðlilegt er, heilbrigð lífsgildi.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.4.2022 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband