Lausn

Ég undrađist lífiđ, ţess leiđir og rök

og leyndustu tilveru dóma.

Ég leitađi ađ endi og upprunans sök

og eđlis míns kannađi dróma.

Mér fannst sem ég ćtti ađ verjast í vök,

ef vísindin bárust á góma:

Ţau kenndu um aflheimsins orku og tök

og efnin á hringsóli, bundin og slök.

— Ég treysti ei á mannvisku tóma

og töfrandi kenningaljóma.

Ég finn međ mér eđlis míns eilífu rök

viđ innsýn i hjarta míns dóma.

 

Ég veit hvađ ţađ er, sem í brjósti mér brýst

sem bandingi, lokađur inni.

Ég skil hvađ af öllum ţeim átökum hlýst:

Mér er sem ég lausnina finni.

Ég sjálfur ţađ er, sem til atlögu býst

úr örlagaskelinni minni.

Hún hefur ađ sál minni saumađ og ţrýst.

— Í svigrúmiđ eilífa fangelsiđ snýst,

svo vonirnar sigurhrós vinni

og vanmćtti bandingjans linni.

Ég veit ţađ er andinn, sem berst um og brýst

í brjósti mér, fjötrađur inni.

 

Og múrarnir opnast sem útgöngudyr.

Í árheiđi ljómar mér sunna.

Hún skiniđ ei hefur í fangelsiđ fyr

svo fagurt um ćvina runna.

Og vonglađur fanginn til vegar ei spyr,

ef virkiđ er hruniđ til grunna.

Hann sér, ađ hann ţarf ei ađ kreppast ţar kyr,

fyrst kominn er dagur međ ljúfasta byr

um ljósbrautir ódáins unna

til allífsins svalandi brunna.

Nú brosa viđ önd minni útgöngudyr

og eilífđar vormorgunsunna.

 

Og vorhuga frelsinu fagnar mín önd

og finnst sem viđ takmarkiđ stćđi.

Hún stefnir ađ árbjarmans rođagulls-rönd,

sem rís upp úr aldanna flćđi,

og eygir ţau heilögu hugsjónalönd

međ hreinleikans fylling og gćđi.

Hún veit hún er óhult í Alföđur hönd

og örugg um björgun á lifenda strönd,

ţví byrinn, sem ber hana um grćđi,

er blíđur sem ljóđfall í kvćđi.

Međ leysingjans feginleik fagnar mín önd

sem frelsuđ í himninum stćđi. —

 

Mér andi guđs beindi í hćđirnar hátt

frá hreggsollnu mannraunaflóđi

og fjarlćgđi hrollkalda fangelsisnátt

og fyllti mig djörfung og móđi

og ţaggađi hjarta míns hamstola slátt

og hróp gerđi ađ fagnađarljóđi,

—ţví keppi ég farsćll í frelsisins átt

međ fjársjóđ, er heimurinn metur oft smátt:

Sá auđur er eilífđargróđi

og arfleifđ í kćrleikans sjóđi.- 

Á arnvćngjum ţrái ég ađ hefja mig hátt

frá helslóđ í tímanna flóđi.

(Steinn Sigurđsson 1872-1940)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband