Út af sporinu

Það er mýgrútur upplýsinga í samfélagsgerðinni sem er sérstaklega hannaður til að ala á ótta og heldur fjöldanum uppteknum við allt annað en eigin hugsjónir.

Því betur sem tekst að halda fjöldanum ánægðum með þess konar afþreyingu, því meiri verður afvegaleiðingin frá innsæi ímyndunaraflsins.

Jafnvel áður en barnið hefur áttað sig á því hvernig það upplifir sjálft sig, hefur umhverfið verið fyllt af rökfræðilegu áreiti.

Þessir þættir daglegrar reynsla hindra tengingu við alheiminn. Að endingu er setið uppi með hugsanir og líkama, án hjartagæsku og sálar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð skrif,stutt og hnitmiðað.

Björn. (IP-tala skráð) 22.4.2022 kl. 07:00

2 identicon

Tek undir orð Björns, í athugasemd hans.

En lengri pistlarnir, þar sem endursögð eru skrif annarra og lagt út af þeim, og/eða inngangsorð fylgja með, eru einnig góð skrif.  Og mynda grunninn undir hina hnitmiðaðri pistla.

Takk fyrir skrifin.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.4.2022 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband