Eir

Eir II

Ýr (Eir) – Eihwas; samningar, sveigjanleiki, útsjónarsemi, styrkur, ending, vörn. Eir er rún sveigjanleika og marksækni, enda stundum líkt við ývið þann og eir sem notaður var í boga og örvarodda Ullur stjúpsonar Þórs sonar Sifjar, sem sagður var svo góður bogamaður að engin mátti við hann keppast. Til að ná markmiðum getur þurft að fara krókaleiðir sveigjanleika og samninga. Eir er jafnframt rún vitundar sem opnar dyr skynjunar. Hana má nota við hugleiðslu, töfra eða til seiðmögnunar. Orka hennar bylgjast upp og niður hryggsúluna líkt og um bol lífsins tré. Það er hægt að ferðast um greinar Yggdrasil og kanna víddir þess efra sem neðra, til að öðlast guðlegan kraft við að endurhlaða vitund orku og innsæi.

Völuspá Eirs; hver raun styrkir þig svo framarlega sem hún er notuð til að afstýra ósigri. Þetta er það sama og nýta sér það sem kölluð eru mistök, en er í raun lærdómur. Farðu þér hægt, því töf getur komið sér vel þegar hvorki er staður né stund. Með því lærirðu að sniðganga það í lífinu sem veldur kvíða og óöryggi. Eir boðar þolinmæði, að hafa biðlund þegar enga þýðingu hefur að hafa frekari áhrif á gang mála. Nýttu þér tíman sem töfin gefur, vertu þrautseigur og sveiganlegur, notaðu útsjónarsemina við að setja þér markmið. Bíddu svo þess góða sem koma skal.

Loka annmarkar Eirs; forðastu þrætur og misskilning, greiddu úr ringulreið með því að koma á jafnvægi og samlyndi. Íhugaðu veikleika þína og reyndu að bæta úr þeim.

Rúnin Eir hljómar bókstafina E og Y, frumefnin eru fjögur (jörð, loft, eldur, vatn), pólun kona, steinn tópas, rún Ullur. 

Ýr er bendr bogi

ok brotgjarnt járn

ok fífu fárbauti

arcus ynglingr


Pottur

PotturII

Pottur – Perthro; leyndardómur, ráðagáta. Varðandi þessa rún er rétt að hafa í huga að merking hennar hefur ávalt vafist fyrir mönnum. Orðið perthro er t.d. ekki til yfir neitt annað en þessa rún. Hún hefur helst verið tengd við kvenlega eiginleika, s.s. örlaganornarinnar Urðar við suðupott hinnar eilífu hringrásar. Rúnin tengist yfirleitt góðum væntingum til fyrirfram ákveðinna örlaga. Hún er einnig rún kvenlegrar frjósemi, því stundum kennd við sköp kvenna, enda voru örlagnornirnar Urður, Verðandi og Skuld stundum kallaðar skapanornirnar.

Völuspá pottsins; örlögin hafa þegar ákveðið upphafið og endirinn, en þar á milli liggja orsakir og afleiðingar þar sem þitt er að ákveða. Þar er ekkert einskisvert, allt er munað. Þessi rún getur verið dyr að óuppgötvuðum hugmyndum þar sem þú missir þær sem þú áttir fyrir, líku því þegar við spurningu fæst svar sem býr til fleiri spurningar. Hvað viðkemur hversdagslífinu má búast við einhverju sem kemur á óvart, sem kona gætir þú verið þunguð, eða átt von á jákvæðum breytingum á fjölskylduhögum. Haltu verndarhendi yfir fjölskyldu, börnum eða öðrum sem þarfnast þess, ræktaðu vinatengsl.

Loka annmarkar pottsins; gerðu ráðstafanir til forðast stöðnun, einmanaleika, fíkn og lasleika. Ekki bregðast trausti annarra, varðveittu leyndamál. Menn eiga að njóta lífsins og vera vígdjarfir þar til kallið kemur sem allir verða að hlýða.

Rúnin pottur hljómar bókstafinn P, frumefni vatn, pólun kona, blá-grænn eðalsteinn, rún Friggjar og Urðar.

Þagalt og hugalt

skyldi þjóðans barn

og vígdjarft vera

Glaður og reifur

skyli gumna hver

uns sinn bíður bana


Ís

 Is

Ís – Isa; kyrrstaða, hindrun, stöðnun, vonbrigði. Ís er rún kulda og stöðnunar merki um tíma til að draga sig í hlé. En er jafnframt áskorun í að vinna á sálfræðilegum hindrunum. Ís er frosið vatn og kemur í veg fyrir að það renni, en hann eyðir ekki vatninu, heldur kyrrar og sjálfhverfir það í skýra ískristalla. Því er ís rún skýrleika kyrrstöðunnar og þeirrar sjálfhverfu sem krefst sjálfstjórnar. Ís róar og kælir tilfinningalegt ójafnvægi, en hann mun ekki eyða undirrót óþægilegra aðstæðna. Ís er gagnlegur við að ná jafnvægi í tilveruna, ásamt aðgát og þolinmæði.

Völuspá íss; hindranir og vonbrigði gætu verið á vegi þínum án þess að auðvelt sé að greina hvers vegna. Hugsanlega þarftu að hætta við eitthvað sem þú hefur lengi þráð. Vertu þolinmóður aðgerðarleysi getur verið nauðsynlegur undanfari endurfæðingar. Egóið þarf að víkja um tíma en sjálf þitt vex á ný að styrkleika við andlega þjálfun. En varasama hliðin á þeim styrk er að til verða einstaklingarnir ég og þú, ef egóinu er ekki haldið í skefjum getur það leitt til sjálfupphafningar. Það getur verði freistandi að baða sig í ljóma yfirburða í stað raunverulegs andlegs þroska. Þeir sem allt vita eru jafnframt þeir sem fólk forðast, gefðu því eftir og vertu rólegur.

Loka annmarkar íss; varastu þunglyndi, leiðindi og ráðabrugg. Vertu einnig viðbúinn svikum. Gættu vel að heilsu þinni, eignum og öryggi.

Rúnin ís hljómar bókstafina I - Í, frumefni jörð, pólun kona, steinn hrafntinna, rún Verðandi.

 

Gáttir allar

áður gangi fram

um skoðast skyli

um skyggnast skyli

því að óvíst er að vita

hvar óvinir

sitja á fleti fyrir


Jór

Untitled

Jór – Ehwaz; hreyfing, tækifæri, kjarkur. Jór er rún flutninga, umskipta og hreyfingar, nýrra dvalarstaða, nýrra viðhorfa eða nýs lífs. Jór var tákn Sleipnis hests Óðins, einnig sem þess félaga á ferðalagi er hleypur yfir fjöll og firnindi án þess að þreytast og láta nokkuð stöðva sig. Rúnin getur staðið fyrir ferðalögum í bókstaflegum skilningi en ekki síður ferðalagi hugans og breytinga á umhverfi. Nú á tímum má þess vegna tengja þessa rún bíl, flugvél, bát eða öðrum farartækum. Rétt er þó að hafa í huga að rúnin boðar ferðalag sem felur í sér samstarf byggt á trausti beggja aðila rétt eins og ríkir á milli hests og knapa, hjóna, vina osfv, tveggja helminga af heild.

Völuspá Jós; lífið er síbreytilegt og stefnir ávalt fram á við, vertu hugrakkur, einbeittur og þolgóður. Þú hefur nú náð nógu langt í þroska til að finna til öryggis í stöðu þinni. Nú geturðu snúið þér óhræddur að framtíðinni. Þú hefur þann stuðning sem þú þarft til skjótra framfara í átt að markmiði þínu. En þú verður að gefa sömu tryggð og stuðning og þér eru gefin. Líkt og í samstarfi hests og knapa hefur hesturinn stolt, sem kemur samt ekki í veg fyrir árangursríkt samstarf. Um leið og þú getur verið stoltur af eigin árangri verður þú jafnframt að vera auðmjúkur varðandi aðra þætti samstarfsins, líkt og í hjónabandi, til að tryggja ferð þína til góðs.

Loka annmarkar Jós; Varastu eirðarleysi og fum sem skapast af aðstæðum. Láttu ekki skapsmuni hlaupa með þig í gönur. Hugsunarleysi, flýtir, ójafnvægi og vantraust eru verstu óvinir á lífsins ferðalagi.

Rúnin Jór hljómar sem bókstafurinn E, frumefni jörð, pólun kona, steinn silfurberg, rún Óðins og Sleipnis.

 

Vits er þörf

þeim er víða ratar

Dælt er heima hvað

Að augabragði verður

sá er ekki kann

og með snotrum situr


Fengur

Fengur

Fengur – Fehu; eignir, ágóði, tækifæri. Fengur er rún uppfyllingar, þegar markmiði verður náð, afrek launuð eða ást endurgoldin. Rúnin vísaði áður fyrr til búpeningsins, þ.e.a.s. veraldlegra eigna og er því stundum kölluð fé, en táknar auðæfi í víðum skilningi. Fengur felur í sér næringu hins veraldlega og hins guðlega. Fjöldi þeirra tækifæra sem heimurinn býður verða til fyrir heppni. Fengur veitir getuna til að öðlast heppni og nota hana á töfrandi hátt. Gott er að skilgreina feng sem; mat, vatn, skjól, föt, heilbrygði og kunnáttu, frekar en óþarfa lúxus. Peningar munu vinna best í þeirri orku sem endurspegla feng, því peningar eru aðeins ávísun áþreifanleg verðmæti.

Völuspá Fengs; Þessi rún krefst þess að þú íhugir að auðæfi, sem þú sækist eftir í lífinu, fari saman við sjálfstjórn og viljafestu. Njóttu velgengninnar en mundu að deila með öðrum. Það sem einkennir fengsælan mann er hæfileiki hans til að veita öðrum. Þegar þér bjóðast tækifæri taktu þá skynsamlega áhættu. Heppni er ekki fyrirsjáanleg, en samt raunveruleg orka sem helst í hendur við hamingju þína. Fengur gefur getuna til að öðlast heppni og nota hana á töfrandi hátt. Orka áunninnar heppnin er grundvöllur auðs í lífi þínu. Hugrökk verk eru vitnisburður fengsæls manns.

Loka annmarkar fengs; vertu ekki með eftirsjá vegna glataðra eigna sem þú hafðir ásett þér að halda, haltu í sjálfsvirðinguna. Forðastu vafasamar gjafir og að verða háður einhverju eða einhverjum fjárhagslega.

Rúnin fengur hljómar sem bókstafurinn F, frumefni eldur og jörð, pólun kona, steinn mosa agat, rún Freyju og Freys.

 

Deyr fé

deyja frændur

deyr sjálfur ið sama

en orðstír

deyr aldregi

hveim er sér góðan getur


Óðal

Óðal

Óðal – Othala; uppruni, æskustöðvar, föðurland, heimili. Óðal er rún arfleiðar og sögu, þess sem krefst að við tökum ábyrgð á eigin örlögum. Óðal er hjálparhella á andlegum og líkamlegum ferðarlögum; grunngildi, andleg arfleið, reynsla og uppspretta öryggis. Framtíðin er ætíð í átt að paradís, innri-áttaviti til himnaríkis á jörðu. En það er heima sem hjartað býr. Óðal var ein þeirra rúna sem þriðja ríkið kom óorði á, í Þýskalandi nasismans var rúnin notuð sem tákn fyrir þá hugmyndafræði að þjóðernislegur uppruni leiddi til eignaréttar á landi.

Völuspá óðals; hér skilja leiðir, sem getur verið erfitt ef þú þarft að láta frá þér hluta af bakgrunni þínum, stöðu þína í samfélaginu eða starf. Hið gamla verður að víkja, sömuleiðis úrelt sambönd. Þessi rún ráðleggur auðmýkt og hugsanlega uppgjöf - svo framalega sem vitað er hvenær og hvernig tímabært er að gefast upp og að viljinn til þess sé fyrir hendi. En notfærðu þér samt fortíðina á jákvæðan hátt. Það getur falist í afturhvarfi til æskustöðva eða að leita ráða hjá forfeðrunum. Á þér hvílir sú ábyrgð að skila reynslu þinni og arfi til afkomenda. Vottaða forfeðrum, ættjörð og sögu virðingu, samhliða því að leggja rækt við heimili og fjölskyldu.

Loka annmarkar óðals; varaðu þig á fordómum sem skorta hefðbundin gildi manngæsku. Heimaríkir hundar boða slæm örlög.

Rúnin óðal hljómar sem bókstafirnir O - Ó, frumefni jörð, pólun karl, steinn silfurberg, rún Óðins.

Bú er betra,

þótt lítið sé

Halur er heima hver

Blóðugt er hjarta

þeim er biðja skal

sér í mál hvert matar


Lögur

Lögur II

Lögur – Laguz; flæði, vatn, það sem stýrir. Rúnin stendur fyrir þolinmæði og útsjónarsemi því dropinn holar steininn, vatn getur smogið víða þó farvegurinn sé ekki augljós. Lífið á jörðinni þróaðist af vatni og allar lífverur hafa lært að nýta sér eiginleika þess, t.d. er um 70% mannslíkamans vatn. Lögurinn (vatnið) uppfyllir þörf okkar fyrir flæði lífsins án þess að þurfa að vega og meta eða skilja. Lögur býr yfir hinu dulmagnaða minni, þar sem framtíðin er kölluð úr djúpi óendanlegrar fortíðar. Vatn er tákn undirmeðvitundarinnar, hinnar ómeðvituðu lífs orku. Allt líf er háð vatni því er lögur samnefnari alls lífs. Þó lögurinn sé grundvöllur lífs býr hann jafnframt yfir eyðandi mætti, sem getur birst með stjórnleysi eða skorti á sköpunargáfu.

Völuspá lagarins; lögur er rún djúprar þekkingar sem krefst þess að þú leggir rækt við andleg málefni og undirbúning sjálfsþroska. Árangur þinn byggist alfarið á innsæi þínu og að þú lagir þig að þínu eigin hljómfalli. Þar stendur lögur fyrir ímyndunarafli, draumum og öðru í þínu eðli sem ekki er auðvelt að henda reiður á. Þú ert kannski hæglátur og lætur lítið á þér bera, en stefnir samt að markmiðum þínum. Hið óþekkta er falið djúpt í undirvitund þinni; draumar, fantasíur, leyndardómar. Ímyndunaraflið er frjótt og þú ert skapandi, en þú þarft að gera ráðstafanir til að láta drauma þín rætast. Ræktaðu jafnframt líkamann, hugsaðu vel um heilsuna.

Loka annmarkar lagarins; gættu þín á þráhyggju og reyndu að sitja ekki fastur í sama fari. Leitaðu aðstoðar ef þunglyndi, ótti eða gæfuleysi af einhverju tagi banka upp á.

Rúnin lögur hljómar sem bókstafurinn L, frumefni vatn, pólun kona, steinn perla, rún Njarðar.

Sér hún upp koma öðru sinni

jörð úr ægi iðjagræna

Falla fossar, flýgur örn yfir

sá er á fjalli fiska veiðir


Björk

Björk II

Björk - Berkana; hæfileikar, þroski, sköpun, endurfæðing. Björk er ein af rúnunum sem mynda hringferli sjálfsþroska. Tákn kvenlegrar frjósemi sem stuðlar að vexti, kærleika og hógværð. Einnig stendur hún fyrir nytsemi, þolgæði og seiglu og ekki hvað síst er hún rún listrænna hæfileika og sköpunar. Björkin táknar endurnærandi hringrás árstíðanna, er ljós vorsins. Útsprungin björk er tákn um að sumarið sé loksins komið. Björkin hefur óbrigðult minni, lætur ekki plata sig og springur ekki út fyrr en vorhretin eru liðin hjá. Þessi rún bendir á mikilvægi þess að kafa djúpt, varlega og meðvitað.

Völuspá bjarkarinnar; hér er krafist hógværðar, þolinmæði, tillitsemi og gjafmildi. Sköpunargáfa þín og listrænir hæfileikar eru alls ráðandi. En fyrst þarf að uppræta andspyrnu, svo vinna megi verkið. Þú þarft að vera skýr og ákveðinn. Ef til vill ertu núna fyrst að uppgötva hæfileika sem þú býrð yfir, eða þeir komnir að því að blómstra. Þú finnur fyrir stig vaxandi framförum á flestum sviðum. Þú ættir því ekki að hræðast verkefni þó að þú vitir ekki hvernig þú eigir að takast á við þau. Það hvílir oft leyndardómur yfir því sjálfsagða sem þú ert aðeins fær um að uppgötva þegar á hólminn er komið, rétt eins björkin springur út þegar hún veit að sumarið er endanlega komið.

Loka annmarkar bjarkar; kvíði, höfnun, stjórnleysi. Forðastu ógreinileg markmið, kæruleysi og stöðnun. Ekki láta aðra ráðskast með þig og slepptu því að vera með óþarfa áhyggjur.

Rúnin Björk hljómar sem bókstafurinn B, frumefni jörð, pólun kona, steinn mánasteinn, rún Friggjar.

Bjarkan er laufgat lim

ok lítit tré

ok ungsamligr viðr

abies buðlungr


Hagl

Hagl

Hagl – Hagalaz; lögmál náttúrunnar, upplausn, eyðing. Hagl er rún náttúruaflanna, óviðráðanlegra krafta sem einstaklingurinn hefur enga stjórn á, s.s. veður eða náttúruhamfarir. Orka haglsins er algerlega ópersónuleg, því er það utan mannlegs máttar að afstýra afli þess. Höglin meiða með sinni stingandi hörku og ekkert annað við því að gera en leita skjóls á meðan élið gengur yfir, á eftir má má líta á höglin sem frækorn sem koma til með að umbreytast í nærandi vatn. Rétt er að hafa í huga að andleg vakning sprettur úr jarðvegi erfiðleika. Hagl leiðir því til breytinga sem geta allt eins leitt til aukins frelsis og þekkingar. Hugvit og lausnir eru hugtök sem tengjast þessari rún.

Völuspá haglsins; hvers vegna að reyna að bjarga því sem ekki er viðbjargandi ef það eyðileggur þig? Hagl táknar breytingar, er rún átaka sem brýtur niður mynstur þess sem var. Þó þú upplifir óþægindi því samfara er ekki líklegt að þú verðir fyrir varanlegum skaða. Hugvit, og lausnir eru hugtök sem tengjast þessari rún. Hún bendir til brýnnar þarfar sálarinnar til að losa sig úr fjötrum hins veraldlega og upplifa æðri veruleika. Hugsanlega finnst þér eins og þú sért smá saman að koma til sjálfs þín, eins og þú værir að vakna af löngum dásvefni. Alheimurinn og sál þín krefjast þess að þú takir við þér og þroskist. Þekking og innri styrkur er þín vörn.

Loka annmarkar haglsins; gættu þín á að festast ekki í aðstæðum sem virðist sjálfsagðar. Farðu varlega í samskiptum og kannaðu vandlega uppruna upplýsinga, ekki taka óþarfa áhættu.

Rúnin hagl hljómar eins og bókstafurinn H, steinn sjóam, frumefni vatn, rún Heimdallar.

Hagall er kaldakorn

ok krapadrífa

ok snáka sótt

grando hildingr


Sunna

Sunna II

Sunna –Sowilo; lífsorka, árangur, heilbrigði, bjartsýni, von og vöxtur. Sunna er rún sólarinnar, frumorku alls lífs. Þetta er rún bjartsýni, vaxtar og velgengni, þegar markmiðum skal náð. Sunna vísar til sólarhjólsins sem drífur hringrás orkunnar. Meining rúnarinnar er af sumum talin eiga samsvörun sem andleg íhugun í orkustöðvum Chakra. Það er hverjum manni mikilvægt að vera andlega sjálfstæður og geta treyst eigin dómgreind. Nasistar notuðu Sunnu í sinni táknfræði og brengluðu notagildi hennar. Tvöföld krosslögð myndaði rúnin hinn illræmda hakakross og hlið við hlið var hún tákn SS-sveitanna.

Völuspá sunnu; felur í sér hvötina til sjálfsþekkingar og bendir á leiðina sem hentar. Náttúröflin eru þér hliðholl og lífi þínu má líkja við bjartan og hlýjan sumardag. Það sem þú reynir að vera, er í raun og veru það sem þú ert í innsta eðli þínu. Sunna er mögnuð rún sem gefur kraft, markar tíma uppbyggingar og endurnýjunar frá grunni. Undir áhrifum hennar ertu heppinn, sigursæll, fullur orku og bjartsýni. Svo allt gangi upp þarftu hugsanlega að hleypta sólageislum inn í þann hluta lífs þíns sem hefur verið lokaður af, og viðurkenna eitthvað sem hingað til hefur verið afneitað. Gefðu af þér, vertu hlýlegur leyfðu kærleika að flæða um þig og frá þér.

Loka annmarkar sunnu; sýndarmennska, ósanngirni og hégómi. Forðastu dramb og hroka, gættu þess að láta velgengni ekki blinda þig svo að þú brennir ekki upp á skömmum tíma.

Rúnin sunna hljómar sem bókstafurinn S, steinn rúbín, frumefni loft, rún Þórs.

Sá er sæll

er sjálfur um á

lof og vit meðan lifir

Því að ill ráð

hefir maður oft þegið

annars brjóstum úr


Mennska

Mennska II

Mennska – Mannaz: er Asks og Emblu og þeirra afkomenda. Rúnin stendur fyrir sjálfsmynd einstaklingsins viðhorfi hans til annarra og þeirra til hans. Vitundar, félagslegrar stöðu, mannlegra þarfa og alls þess mannlega. Mennska hefur að gera með tilfinningalega greind og kunnáttu til að draga ályktanir. Mennskunni má líkja við hrafna Óðins, Hugin sem var hugsunin og Munin sem hafði mynnið. Eins er rétt að hafa í huga að rúnin hefur tengingu í Mímisbrunn sem gaf Óðni aðgang að óskráðri visku alheimsvitundarinnar, nátengdu hugtakinu akashic record í Sanskrít.

Völvuspá menskunnar; Þú leitar viðurkenningar í félagskap við aðra. Ástundaðu sjálfsskoðun, þig gæti skort sjálfstraust og verið einmana þó ekki sé ólíklegt að þú eigir mikil samskipti við annað fólk og eigir á meðal þess verndara og velvildarmenn. Það sem hjálpar er skýr hugsun og vilji til að breyta. Ræktaðu þau vináttusambönd sem þú þegar hefur, vertu hvorki þröngsýnn né áfellast aðra, leitaðu sjálfur eftir félagskap. Leitastu við að vera viðmótsþýður, trúr og hófsamur, hverjir sem kostir þínir eru, þannig mótarðu jákvæða stefnu í þínu lífi. Rétt samband við sjálf þitt er mjög mikilvægt, á því byggirðu samband þitt við æðri máttarvöld. Leggðu þig fram um að lifa venjulegu lífi á óvenjulegan hátt.

Loka annmarkar mennsku; þunglyndi, sjálfseyðingarhvöt, lævísi, slægð, röng reikningsskil. Forðastu harkalega sjálfsgagnrýni og einmanaleika.

Rúnin mennska hljómar sem bókstafurinn M, steinn demantur, frumefni loft, rún Heimdallar, Óðins og Frigg.

Vin sínum

skal maður vinur vera

og gjalda gjöf við gjöf

Hlátur við hlátri

skyli höldar taka

en lausung við lygi


Hvað er líkt með krókódíl?

Allt frá því á unglingsárunum, skömmu eftir að einfaldleiki bernskunnar hvarf og himininn varð pastelblár, hefur þessi spurning um krókódílinn oft komið upp í hugann. Það var Óli Ara félagi minn í næsta húsi, tveimur árum yngri en ég, sem lagði þessa spurningu fyrir mig einn daginn í sumarvinnu við byggingar, þar sem við höfðum þann starfa að naglhreinsa og skafa spýtur sólbjarta daga í hlýrri sunnan golu. Mér datt augnablik í hug, af því ég átti að vera eldri og lífsreyndari, að það hlyti að vanta hluta spurningarinnar til þess að hún gæti talist rökrétt, en Óli Guð svarði fyrir að spurningin væri villandi og svarið ætti að vera einfalt enda gæti bæði spurningin og svarið allt eins verið komið frá heimspekideild háskólans. Þessi spurningin ætti því ekki að vera þvælinn, hvorki fyrir börn né fyrir þá sem vita að tveir plús tveir þurfa ekki að vera fjórir frekar en þeim sýnist. Í mörg ár hefði ég viljað eigna speki svarsins þeim stofnunum samfélagsins sem boða þann sannleika sem á að vera til að auka fólki visku og hvetja það til að leita þess óþekkta með síaukinni sérhæfingu, þar til það veit svo mikið um lítið að það getur talist sérfræðingar fimm háskólagráða. Núna þegar tugir ævinnar eru orðnir fimm er svarið við spurningunni um krókódílinn sífellt að verða skírara enda hafa vísbendingarnar borist að úr ýmsum óvæntum áttum í gegnum tíðina.

Sá maður sem hafði lengst af mest áhrif á mína lífsýn var nafni minn og afi, Magnús bóndi og almúgamaður á sinni tíð. Þegar hann heimsótti mig einn sunnudags eftirmiðdag, háaldraður, um langan veg til að sjá húsið sem ég byggði og fjölskyldan mín var þá ný flutt í gaf hann mér púsl í gátuna um krókódílinn. Lengi vel voru samræður okkar samhengislaus þvæla þennan sunnudags eftirmiðdag, þangað til hann allt í einu bar höndina upp að eyranu og sagði; aaah ég gleymdi að kveikja á heyrnartækinu, ég fór nefnilega í messu í morgunn og slökkti á heyrnartækinu því mér leiðist svo talið í prestunum". Afi minn hafði verið kirkjurækinn maður allt sitt líf enda amma fyrrverandi prestsfrú sem missti eiginmanninn, unga prestinn frá tveim litlum dætrum. Lengst af var amma svo kirkjuorganisti í sinni sókn og hann afi minn, seinni maðurinn, meðhjálpari í sömu kirkju. Ég velti því vöngum yfir því árum saman að hann skildi slökkva á heyrnartækinu til að vera laus við að heyra prestana flytja boðskapinn sem ég hélt að ætti að verða okkur kærari sannleikur eftir því sem á ævina líður.?

Ein er sú kona sem hefur verið til frá því ég man fyrst eftir mér og ég hef getað talað við um mín hjartans mál í gegnum alla tíðina. Það er föðursystir mín sem nú er kominn á níunda tug ævinnar. Föðursystir mín hefur, eins og allir, sína sérstöku lífsreynslu, hún hefur auk þess að missa faðir sinn sem barn, lifað fjóra af nýju sonum auk eiginmanns, sem fóru í blóma lífsins. Fyrir þremur árum síðan missti hún tvo syni sem voru á mínum aldri, með viku millibili. Þessi föðursystir mín ræddi það einu sinni við mig fyrir áratugum síðan, þegar ég var enn á táningsaldri, að bróðir hennar, faðir minn, hefði gott af því að fara í kirkju til að sefa sorgina sem fylgdi þeim missi þegar fimm barna móðir og eiginkona hverfur úr blóma lífsins, en þá var pabbi heitinn bitur út í sinn Guð. Fyrir síðustu jól kom út bókin Sumarlandið eftir Guðmund Kristinsson, bók sem hefur að geima frásagnir miðla þar sem framliðnir lýsa andláti sínu og endurfundum í framlífinu. Flestar frásagnirnar hafa að geyma fagra endurfundi við fjölskyldu og vini í hinu fagra "Sumarlandi". Það þurfti því ekki að koma mér á óvart að föðursystir mín, prestsdóttirin, hafi séð kirkjuna sem hellubjarg á erfiðum tíma. En núna, eftir að hafa hvatt mig til að lesa bókina, talar Dúna frænka um skilningsleysi prestanna á andans málum, hvernig kenning þeirra byrgir sýn á Sumarlandið og flækir það eina sem skiptir máli, kærleikann.

Þá eru ótaldar allar þær upplýsingar sem berast að í gegnum fjölmiðla og gefa púsl í svarið um krókódílinn. Þar á ég ekki við þá fjölmiðla sem oftast eru skilgreindir sem slíkir, heldur óritskoðaða visku sem á sér líf í netheimum en er umsviflaust útilokuð sem samsæriskenningar og bábiljur þar sem menn telja sig fara með vísindalegar staðreyndir. Fyrir stuttu lenti ég inn á spjallþráð þar sem hún óskilgreind Sólrún gaf krókódílnum tóninn og sagði m.a.; "Ég held að skynsemi sé okkur meðfædd og misvel útilátin eins og annað frá náttúrunnar hendi. En það getur alveg verið að það sé hægt að rækta hana úr mannskepnunni með einhverju móti. Íslenski sauðfjár stofninn hefur þótt sérstakur vegna litadýrðar sinnar, grátt mórautt, svart, botnótt, flekkótt og allskonar. Það komu tilskipanir AÐ OFAN að það skyldu allar kindur vera hvítar, ekki væri fínt að vera með mislitt fé. Allir fóru að keppast við að rækta hvítt og settu á allskonar horgemlinga, bara af því að þeir voru hvítir, sem auðvitað fór ekkert vel með stofninn til lengdar og viti menn einn daginn komst í tísku að hafa ullina í sem flestum litum..markaðurinn vildi það.... Afi minn var skynsamur maður og hélt mikið upp á mórauða túnrollu sem hann átti og var svo slungin að koma sér í túnið að honum tókst aldrei að girða fyrir hana. Hún fann alltaf upp mótleik...." "Þórbergur Þórðarson var ekki hrifinn af menntakerfinu á sínum skóladögum og varla hefur það batnað síðan þá, þegar að honum hafði loksins tekist það sem hann hafði heitast þráð heima í Suðursveit að komast yfir vötnin ströng til Reykjavikur til að njóta æðri menntunar í Kennaraskólanum þá var honum ekki um sel þegar að verið var að kenna þau vísindi þar að kettir hefðu fjórar lappir og rófu. Fannst honum víst til lítils vera barist og átti von á einhverjum meira framandi fróðleik. Hann vildi líka meina að skólar hefðu upphaflega aðeins verið ætlaðir yfirstéttar börnum en þegar að sauðsvartur almúginn fór að læða löppinni þar inn milli stafs og hurðar "ÞÁ FÓRU ÞEIR AÐ KENNA LATÍNU " mál sem var í raun útdautt til að sporna við of mikilli menntun almúgans. Þessi aðferðafræði virðist hafa haldist nokkuð vel hingað til."

Svo eru það öll púslin í myndina um krókódílinn sem vinur minn og frændi, hann Helgi, sem átti því láni að fagna að sleppa við staðreyndastagl um fjórar loppur kattarins og eina rófu 14 ára gamall og hafa það gjörvulega framkomu að vera ráðinn á togara. Þó svo að hann hafi búið hinu megin á hnettinum á meðal andfætlinga s.l. þrjá áratugi hefur hafsjór af upplýsingum sem ekki tilheyra hinni hefðbundnu heimsmynd latínusamfélagsins borist frá honum yfir höfin á alheimsnetinu. Mér hefur oft dottið í hug að sú viska og gjörvuleiki sem hefur veitt honum velfarnað í lífinu komi beint frá hjartanu og jafnvel eitthvað frá ömmu hans sem vissi lengra nefið náði. Ég hef stundum haft það á orði við systkini mín að mitt mesta ólán í lífinu séu þau ár sem ég hafði hvorki manndóm né bar gæfu til að hlíða hjartanu og tiltek þá sérstaklega skólaárin. Allan þann tíma fannst mér margt það sem var á borð borðið vera á skjön við meðfædda skinsemina, en lét mig hafa það því þeir sem bæru spekina á borð hlytu að vita betur hvað mér væri fyrir bestu en ég sjálfur. Systkini mín fjögur taka þessum yfirlýsingum elsta bróðir af stólískri ró. Bróðir minn sem er næstur í aldri er sá sem veit hvað ég meina og sýnir skilning þess sem hefur afrekað svipaða skólagöngu. Systur mínar tvær taka þessu með nærgætnum umvöndunum, þó hver á sinn hátt. Báðar hafa þær afrekað sýnar háskólagráðu þó leiðir þeirra að þeim hafi verið ólíkar. Sú eldri varð stúdent um fertugt og kláraði svo háskólanám með hraði og glans, þrátt fyrir lesblindu og alla þá annmarka sem uppeldi Sumarhúsanna fylgdu, en á föður okkar heitin getur hún varla minnst án þess að minnast á Bjart í Sumarhúsum í framhjáhlaupi. Sú yngri glansaði ung að sínum gráðum og finnst mér örla á meiri efa hjá henni um réttmæti þess að kenna skólagöngu minni um allar mínar ófarir. Yngsti bróðirinn átti það til að þræta um eyðileggingarmátt skólagöngunnar og jafnvel efast um að spurningin um krókódílinn ætti rétt á sér, enda sótti hann gráðu sem kennd er við master og verkfræði. Samt fór það svo að sannleikurinn fannst ekki í master og meira en milljón á mánuði, nú er hann Buddha munkur sem ætlar að skilja lífið ásamt því fyrra og því sem á eftir kemur. Ég held að krókódíllinn heiti karma á Buddhisku og upp á síðkastið hef ég séð að hann er farinn að greina krókódílinn.

En hvað með það, fyrrum togarajaxlinn hann Helgi sendi mér viskuna sem lét svarið um hvað sé líkt með krókódíl standa ljóslifandi fyrir mínum hugskotssjónum, sem e-mail í pínulitlum link á youtube. Þó maður velti fyrir sér spurningu lífsins mestan hluta ævinnar þá þarf það ekki að vera svo að svarið sé flókið, miklu frekar að það hafi alltaf verið fyrir framan nefið og að vitneskjan hafi verið meðfædd áður en barnsálin lagði af stað út í hinn stóra heim. Það mætti því ætla að óþarfi væri að eiða heilli ævi, í að komast að því sem lá ljóst fyrir barninu, um það eina sem skiptir máli, kærleikann eins og Dúna frænka segir. En hvernig er svo farið að því að flækja það eina sem skiptir máli í því sem næst heilan mannsaldur?

Ímyndum okkur að skrifuð hafi verið bók þar sem það er útskýrt er fyrir blessaðri barnsálinni í þykku og miklu ritverki andans orða, svipuðu og Biblíunni, hvernig á að læra að hjóla. Þar sem sagt er frá eðli hjólsins, hvernig jafnvægi þess virkar, hvernig á að bera sig að og í hvaða átt er hægt að fara á hjólinu. Ímyndum okkur að fólk fái þessa bók áður en það prufar að hjólað og það á að þekkja öll atriðin um það hvernig á að fara að því að hjóla þegar þar að kemur, en fyrst verði það að leggja þetta allt á minnið og ná að svara öllum spurningum með tilteknum árangri á 40 mínútna prófi áður en það fær að prufa hjólið. Gerum jafnframt ráð fyrir að þeir sem skrifuðu þykku kennslubókina og semja prófið um það hvernig á að hjóla, vilja helst ekki að við hjólum því þá gæti verið að við hjóluðum í aðra átt en þau, en vegna þess að við sjáum vísbendingar um hversu hjól eru sniðug allt í kringum okkur þá ákváðu þau að skrifa hjólreyða reglugerðarbókina svo að það væru þau sem settu þó allavega reglurnar. Með því að skrifa reglurnar um það hvernig fólk lærir að hjóla verða þau við stjórn allra okkar hjólreiðatúra, í hvaða átt við förum, hversu hratt osfv... Þannig verða allar upplýsingar um það hvernig skuli hjóla meira og minna blandaðar hagsmunum þeirra sem vildi ekki að við lærðum að hjóla, þar sem við verðum að fylgja öllum reglunum í bókinni til enda, við fengum náðsamlegast leifi til að læra að hjóla og við verðum að óska eftir endurnýjuðu leyfi í hvert skipti sem ætlum að fara út að hjóla. Þú kannt að hafa allskonar athugasemdir við þessa reglugerða bók en þú ert ekki marktækur vegna þess að þú hefur ekki löggilt leyfi til hjólreiða.

Ef tekið er mið af fagnaðarerindi Krists þá þurfti hann hvorki löggilt leifi eða bók til að hjóla, hann einfaldlega hjólaði. Í stað þess að skrifa þykka leiðbeiningabók um sínar hjólreyðar reyndi hann að fá fólk til að hjóla, en þeir sem skrifuðu reglugerðabókina um hjólreyðar hafa sett inn allskonar takmarkanir og útúrdúra sem gagnast einungis hagsmunum höfundanna. Af hverju tóku þau sem vilja stjórna kenningu Krists og brengluðu henni? Það var vegna þess að kenning hans var svo hnitmiðuð og óhrekjanleg svo þau urðu að taka fagnaðarerindið og flækja það með því að setja í bók þar sem bætt var inn mótsögnum til að villa um fyrir saklausum lesendanum. Flestir kannast við að í ritum nýja-testamentisins má finna "elskaðu óvini þína, dæmdu ekki, sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum" osfv.. Svo eru þar ýmsar mótsagnir sem rugla lesendur í ríminu og hafa verið notaðar til að ala krókódílinn. "Sá sem ekki er með mér er á móti mér" hvernig á þetta samhljóm með "elskaðu óvini þína"? Myndir þú í nafni kærleikans senda barnið þitt í fyrsta hjólreiðaferðina niður brekku þar sem það næði nægilegri ferð til að halda jafnvægi með þá leiðsögn í farteskinu að taka í handbremsuna fyrir framhjólið þegar það vildi stoppa? "Engin kemur til föðurins nema í gegnum mig" hentar höfundinum sérdeilis vel. Það eru víða setningar Nýja Testamentinu sem er erfitt að ímynda sér að Kristur hafi sagt, því þær eru í mótsögn við boðskapinn sjálfan, það sama á við þegar kemur að túlkunum Postulasögunnar og bréfa Páls. Gamla testamentið, sem er mikil lesning svo sígild að það má auðveldlega finna henni stað í nútímanum sem kvikmyndahandrit af Rambó skrifuðu fyrir eigendur og kostara Al Qaeda.

Þannig má endurskrifa fagnaðarboðskap með því að lauma inn setningum sem eru í mótsögn við einfaldan boðskap í þeim tilgangi að lesandinn þurfi heila æfi til að ná merkingunni sem lá ljós fyrir áður en hann lærði að lesa. Þess vegna er allt gert svo við trúum að við getum ekki hjólað nema að við hjólum með hjálp hjólreyðareglugerðarbókarinnar sem skrifuð er af þeim sem vilja ekki að við hjólum og höldum jafnvægi án hjálpardekkja. Eftir að íbúar þessa heims sáu í gegnum ritsnilld hinna ýmsu krossfara fyrri tíma kom upplýsingin til skjalanna, hin mikla vísindalega menntun sem upphaflega var kennd á latínu. Eftir áralangt latínustagl skildi ekki nokkur lifandi sála þann sem fór með sannleikann, það var þá sem þau fundu upp sérfræðinginn sem veit svo mikið um lítið að engin er marktækur nema vera sérfræðingur með helst fimm háskólagráður.

Það er alltaf gott að fá staðfestingu á alheimsnetinu og youtube að spurningunni um krókódílinn hefur sama svarið og þegar við Óli stóðum hlýrri sunnangolunni undir bláum himninum skafandi spýtur, minnugir kærleika bernskunnar þar sem tveir plús tveir þurftu ekki að vera fjórir frekar en okkur sýndist, vitandi upp á hár að það sem er líkt með krókódíl, er að hann getur hvorki hjólað.


Draumheimar.

Heimurinn sem við upplifum þegar við eru vakandi og heimurinn sem við upplifum í draumi svefns eru mög svipaðir, báðir eru upplifun okkar innra sjálfs.  Ef við viljum halda því fram að draumaheimurinn sé óraunverulegur þá verðum við jafnframt að halda því fram að heimurinn í vöku sé óraunverulegur, og ef við viljum halda því fram að vökuheimurinn sé sá raunverulegi, þá verðum við jafnframt að halda því fram að draumaheimurinn sé raunverulegur. 

Einu munurinn á þessum tveimur tilverustigum er að draumurinn verðir til vegna næmni óþekktra stöðva hugans á meðan vökuheimurinn verður til í okkar stóra heildar huga.  Draumheimurinn varir einungis jafnlengi og draumurinn, að sama skapi endist vökuheimurinn einungis jafnlengi og vökuástandið varir.  Þegar við deyjum hættir vökuheimurinn að vera næmur og heimurinn sem við höfum upplifað hverfur.   Heimurinn sem önnur skynjun mun samt halda áfram að vera til, en okkar persónulegi heimur mun hverfa eins óafturkallanlega og draumur í svefni næturinnar. 

Transform your life / Kelsang-bhudda bls.247.

 


Lífið er eins og bolli af kaffi.

Hópur fyrrum nemenda, sem hafði notið mikils starfsframa, voru komin saman til að heimsækja sinn gamla háskólakennara.  Samræðurnar snérust fljótlega upp í kvartanir vegna vandamála og álags sem áríðandi lífi þeirra og starfi útheimti.

Eftir að hafa boðið gestum sínum kaffi, fór prófessorinn í eldhúsið og kom til baka með stóra könnu fulla af kaffi og samsafn bolla; úr postulíni, plast, gleri, kristal; suma hefðbundna, suma rándýra, suma stórkostlega.  Hann bauð gestum sínu að gjöra svo vel og bera sig eftir kaffinu.

Eftir að allir höfðu orðið sér út um kaffi, sagði prófessorinn; Þið tókuð kannski ekki eftir því að fallegu dýru bollarnir gengu út en þeir venjulegu og ódýru voru látnir vera.  Það er eðlilegt að þið sækist aðeins eftir því besta fyrir ykkur sjálf, en í því liggur samt sem áður rót vandmála ykkar og álags.

Verið því viss um að bollinn bætir ekki gæði kaffisins.  Í flestum tilfellum gerir bollinn kaffið aðeins dýrara og í sumum tilfellum felur hann það sem við drekkum.  Það sem öll ykkar langaði í upphaflega var gott kaffi, en ekki flottur bolli.

Þið ómeðvitað sóttust eftir besta bollanum...... Og þar á eftir fóruð þið að gefa bolla hvers annars auga til að sjá hver hefði náð í þann flottasta.  Íhugið þetta.......  Lífið er kaffið; starfið, peningarnir og þjóðfélagsstaðan eru bollarnir.  Þeir eru bara verkfæri til að innihalda og gerð bollans sem við höfum skilgreinir ekki né breytir gæðum innihaldsins.

Stundum, með því að einblína aðeins á bollann, gleymum við að njóta kaffisins.  Njótum kaffisins ekki bollanna!  Ánægðasta fólkið hefur ekki það besta af öllu.  Það bara gerir það besta úr öllu.  Lifir í einfaldleika.  Talar vinsamlega.  Er umhyggjusamt og á nóg af kærleika.

Life is like a cup of coffee.


Sannir draumar.

Heimurinn sem við upplifum í vöku og draumi, þ.m.t. svefni eru jafn sannur, í báðum tilfellum upplifum við líf okkar.  Munurinn á þessum tveimur tilverustigum er að upplifanirnar verða til vegna næmni mismunandi stöðva hugans, okkar innra sjálfs.  Draumaheimurinn varir einungis jafnlengi og draumurinn á meðan vökuheimurinn á sér síendurtekið framhald í vökuástandi.  Vökuheimurinn missir samt sem áður næmi sitt, á líkan hátt og draumaheimurinn, þegar við deyjum þá verður hann jafn óafturkallanlegur og draumar næturinnar.

Tilverustig draums og vöku ættu því að vera viðurkennd sem jafn sönn.  Það sem við upplifum í vöku er í raun það sem hugur okkar hefur séð fyrir hvort sem það er í eigin dagdraumum, svefni, eða það sem oft er líklegast, þeirri innrætingu sem huga okkar er gefin af umhverfinu, t.d. uppeldi, skóla og fjölmiðlum.  Það er því mikilvægt að gera sér grein fyrir að innræting umhverfisins gengur að miklu leiti út á að hafa áhyggjur af framtíðinni, sektarkennd yfir fortíðinni en gleyma nútíðinni. Draumarnir gefa okkur aftur færi á að sjá okkur sjálf eins og við erum núna og leitast við að upplifa það í hinum efnislega vökuheimi.

Okkur hættir til að trúa því að utanaðkomandi innræting sé hinn raunverulegi heimur og heimurinn sé því utan okkar sjálfra.  Sem börn höfum við upplifað að draumurinn er raunveruleikinn vegna þess að hann býr innra með okkur sjálfum.  Barnið hefur verið á tunglinu þegar það hefur dreymt það og veit hvernig þar er í hjarta sínu, það er ekki fyrr en seinna að það fer að trúa á tálsýnina sem er há himninum og efast um eigin upplifun.  Barnið trúir t.d. ekki á karlinn í tunglinu vegna þess að því hefur verð innrætt að þar sé hann, barnið veit að karlinn býr í tunglinu þar til því er sagt að vera ekki að þessu bulli, þannig er ímyndunarafl draumanna á að engu gert og það sem á eftir kemur er kallað innræting til upplýsingar. 

Draumurinn er því sá hluti sannleikans sem við þurfum mest á að halda til að þekkja okkur sjálf og til að upplifa okkur sem heilbrigðar manneskjur í vöku þessa heims. Tálsýnin er einungis utan okkar sjálfs í vökuheiminum þegar við trúum ekki á eigin drauma.  Draumurinn er því svipaður ást við fyrstu sín, hjartað hefur gert sér mynd af því hvernig hún lítur út og þegar manneskjan birtist veistu að þetta er hún, það er ekki fyrr en seinna sem það kemur í ljós hvort er um tálsýn að ræða.   Mynd hjartans, sú mynd sem þú hefur búið til innra með þér er eftir sem áður jafn sönn.

Jesú sagði;  Lukas. 17.20-21. "Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri.  Ekki munu menn segja:  Sjá, þar er það, eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður."


Leyndardómur alheimsins.

Þegar þú stendur við tákn óendanleikans. Mun allt sem þú vilt lúta lögmáli alheimsins, sækistu eftir breytingum þá mun þér verða gefinn lykilinn. Og með þessari vitneskju kemur ábyrgðin á því að útdeila henni, þér verður sýndur vegurinn.

Þetta er mjög einfalt. Í alheiminum er regla þar sem hreyfing himintunglanna og náttúrunnar fara saman við mannshugann. Huga sem er í sínu rétta ástandi þegar hann er í samhljómi við alheiminn, og svoleiðis hugur er tímalaus.

Líf þitt er tjáning huga þíns. Þú ert skapari þíns alheims, sem maður ertu frjáls til að vera í hverju því hugarástandi sem þú óskar í gegnum hugsanir þínar og orð. Það er mikið vald í því fólgið og hvort því fylgir blessun eða bölvun er allt undir þér komið.

Gæði lífs þíns er afsprengi gæða hugsana þinna, hugleiddu það. Hugsanir eru undanfari aðgerða, aðgættu því hvað þú hugsar. Taktu eftir sjálfsvorkunnunni, öfundinni, græðginni, hræðslunni og öllum þeim viðhorfum sem valda þér sársauka og óþægindum.

Gerðu þér grein fyrir að það er eitt sem þú hefur algjört sjálfsforæði yfir, það er viðmót þitt. Taktu eftir hvaða áhrif það hefur á þá sem í kringum þig eru. Þá muntu sjá að sérhvert líf er tengt öllu lífi og viðmót þitt og orð valda viðbrögðunum eins og þegar steini er kastað í lygnan vatnsflöt.

Ef hugsanir þínar eru í lagi munu orð þín streyma beint frá hjartanu og skapa gárur kærleikans. Ef þú í raun villt breyta lífi þínu vinur, verðurðu að breyta hugsunum þínum. Ástæðan er mikilvægasta verkfærið, hún býr til andrúmsloft skilnings sem leiðir til væntumþykju sem er kærleikur. Veldu því orð þín af væntumþykju og sæktu fram með þeim.

Secret of the universe.


Efnahagsleg velgengni.

Til að byrja með geta einu vísbendingarnar fyrir fjárhagslegri framför staðfests hugarfarslega. Ef þú getur aðeins látið það nægja, án þess að ætlast til veraldlegra sannanna, mun árangurinn ekki láta á sér standa.

Þær aðstæður sem sem þarf að skapa svo úr verði augljós efnahagslegur árangur er tilfinningin fyrir því að svo verði, þannig hefur tifinningin búið til farveg fyrir aðstæðurnar. Þessar tilfinningalegu aðstæður gerir þú raunverulegar með hugarfari þínu, jafnvel þó engin önnur sönnunargögn séu merkjanleg.

Ef þú ert tilbúin til að láta hugarfar þitt og tilfinningalegt ástand vera til staðfestingar um velgengni þína, mun staðfestingin þá þegar fá framgang með betri líðan og sá dagur koma að sönnunargögnin verði sýnileg. En ef þú leitar sönnunargagna of fljótt og finnur ekki muntu missa móðinn.

Þörfin til að sjá strax árangur erfiðis er stærsta hindrunin fyrir flesta. Þegar óþolinmæðin rekur þig til að taka stöðuna of snemma, færistu frá takmarkinu sem þú stefnir að.

Engin löngun er vegna annarra ástæðna en fyrir trú þína á betri líðan við að uppfylla hana. Hvort sem það eru hlutir, haugur af peningum, góð sambönd eða líkamleg hreysti. Allar langanir stafa af þörfinni fyrir að líða betur.

Þegar þú hefur uppgötvað aflið við að líða betur fyrst, geturðu beint huganum frá vandamálunum s.s. streði, áreiti og öllu því sem þú villt ekki, beint huganum þess í stað að einfaldleika og dýpt eigin öndunar - þannig fundið leið til að leyfa huganum að dveljast annarstaðar en við óþolinmæði eigin hugsana.

Sannanir alls sem þú þráir eru að grafa sér farveginn til þín og eina hindrunin sem heldur aftur af þeim er framboð þitt af hugsunum sem valda tilfinningunni um að svo sé ekki. Þegar þú uppgötvar einfaldleika listarinnar við að leyfa ekki ónauðsynlega viðstöðu eigin hugsana, hleypirðu að öllu því sem þú hefur beðið um, því allt verður fyrst til í huganum og staðfestist með tilfinningunni.

Endursagt úr; Getting into the Vortex-The teachings of Abraham.


Fjárhagsleg velgengni.

Fjárhagsleg velgengni kemur ekki inn í líf manna vegna mikillar vinnu, heppni né greiðasemi - fjárhagslegar velgengni verður einfaldlega til þegar alheimurinn bregst við hugsun og tilfinningu um gnægtir. 

Þeir eru margir sem nálgast lífið frá þeirri röngu forsendu að ef þeir vinni hörðum höndum, striti nógu lengi og fórna nógu miklu þá verði þeir verðlaunaðir með fjárhagslegri velgengni. Og þegar þeir átta sig á að strit hefur leitt til afneitunar á lífsins gæðum en ekki til gnægta eiga þeir til að eigna það skorti á heppni eða greiðavikni annarra, sem leiðir þá svo enn lengra af braut.

En það er ekki til nein heppni eða greiðvikni þegar gnægtir eru annarsvegar. Það er aðeins spurningin um að leyfa sér eða veita viðnám, veita eða hafna, gefa eða afþakka þær gnægtir sem þú átt skildar.

Þegar þú líður skort og kennir um aðstæðum sem eru utan þíns áhrifasviðs, ásetnings eða valds, áttu aðeins þann kost að leita greiðvikni hjá þeim sem fer með það vald. En þar sem þetta vald er engum gefið sem stendur utan við þig, munt þú ekki finna það hjá öðrum en þér í leit þinni að jákvæðri niðurstöðu.  Aðeins með því að þjálfa hugsun þína í átt til jákvæðra væntinga, sjálfvirðingar og vellíðunar, þá samræmirðu hugsanir þínu sanna valdi.  Hugmyndir og möguleikar munu streyma til þín. Áhugaverð og spennandi samskipti mun umleika þig. Fólk með áhrif og væntingar mun dragast að þér eins og að segli. Tækifærin munu hljóta staðfestingu og verða óþrjótandi. Þá muntu gera þá skemmtilegu uppgötvun að allt var alltaf innan seilingar, en aðeins þitt eigið viðnám í viðmóti gerði það að verkum að þú varst ekki fær um að njóta þess......og svo kom það allt í einu - ekki vegna þess að þú stritaðir heldur vegna þess að þú leifðir þér vellíðan.

Endursagt úr; Getting into the Vortex-The teachings of Abraham.


Í algleymi.

Inn úr þínu algleymi kemur það sem veitir lífsfyllingu og yndi.  Þaðan finnst þér andi þinn vaxa ferskur og keppa eftir meiru. Með hverri uppgötvun og hverri nýrri stöðu vex tilfinningin fyrir því að komast lengra í nýjum ferskleika.

Þegar þú ert utan sköpunar algleymis þíns, með athyglina á það sem þig vantar, jafngildir það því að biðja um að svo verði áfram. Þegar þú veist hvað þú vilt ekki, ættirðu að vita hvað þú vilt, en þú hefur ekki aðgang, því þú ert utan algleymis sköpunar þinnar. Með öðrum orðum þú getur ekki komist í streymi góðra efnisþátta þegar hugur þinn er upptekinn við annað, þú einfaldlega hefur ekki tvöfalt val á sama tíma. En þegar þú ert í þínu algleymi, eru allar tilfinningar góðar, og þar af leiðandi velurðu það sem þú vilt. Þannig velur þú af því besta sem lífið hefur að bjóða.

Auðvitað er ávinningur að því að vita muninn á hvað þú vilt og vilt ekki, en það er ekki nauðsynlegt að finna óþægindi af því sem þú vilt ekki til að vaxa í þá átt sem þú vilt. Þú getur einungis horft til þess sem þú vilt og notið takmarkalsuss framboðs góðra kosta við mótun þíns veruleika. 

Jafnvel á meðan þú ert að velja út frá vellíðan algleymisins af þeim kostum sem í boði eru, þá ertu um leið að skapa nýja möguleika, nýjar hugmyndir og nýja vaxtarmöguleika. Þú ert ekki aðeins að skapa nýja efnisþætti til upplýsingar inn í þína lífsreynslu, þú ert um leið að búa til áframhaldandi nýja framtíðarsýn til að njóta fleiri uppgötvana, fleiri sambanda, meiri efnistaka, fleiri samsetninga, meiri ævintýra, meiri vitneskju, fleiri óska, meira þakklætis..............

Það þarf alltaf að koma til eitthvað nýtt til að endurnýjast ............ uppspretta sem býður kærleika og gleði sem kallar á þig til óendanlegs vaxtar fyrir fleiri.

Endursagt úr; Getting into the Vortex-The teachings of Abraham.


Tækifæri lífsins.

Á þessari stundu, í tíma og rúmi, ert þú nákvæmlega þar sem þú átt að vera. Lífskrafturinn innra með þér skapar líf þitt með þeirri eftirvæntingu sem hann skinjar í gegnum veraldlega upplifun þína og notar svo samkvæmt mikilvægi hennar.

Þegar upp koma aðstæður þar sem skýr ný spurning fæðist innra með þér, þá liggur leiðin inn í nýjan veruleika. Jafnvel þó svo svarið við spurningunni virðist út í hött, ertu samt sem áður komin vel á veg á leið þinni til persónulegs vaxtar.

Meir að segja þegar þú ert á kafi í vandamálum, jafnvel í miðri kreppu, geturðu vaxið og dafnað á þinn hátt. Og jafnvel þó lausnin við vandamálunum virðist ekki vera á þínu valdi, þá er það ekki svo.

Hvenær sem athygli þín beinist að erfiðu vali eða vandamáli varðandi líf þitt, fylgir samsvarandi lausn.

Frá sjónarhorni andans er þetta ekki öðruvísi en þegar þú tekur ákvörðun um að beita þér líkamlega. Þú skilur fullkomlega ferli þeirra orsaka og afleiðinga, sem urðu til þess að þú ert komin á þennan stað á þessari stundu.  Til að komast hingað í lífinu sem þú ert nú, komstu með hugmyndum þínum og gerðum.  Einnig með samvinnu við samferðamenn, með því að gera þá að meðhöfundum þeirra svara sem þú leitaðir, þannig varst þú jafnframt hvati fyrir þá til vaxtar.

Eins og lífið færir stöðugt nýjar spurningar, þá færir það einnig ný svör, sem verða svo til frekari framfara.  Allt sem er, hefur hag af vilja þínum til að lifa lífinu með kostum þess og göllum, spurningum og svörum.

Vegna þess hve lífskrafturinn innra með þér er meðvitaður um vissunni fyrir því að með spurningu fylgir svar, þá mun hver hluti veraldlegrar leitar þinnar vera þegin með þökkum og undirvitund þín færa þér svar í samræmi við þá leit.

Í gegnum lífið ættirðu umfram allt öðlast þann andlega þroska, að vandamál hættir að vera vandamál og verður það sem það í raun er - tækifæri lífsins.

Endursagt úr; Getting into the Vortex-The teachings of Abraham.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband