Í algleymi.

Inn úr þínu algleymi kemur það sem veitir lífsfyllingu og yndi.  Þaðan finnst þér andi þinn vaxa ferskur og keppa eftir meiru. Með hverri uppgötvun og hverri nýrri stöðu vex tilfinningin fyrir því að komast lengra í nýjum ferskleika.

Þegar þú ert utan sköpunar algleymis þíns, með athyglina á það sem þig vantar, jafngildir það því að biðja um að svo verði áfram. Þegar þú veist hvað þú vilt ekki, ættirðu að vita hvað þú vilt, en þú hefur ekki aðgang, því þú ert utan algleymis sköpunar þinnar. Með öðrum orðum þú getur ekki komist í streymi góðra efnisþátta þegar hugur þinn er upptekinn við annað, þú einfaldlega hefur ekki tvöfalt val á sama tíma. En þegar þú ert í þínu algleymi, eru allar tilfinningar góðar, og þar af leiðandi velurðu það sem þú vilt. Þannig velur þú af því besta sem lífið hefur að bjóða.

Auðvitað er ávinningur að því að vita muninn á hvað þú vilt og vilt ekki, en það er ekki nauðsynlegt að finna óþægindi af því sem þú vilt ekki til að vaxa í þá átt sem þú vilt. Þú getur einungis horft til þess sem þú vilt og notið takmarkalsuss framboðs góðra kosta við mótun þíns veruleika. 

Jafnvel á meðan þú ert að velja út frá vellíðan algleymisins af þeim kostum sem í boði eru, þá ertu um leið að skapa nýja möguleika, nýjar hugmyndir og nýja vaxtarmöguleika. Þú ert ekki aðeins að skapa nýja efnisþætti til upplýsingar inn í þína lífsreynslu, þú ert um leið að búa til áframhaldandi nýja framtíðarsýn til að njóta fleiri uppgötvana, fleiri sambanda, meiri efnistaka, fleiri samsetninga, meiri ævintýra, meiri vitneskju, fleiri óska, meira þakklætis..............

Það þarf alltaf að koma til eitthvað nýtt til að endurnýjast ............ uppspretta sem býður kærleika og gleði sem kallar á þig til óendanlegs vaxtar fyrir fleiri.

Endursagt úr; Getting into the Vortex-The teachings of Abraham.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband