Mennska

Mennska II

Mennska – Mannaz: er Asks og Emblu og þeirra afkomenda. Rúnin stendur fyrir sjálfsmynd einstaklingsins viðhorfi hans til annarra og þeirra til hans. Vitundar, félagslegrar stöðu, mannlegra þarfa og alls þess mannlega. Mennska hefur að gera með tilfinningalega greind og kunnáttu til að draga ályktanir. Mennskunni má líkja við hrafna Óðins, Hugin sem var hugsunin og Munin sem hafði mynnið. Eins er rétt að hafa í huga að rúnin hefur tengingu í Mímisbrunn sem gaf Óðni aðgang að óskráðri visku alheimsvitundarinnar, nátengdu hugtakinu akashic record í Sanskrít.

Völvuspá menskunnar; Þú leitar viðurkenningar í félagskap við aðra. Ástundaðu sjálfsskoðun, þig gæti skort sjálfstraust og verið einmana þó ekki sé ólíklegt að þú eigir mikil samskipti við annað fólk og eigir á meðal þess verndara og velvildarmenn. Það sem hjálpar er skýr hugsun og vilji til að breyta. Ræktaðu þau vináttusambönd sem þú þegar hefur, vertu hvorki þröngsýnn né áfellast aðra, leitaðu sjálfur eftir félagskap. Leitastu við að vera viðmótsþýður, trúr og hófsamur, hverjir sem kostir þínir eru, þannig mótarðu jákvæða stefnu í þínu lífi. Rétt samband við sjálf þitt er mjög mikilvægt, á því byggirðu samband þitt við æðri máttarvöld. Leggðu þig fram um að lifa venjulegu lífi á óvenjulegan hátt.

Loka annmarkar mennsku; þunglyndi, sjálfseyðingarhvöt, lævísi, slægð, röng reikningsskil. Forðastu harkalega sjálfsgagnrýni og einmanaleika.

Rúnin mennska hljómar sem bókstafurinn M, steinn demantur, frumefni loft, rún Heimdallar, Óðins og Frigg.

Vin sínum

skal maður vinur vera

og gjalda gjöf við gjöf

Hlátur við hlátri

skyli höldar taka

en lausung við lygi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband