Lífið er eins og bolli af kaffi.

Hópur fyrrum nemenda, sem hafði notið mikils starfsframa, voru komin saman til að heimsækja sinn gamla háskólakennara.  Samræðurnar snérust fljótlega upp í kvartanir vegna vandamála og álags sem áríðandi lífi þeirra og starfi útheimti.

Eftir að hafa boðið gestum sínum kaffi, fór prófessorinn í eldhúsið og kom til baka með stóra könnu fulla af kaffi og samsafn bolla; úr postulíni, plast, gleri, kristal; suma hefðbundna, suma rándýra, suma stórkostlega.  Hann bauð gestum sínu að gjöra svo vel og bera sig eftir kaffinu.

Eftir að allir höfðu orðið sér út um kaffi, sagði prófessorinn; Þið tókuð kannski ekki eftir því að fallegu dýru bollarnir gengu út en þeir venjulegu og ódýru voru látnir vera.  Það er eðlilegt að þið sækist aðeins eftir því besta fyrir ykkur sjálf, en í því liggur samt sem áður rót vandmála ykkar og álags.

Verið því viss um að bollinn bætir ekki gæði kaffisins.  Í flestum tilfellum gerir bollinn kaffið aðeins dýrara og í sumum tilfellum felur hann það sem við drekkum.  Það sem öll ykkar langaði í upphaflega var gott kaffi, en ekki flottur bolli.

Þið ómeðvitað sóttust eftir besta bollanum...... Og þar á eftir fóruð þið að gefa bolla hvers annars auga til að sjá hver hefði náð í þann flottasta.  Íhugið þetta.......  Lífið er kaffið; starfið, peningarnir og þjóðfélagsstaðan eru bollarnir.  Þeir eru bara verkfæri til að innihalda og gerð bollans sem við höfum skilgreinir ekki né breytir gæðum innihaldsins.

Stundum, með því að einblína aðeins á bollann, gleymum við að njóta kaffisins.  Njótum kaffisins ekki bollanna!  Ánægðasta fólkið hefur ekki það besta af öllu.  Það bara gerir það besta úr öllu.  Lifir í einfaldleika.  Talar vinsamlega.  Er umhyggjusamt og á nóg af kærleika.

Life is like a cup of coffee.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góð dæmisaga, þó kom mér í hug þeir sem velja að drekka kaffi úr glasi frekar en fínum bollum.  Hvað skyldi það nú þýða?

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.3.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband