Lögur

Lögur II

Lögur – Laguz; flæði, vatn, það sem stýrir. Rúnin stendur fyrir þolinmæði og útsjónarsemi því dropinn holar steininn, vatn getur smogið víða þó farvegurinn sé ekki augljós. Lífið á jörðinni þróaðist af vatni og allar lífverur hafa lært að nýta sér eiginleika þess, t.d. er um 70% mannslíkamans vatn. Lögurinn (vatnið) uppfyllir þörf okkar fyrir flæði lífsins án þess að þurfa að vega og meta eða skilja. Lögur býr yfir hinu dulmagnaða minni, þar sem framtíðin er kölluð úr djúpi óendanlegrar fortíðar. Vatn er tákn undirmeðvitundarinnar, hinnar ómeðvituðu lífs orku. Allt líf er háð vatni því er lögur samnefnari alls lífs. Þó lögurinn sé grundvöllur lífs býr hann jafnframt yfir eyðandi mætti, sem getur birst með stjórnleysi eða skorti á sköpunargáfu.

Völuspá lagarins; lögur er rún djúprar þekkingar sem krefst þess að þú leggir rækt við andleg málefni og undirbúning sjálfsþroska. Árangur þinn byggist alfarið á innsæi þínu og að þú lagir þig að þínu eigin hljómfalli. Þar stendur lögur fyrir ímyndunarafli, draumum og öðru í þínu eðli sem ekki er auðvelt að henda reiður á. Þú ert kannski hæglátur og lætur lítið á þér bera, en stefnir samt að markmiðum þínum. Hið óþekkta er falið djúpt í undirvitund þinni; draumar, fantasíur, leyndardómar. Ímyndunaraflið er frjótt og þú ert skapandi, en þú þarft að gera ráðstafanir til að láta drauma þín rætast. Ræktaðu jafnframt líkamann, hugsaðu vel um heilsuna.

Loka annmarkar lagarins; gættu þín á þráhyggju og reyndu að sitja ekki fastur í sama fari. Leitaðu aðstoðar ef þunglyndi, ótti eða gæfuleysi af einhverju tagi banka upp á.

Rúnin lögur hljómar sem bókstafurinn L, frumefni vatn, pólun kona, steinn perla, rún Njarðar.

Sér hún upp koma öðru sinni

jörð úr ægi iðjagræna

Falla fossar, flýgur örn yfir

sá er á fjalli fiska veiðir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband