Pottur

PotturII

Pottur – Perthro; leyndardómur, ráðagáta. Varðandi þessa rún er rétt að hafa í huga að merking hennar hefur ávalt vafist fyrir mönnum. Orðið perthro er t.d. ekki til yfir neitt annað en þessa rún. Hún hefur helst verið tengd við kvenlega eiginleika, s.s. örlaganornarinnar Urðar við suðupott hinnar eilífu hringrásar. Rúnin tengist yfirleitt góðum væntingum til fyrirfram ákveðinna örlaga. Hún er einnig rún kvenlegrar frjósemi, því stundum kennd við sköp kvenna, enda voru örlagnornirnar Urður, Verðandi og Skuld stundum kallaðar skapanornirnar.

Völuspá pottsins; örlögin hafa þegar ákveðið upphafið og endirinn, en þar á milli liggja orsakir og afleiðingar þar sem þitt er að ákveða. Þar er ekkert einskisvert, allt er munað. Þessi rún getur verið dyr að óuppgötvuðum hugmyndum þar sem þú missir þær sem þú áttir fyrir, líku því þegar við spurningu fæst svar sem býr til fleiri spurningar. Hvað viðkemur hversdagslífinu má búast við einhverju sem kemur á óvart, sem kona gætir þú verið þunguð, eða átt von á jákvæðum breytingum á fjölskylduhögum. Haltu verndarhendi yfir fjölskyldu, börnum eða öðrum sem þarfnast þess, ræktaðu vinatengsl.

Loka annmarkar pottsins; gerðu ráðstafanir til forðast stöðnun, einmanaleika, fíkn og lasleika. Ekki bregðast trausti annarra, varðveittu leyndamál. Menn eiga að njóta lífsins og vera vígdjarfir þar til kallið kemur sem allir verða að hlýða.

Rúnin pottur hljómar bókstafinn P, frumefni vatn, pólun kona, blá-grænn eðalsteinn, rún Friggjar og Urðar.

Þagalt og hugalt

skyldi þjóðans barn

og vígdjarft vera

Glaður og reifur

skyli gumna hver

uns sinn bíður bana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband