Eir

Eir II

Ýr (Eir) – Eihwas; samningar, sveigjanleiki, útsjónarsemi, styrkur, ending, vörn. Eir er rún sveigjanleika og marksækni, enda stundum líkt við ývið þann og eir sem notaður var í boga og örvarodda Ullur stjúpsonar Þórs sonar Sifjar, sem sagður var svo góður bogamaður að engin mátti við hann keppast. Til að ná markmiðum getur þurft að fara krókaleiðir sveigjanleika og samninga. Eir er jafnframt rún vitundar sem opnar dyr skynjunar. Hana má nota við hugleiðslu, töfra eða til seiðmögnunar. Orka hennar bylgjast upp og niður hryggsúluna líkt og um bol lífsins tré. Það er hægt að ferðast um greinar Yggdrasil og kanna víddir þess efra sem neðra, til að öðlast guðlegan kraft við að endurhlaða vitund orku og innsæi.

Völuspá Eirs; hver raun styrkir þig svo framarlega sem hún er notuð til að afstýra ósigri. Þetta er það sama og nýta sér það sem kölluð eru mistök, en er í raun lærdómur. Farðu þér hægt, því töf getur komið sér vel þegar hvorki er staður né stund. Með því lærirðu að sniðganga það í lífinu sem veldur kvíða og óöryggi. Eir boðar þolinmæði, að hafa biðlund þegar enga þýðingu hefur að hafa frekari áhrif á gang mála. Nýttu þér tíman sem töfin gefur, vertu þrautseigur og sveiganlegur, notaðu útsjónarsemina við að setja þér markmið. Bíddu svo þess góða sem koma skal.

Loka annmarkar Eirs; forðastu þrætur og misskilning, greiddu úr ringulreið með því að koma á jafnvægi og samlyndi. Íhugaðu veikleika þína og reyndu að bæta úr þeim.

Rúnin Eir hljómar bókstafina E og Y, frumefnin eru fjögur (jörð, loft, eldur, vatn), pólun kona, steinn tópas, rún Ullur. 

Ýr er bendr bogi

ok brotgjarnt járn

ok fífu fárbauti

arcus ynglingr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband