27.4.2022 | 13:10
Í ólgusjó
Þegar yfirborði tifinningalegrar vitundar í tjáningu veður ekki náð vegna rökhugsana hefur sjálfhverfan tekið stjórn tilverunnar sem virkur þátttakandi í félagslegum veruleika.
Upplifun tilfinninga verður þannig að ölduróti með djúpum dölum og toppum, þar sem tilfinningarnar brotna á endanum eins og brim við grýtta strönd í formi reiði, missis og sorgar.
Þráhyggjan felst í ásókninni í félagslegan samanburð, sem viðheldur neikvæðum tilfinningum, og er takmarkandi vegna endalausra efasemda um eigin stöðu og getu.
Farvegur þannig hugsana kaffærir ítrekað möguleika hjartans.
Athugasemdir
Kærar þakkir fyrir þessi vísdómsorð.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.4.2022 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.