Færsluflokkur: Lífstíll
9.2.2009 | 23:10
Að leggja til hliðar.
Það getur virst vera tímaskekkja að íhuga að koma sér upp varasjóð á þessum tímum kreppu og botnlausra skuldsetningar. En sennilega er aldrei eins mikil ástæða til að hefja það ferli eins og á þessum tímum. Þær eru margar aðferðirnar sem má nota til að ná árangri á þeirri vegferð. Ein sú allra árangursríkasta er sú að vera sjálfum sér nógur á sem flestan hátt. Það að hafa landskika til umráða getur séð fyrir kartöflum og grænmeti, það að hafa aðgang að bát getur orðið til þess að fiskur verður á borðum eða hreinlega það að hafa tíma til að skipta á vinnuframlagi við þann sem hefur það til greiðslu sem þér gagnast.
Takmarkanir byggðar á vana, svo gæti átt við þegar maður telur sér ekki fært að hefja reglubundinn sparnað. Það er alltaf hægt að byrja á reglubundnum sparnaði. Það þarf ekki að veru um stórar upphæðir að ræða í hvert skipti heldur að venja sig á að leggja til hliðar reglulega "því safnast þegar saman kemur".
Tvær góðar ástæður fyrir því að leggja til hliðar.
- Til að mæta óvæntum kostnaði.
- Þegar tækifæri kemur upp, er gott að eiga varasjóð svo hægt sé að grípa það.
Með því að venja sig á sparnað öðlast maður frelsi. Skuldugur maður er ekki frjáls. Skuldugur maður án atvinnu og sparifjár, er ver settur en maður í fangelsi. Skuldlaus maður sem á sparifé er frjáls sem fuglinn.
Þó svo maður skuldi er nauðsynlegt að koma sér upp sparifé, til að mæta áföllum eða til að grípa tækifæri. Skuldir er gott að losna sem fyrst við en ekki alfarið á kostnað sparnaðar. Skuldir ber að greiða niður með reglulegum afborgunum eins verður sparifé til með markvissum sparnaði, sem má jafnvel nota til að losna við skuldir á einhverjum tímapunkti.
Jesú sagði; Lukas 16.9 Aflið yður vina með hinum rangláta mammón, svo að þeir taki við yður í eilífar tjaldbúðir, þegar honum sleppir.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 21:06
Heillandi persónuleiki.
Aðlaðandi framkoma hjálpa okkur að eiga góð samskipti. Persónutöfrar hjálpa þér að ná fullkomnu valdi á helstu ástæðu misbrests - vanhæfni til að eiga góð samskipti við fólk.
Gefðu bros í amstri dagsins;
Það kostar ekkert en ávinnur mikið. Það auðgar þá sem fá það án þess að svipta þá neinu sem veita það.
Það gerist í einni svipan en minningin um það geymist oft ævilangt.
Enginn er svo ríkur að hann geti verið án þess og enginn er svo fátækur að geta ekki gefið það og orðið ríkari fyrir vikið.
Mundu að enginn þarf eins á brosi að halda og sá sem hefur ekkert að gefa.
Aðdráttarafl þitt og það hvort öðrum finnst þú vera áhugaverður stendur í beinu sambandi við þann áhuga sem þú sýnir öðrum. Sýndu verkum og áhugmálum annarra einlægan áhuga og þeir munu laðast að þér.
Aðdráttarafl þitt verður til við að sýna náunganum áhuga, með því munt þú komast að hvers hann þarfnast. Með því að leitast við að útvega honum það geturðu komist í samband við annan sem hefur það og býður, þannig veitirðu náungum þínum þjónustu. Sýndu öðrum áhuga og veittu þeim þjónustu, það þarf ekki að kosta þig neitt en þú munt uppskera. Þeim fleiri sem þú sýnir áhuga, þeim fleiri kynnist þú og veist hvað þeir þrá og meiri möguleikar eru því að þú þekkir þann sem getur veitt þeim það. Sýndu öðrum áhuga og þjónustu og þú ert í ánægjulegum samskiptum.
Aðlaðandi persónuleiki er sá sem notfærir sér ímyndunarafl og samvinnu.
Flestum okkar langar til að búa við allsnægtir. Níutíu af hundraði þeirra sem gera áætlanir um að eignast þær í gegnum peninga eru með hugann við að þá vanti, en nota minni hugsun í þjónustuna og ánægjuna sem þeir ætla að veita öðrum. Vendu þig á að hugsaðu út frá allsnægtum en ekki skorti því takmarkanirnar verða til í þínum huga.
Þegar þú talar og skrifar leitastu þá við að nota orðið "þú" í stað orðsins "ég", og settu mál þitt þannig fram að að þeim sem þú ert að hafa áhrif á upplifi útkomuna sem sína.
Þú getur fegrað sjálfan þig með klæðnaði samkvæmt nýjustu tísku, og sýnt óaðfinnanlega framkomu að ytra útliti, en ef græðgi, öfund, hatur, afprýðisemi, ágirnd eða sjálfselska býr í hjarta þínu mun aðdráttarafl þitt aðeins laða þá að þér sem eins er ástatt um. "Líkur sækir líkan heim", þess vegna geturðu verið viss um að aðdráttarafl þitt dregur þá að þér sem eru með svipuð lífsviðhorf og þú.
"Það er betra að vera stór maður í litlum bæ en lítill maður í stórborg, það er svo miklu auðveldara."
Til að byggja upp aðlaðandi persónuleika skaltu gera þér gein fyrir hverskonar persóna þú vilt vera, gefðu þér tíma daglega til að sjá fyrir þér í huganum þessa persónu.
Helstu þættir aðlaðandi persónuleika.
- Gerðu annað fólk að áhugamáli þínu og gerðu þér far um að finna það góða í því og hafðu orð á því við það með hrósi. Finndu einhverja til að hrósa daglega.
- Vendu þig á að tala skýrt og sannfærandi, bæði í venjulegum samræðum og á mannamótum.
- Klæddu þig við hæfi hvað varðar líkamlegt atgervi og það starf sem þú sinnir.
- Þróaðu með þér jákvæðan persónuleika á meðvitaðan hátt með því að sjá þig fyrir þér í huganum daglega jákvæðan.
- Leggðu upp úr hlýju og traustu handartaki, eins þeim kveðjum sem þú notar í samskiptum við fólk.
- Laðaðu aðra að þér með því að laða þig fyrst að þeim.
- Mundu að einu ástæðurnar sem takmarka þig í þessum efnum eru þær sem þú setur upp í eigin huga.
Þessar sjö ábendingar taka yfir helstu þætti aðlaðandi persónuleika, sem mun þroskast með þér ef að þú einsetur þér að aga þig í að sjá fyrir í huga þínum þá persónu sem þú vilt vera.
Jeaú sagði Mark.12.31 Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 23:24
Eldmóður.
Eldmóðurinn er drifkraftur alls. Án hans er allt þungfært en með honum verða allir vegir færir. Starfaðu að áhugamálum þínum og starfi með eldmóði og þú munt hafa orku til að koma miklu til leiðar.
Fjárhagstaða, atvinnuleysi og ýmsar kringumstæður sem þú hefur ekki fulla stjórn á geta þvingað þig í stöðu sem þú hefur ekki áhuga á, en enginn getur komið í veg fyrir að þú skipuleggir í huga þínum, þitt aðal markmið, þá framtíð sem þú vilt að verði, enginn getur komið í veg fyrir að þú finnir leiðir sem gera þetta markmið þitt að veruleika og enginn getur komið í veg fyrir að þú vinnir að markmiðum þínum með eldmóði.
Hamingja er það sem alla dreymir um, hún er hugarástand sem verður til við að vinna að framtíðar áformum. Hamingjan býr í nútíð og framtíð en ekki í fortíðinni.
Eitt af því hagnýtasta sem sérhver maður getur lært er sú list að notfæra sér þekkingu og reynslu annarra.
Eldmóður og viðmót þurfa að fara saman, það skiptir ekki alltaf máli hvað gott er sagt heldur hvernig það er sagt. Viðmótið sem þú sýnir getur haft úrslita áhrif á það hvort tilætluðum árangri verður náð. Viðmótið ætti ávalt að gefa til kynna umhyggju fyrir öðrum, ef viðmótið gefur til kynna eigingirni er lítil von til að áform þín nái fram að ganga. Markmiðið getur eftir sem áður verið það sama hvað þig varðar en gagnist það einnig öðrum eru meiri líkur til að það nái fram að ganga.
Mundu; að engum hefur tekist að vera sannfærandi með orðum eða gerðum, ef það samræmist ekki eigin sannfæringu, og ef það er reynt mun mistakast að hafa áhrif á aðra. Hafðu þetta í huga hvað varðar þá framtíð sem þú ætlar þér.
Jesú sagði Matt. 21.22 Allt sem þér biðjið í bæn yðar, munuð þér öðlast, ef þér trúið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 15:44
Sjálfstraust.
Er það ekki undarlegt að við óttumst mest það sem aldrei gerist? Að við eyðileggjum frumkvæði okkar með ótta við ósigur, þegar hann í raun, er nothæfur lærdómur og ætti að vera viðurkenndur sem slíkur.
Kannast þú ekki við að þora ekki að gera hluti, sem þig langar til að prófa og spyrja spurninga sem þig langar til að spyrja, vegna þess að þú ert hræddur við að gera mistök eða vera álitinn heimskur eða verða að athlægi. Edison gerði fleiri hundruð tilraunir áður en honum tókst að láta loga á ljósperunni sem breytti heiminum og lýsir okkur öllum í dag. Hvað ef hann hefði hætt í annarri eða þriðju tilraun vegna þess að hann vildi ekki að einhver hugsaði; er fíflið enn að rembast við að láta ljós kvikna í glerkúlu? En hann hélt áfram og lærði af fleiri hundruð mislukkuðum tilraunum.
Uppskrift að sjálfstrausti.
- Ég veit að ég hef getu til að sigrast á því mólæti sem verður á vegi mínum við að ná markmiði mínu. Því heiti ég á sjálfan mig að halda fast við, með áleitni og stöðugum aðgerðum, þar til ég öðlast það sem ég stefni að.
- Ég geri mér grein fyrir að ráðandi hugsanir mínar munu að lokum koma fram með því að framkalla sýnilegan raunveruleika. Þess vegna mun ég einbeita huga mínum í 30 min. daglega í það verkefni að hugsa um þá persónu sem ég ætla mér að verða. Með því ætla ég að skapa mynd af þessari persónu og gera þá mynd að veruleika með hagnýtum hætti.
- Ég veit að í gegnum lögmál hugljómunar munu þeir draumar sem ég held staðfastlega í huga mínum fyrr eða síðar ná fram ganga í raunveruleikanum. Þess vegna ætla ég að nota 10 min. daglega til að þroskast eftir þeim leiðum sem munu efla viljastyrk minn.
- Ég hef gert mér skýra grein fyrir því, og skrifað það niður sem er mitt megin markmið í lífinu næstu fimm árin. Ég hef sett mér takmark fyrir hvert af þessum fimm árum. Með strangri notkun á lögmáli mikilvirkrar fullnægjandi þjónustu sem ég mun láta af hendi í staðinn.
- Ég geri mér fyllilega grein fyrir að engin velsæld eða staða getur enst til lengdar nema að vera byggð upp á sannleika og réttlæti. Þess vegna mun ég ekki hafa uppi neina þá tilburði sem ekki koma öllum vel sem þeir hafa áhrif á. Ég mun ná velgengni með því að laða að mér þá krafta sem ég óska eftir að geta notað í samstarfi við annað fólk. Ég mun fá aðra til að reynast mér vel vegna þess að ég reyndist þeim vel að fyrra bragði. Ég mun útrýma hatri, öfund, afprýðisemi, sjálfselsku og vantrausti með því að þróa með mér velvilja til allra manna, af því að ég veit að neikvætt viðhorf gagnvart öðrum mun aldrei færa mér velgengni. Ég mun fá aðra til að trúa á mig vegna þess að ég trúi á þá og sjálfan mig.
"Dag eftir dag mun ég njóta velgengni ".
Jesú sagði:Lukas 11.9 Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 21:20
Væntingar eru þýðingarmeiri en staðreyndir.
"Það er til örugg leið til að komast hjá gagnrýni; gerðu ekkert og vertu ekkert, kæfðu allan metnað."
Einbeiting er það sem fær hugann til að halda sér við ákveðna væntingu, þar til hann hefur fundið leiðir til að koma henni til leiðar.
Tvö áríðandi lögmál fá hugann til að einbeita sér að ákveðinni ósk. Það eru vani og eðlisávísun.
Vani fær þig til að gera það sama aftur og aftur og hugsa sömu hugsanirnar aftur og aftur þar til þær eru orðnar að föstum venjum sem erfitt er að breyta. Smá saman verða þessar venjur hluti af undirmeðvitund þinni og munu hafa áhrif á allt sem þú gerir. Þú ferð að velja umhverfi þitt samkvæmt þessum vana svo að það verði andleg fæða fyrir óskir þínar. Stjórnaðu því vana þínum eins og hægt er, en forðastu að vera þræll slæms ávana. Til að losna við slæma ávana er best og jafnvel eina leiðin að setja nýjan og betri í staðinn. Í hvert skipti sem þú ferð yfir ósk þína í huganum gerir vanin "slóðina dýpri" og óskin verður nær því að rætast.
Leiðbeiningar um það hvernig þú getur notað vana til að öðlast það sem þú óskar þér.
- Við að móta vanahugsun skaltu setja eldmóð og kraft í hugsun þína. Sjáðu og finndu það sem þú þráir, upplifðu það í huga þínum. Gerðu þetta reglulega þar til vaninn hefur gert djúpa slóð sem auðvelt er að fara eftir.
- Einbeittu þér að nýjum vana hugsunum og haltu þér frá gamla ávananum. Gleymdu öllu um gamla ávanan og láttu þig aðeins varða um nýju vana hugsunina sem samræmist ósk þinni og markmiði.
- Ferðastu um nýju vana slóðina þína eins oft og þú getur. Búðu til aðstæður til að getað það, en ekki láta þær verða til fyrir heppni og vegna þess að þú hefur tíma. Því oftar sem þú venur þig á að hugsa um það sem þú þráir því skýrara sérðu það fyrir þér. Þannig hefurðu troðið slóð fyrir nýjan ávana.
- Þú skalt standast freistinguna að hugsa af gömlum vana fortíðarinnar, því hvert skipti sem þú stenst freistinguna því sterkari verðurðu og auðveldar verður það fyrir þig standast hana í næsta skipti. En í hvert skipti sem þú lætur undan freistingunni því erfiðara verður að standast hana í næsta skipti sem hún gerir vart við sig. Þetta verður barátta í byrjun þar sem þú skalt nota einbeitinguna og viljastyrkinn.
- Vertu öruggur með það að þú hafir séð fyrir þér rétta leið að þínu aðalmarkmiði. Farðu svo af stað án alls efa, líttu ekki til baka, láttu vanan troða djúpa slóð sem liggur beint inn í það markmið sem þú þráir.
Það eru náin tengsl á milli eðlisávísunar og vana. Segjum að þú sért að leggja göngustíg þá er eðlisávísunin verkfærin, einbeitingin er höndin og vanin er uppdrátturinn. Hugmynd sem þú óskar þér að komist í framkvæmd verðurðu að halda að undirmeðvitundinni af trú og staðfestu með vananum þar til hún hefur fengið varanlega ásýnd í líkingu við uppdrátt eða áætlun.
Ef þér finnst kringumstæðurnar sem þú ert í ekki vera þér í hag varðandi þitt aðal markmið breyttu þeim þá í huga þér og sjáðu þær fyrir þér eins og þær þurfa að vera, einbeittu huga þínum að þessu þar til þær verða að veruleika. Eins og mögulegt er skalt þú vera í sambandi við þá sem hafa skilning á markmiði þínu, og með viðhorfi sínu hvetja þig til dáða, vekja með þér eldmóð og sjálfstraust. Mundu að hvert orð sem þú heyrir, allt sem þú sérð og hvað það sem hefur áhrif á skilningsvit þín mun hafa áhrif á hugsun þína. Því er svo mikilvægt að þú umgangist fólk sem hefur trú á því sem þú ert að gera og örvar þig í að ná markmiði þínu, eins að verða þér út um efni sem leiða þig í jákvæðan hugsunarfarveg. Þannig m.a. stjórnarðu kringumstæðum þínum.
"Sá maður sem fær enga umbun fyrir vinnu sína nema þá sem er á launaseðli hans, er undirborgaður hvað svo sem launin eru há í peningum."
Töfralykillinn að því að opna allar dyr fyrir þér, hvort sem það er til ríkidæmis, frægðar eða hamingju, er einbeiting. Einbeiting er það sem fær þig til að gera að vana þínum að fara aftur og aftur yfir ákveðið atriði þar til það verður að veruleika.
Með einbeitingunni getur þú beint huga þínum í að hugsa um það góða og það sem þú villt að verði. Metnaður og þrá er drifkraftur einbeitingarinnar, án þessara þátta er töfralykillinn ónothæfur.
Einbeiting er í raun það að hafa stjórn á því hvert þú beinir athygli þinni. Lærðu að halda athygli þinni á ákveðnu málefni í hvað langan tíma sem þú þarft og þú hefur fundið veginn að orku og allsnægtum. Þetta er einbeiting. Þú skalt jafnframt hafa í huga að málefni sem tveir eða fleiri koma sér saman um að nái fram að ganga nýtur mun meiri athygli og einbeitni en þegar einn á í hlut, þar hefur verið skapaður "master mind". "Master mind" er ekki annað en hópur manna sem einbeita sér í fullum samhljómi að því að ákveðið markmið nái fram að ganga.
Jesú sagði Lukas 11.9 Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 22:50
Grundvöllur alls árangurs er að vita hvað þú vilt.
HHHH lögmálið: Gerðu þér grein fyrir HVAÐ þú vilt, HVENÆR þú vilt það, HVERSVEGNA þú vilt það og HVERNIG þú hyggst ná því.
"Allir geta BYRJAÐ en aðeins þeir ákveðnu KLÁRA".
Gerðu það að þínu aðalmarkmiði sem þú vilt að verði að veruleika í þínu lífi, gerðu þér því grein fyrir hvers þú óskar þér að verði að veruleika, í hvaða stöðu þú vilt helst vera í t.d. eftir fimm ár. Gerðu það að þínu höfuðmarkmiði og taktu mið af því í öllum þínum gerðum þannig muntu öðlast það.
Ekki dreifa kröftunum með því að eltast við aðrar óskir sem samræmast ekki aðalmarkmiði þínu, þær eru yfirleitt ekki annað en dægurflugur og hugdettur. Enn síður skaltu dreifa kröftum þínum við að hugsa neikvæðar hugsanir og gefa því neikvæða í heiminum athygli þína.
Það er ekki nóg að óska einhvers þú verður að ákveða hvaða árangri þú ætlar að ná og trúa því að þú náir honum. Að greina ekki muninn á því að trúa og óska getur komið í veg fyrir að þú náir markmiðum þínum.
Þegar þú hefur ákveðið þitt höfuð markmið skaltu láta þá vita sem næst þér standa að hverju þú stefnir svo þeir geti orðið hluti af þeim fjölhug sem mun hjálpa þér að ná settu marki.
Mundu að flestir hafa orðið fyrir því að afturkippur hefur orðið á fyrirætlunum þeirra áður en þeir náðu markmiðum sínum. Með staðfestu og trú munt þú ná þínu markmiði.
Jesú sagði Mark. 11.23 Hver sem segir við fjall þetta:, Lyft þér upp og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða af því.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2008 | 09:09
Auðlindirnar.
Á krepputímum er ekkert eins mikilvægt og að nýta þær auðlindir sem við eigum. Það er einmitt þá sem best kemur í ljós hvað allar hugmyndir um takmarkanir á nýtingu eru ankannalegar. Auðlindirnar eru okkur til einskírs nýtar nema við notum þær. Enda gerum við það í skiptum fyrir betri lífskilyrði fyrir okkur og komandi kynslóðir. Fyrir afrakstur þeirra auðlinda sem við höfum yfir að ráða eignumst við peninga sem eiga að vera afleiðing ekki orsök, þeir eiga að vera þjónn ekki húsbóndi. Peningar ættu því að vera drifkraftur en ekki lokatakmark, heldur skiptimynt fyrir annað og meira.
Okkur hefur verið sagt, í gegnum aldirnar, að auðlindir heimsins séu takmarkaðar og að þær endurnýi sig ekki í takt við það sem sem af er tekið. Olían er að ganga til þurrðar, jörðin er að ofhitna, ísinn að bráðna jafnvel með þeim afleiðingum að ísöld gangi í garð, gat komið á ósonlagið, fuglaflensa handan við hornið, regnskógarnir í útrýmingarhættu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Heimsendaspárnar eru allsstaðar og hafa alltaf verið.
Upp úr 1960 var það orkugjafinn kjarnorka sem athygli heimsins var beint að sem ástæðu heimsenda. Minna fer fyrir því í dag þegar hlýnun jarðar virðist hafa tekið við sem tilefni heimsenda af ósonlaginu sem fyrir nokkrum árum var það sem helst var haldið á lofti með það mikilli ákefð að hefði sú spá gengið eftir hefðum við í dag þurft að halda okkur innan dyra og ekki líta dagsbirtuna öðruvísi en með rafsuðugleraugum. Kannski kemur að því að við höfum ofnotað aðdáun okkar á bláum lit þannig að við megum ekki njóta hans lengur nema í takmörkuðum mæli. Okkur hefur verið kennt að skortur og fátækt séu dyggðir og það sé græðgi okkar að kenna að óðum styttist í heimsendir. Stærsti hluti þessara heimsendaspádóma er ekki annað en áróður sem heldur okkur frá því að njóta þess ríkidæmis sem veröldin býður.
Við verðum að losa okkur við allar hugmyndir að fátækt sé göfug. Gróandi og vöxtur er markmið lífsins, eins og plantan vex, blómstrar og ber ávöxt er okkur ætlað að gera sem mest við líf okkar og eftir því sem við höfum úr meiru að spila eru betri tækifæri til að láta hæfileikana blómstra og gefa ávöxt. Lífinu er ætlað að vaxa og aukast, hver hugsun sem við hugsum leiðir til annarrar hugsunar, hver staðreynd sem við lærum leiðir til annarrar staðreyndar, hver uppskera gefur meira fræ til næstu uppskeru, þannig er gróandi lífsins stöðug aukning.
Við megum aldrei ganga út frá því að auðlegðin sé takmörkuð, að allir peningar séu innilokaðir og stjórnað af bönkum og auðjöfrum, því þannig drepum við niður sköpunargáfu okkar og lendum á plani samkeppninnar, hinnar hörðu lífsbaráttu þar sem glíman snýst um það sem við höfum ekki áhuga á en missum af því sem sköpunargáfan hefur að bjóða. Munum að allir þeir peningar sem við þörfnumst eru til, það þarf aðeins að greiða leið þeirra til okkar með sköpunargáfunni. Heimurinn hefur alltaf átt nóg af peningum það er sama hvað fólksfjöldin hefur margfaldast alltaf hafa orðið til meiri peningar, svo verður áfram. Það sem við þurfum að gera er að halda sköpunargáfu okkar vakandi og þeir peningar sem við þurfum munu koma. Ekkert er sem það sýnist lítum ekki á takmarkanirnar allt mun koma til okkar eins hratt og við erum tilbúinn til að taka á móti því og nota það.
Lesandi góður, eingin sem króar af það sem þú þráir og er þér sýnilegt getur komið í veg fyrir að þú eignist það. láttu þér aldrei detta í hug að allar bestu byggingarlóðirnar verði uppseldar áður en þú hefur tækifæri til að byggja þitt hús, nema að þú flýtir þér. Hafðu aldrei áhyggjur af því að sjóðir og auðmenn eignist alla jörðina áður en þú getur látið þína drauma rætast, því svo verður ekki. Þú ert ekki að sækast eftir því sem aðrir sækast eftir, þú ert að sækast eftir gróanda og vexti fyrir sjálfan þig og þína sá vöxtur er án takmarkana. Það er með hugsun þinni sem allar hlutir verða til og þeir koma frá hinu óendanlega.
Það er til óbrigðul aðferð til að njóta velsældar sem lítur stærðfræðilegum lögmálu, hugsaðu út frá allsnægtum en ekki skorti því takmarkanirnar verða til í þínum huga.
Jesú sagði Lukas 21.34 "Hafiðgát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs"...
Lífstíll | Breytt 3.5.2009 kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2008 | 15:27
Fjársjóðurinn felst í hugsuninni.
Hugsunin getur framkallað myndir og séð hlutina fyrir því er hún til alls fyrst og er upphaf þess að skapa frá hinu ósýnilega. Allt sem við sjáum í kringum okkur á sér upphaf í hugsun, allir hlutir urðu til fyrir hugsun. Hlutirnir taka ásýnd eins og þeir eru hugsaðir, það er hugsunin sem kemur framkvæmdinni á stað. Þannig voru allir hlutir skapaðir, við búum í veröld hugsunarinnar þar sem hugsunin er hið skapandi afl.
Allt sækir sér orku í hið óendanlega, til orku sólarinnar til gangs himintunglanna. Tréð sem vex frá fræi hefur frá upphafi sitt ákveðna form það vex upp og teygir greinar sínar í átt til sólarinnar. Tíminn sem er á milli þess sem ákvörðunin verður til með hugsun og þangað til hún er orðin að veruleika er oftast fyrirfram ákveðinn. Þetta kemur vel í ljós við byggingu húss, þar sem ákveðnum grundvallaratriðum verður að sinna áður en hafist er handa. Fyrst þarf að sjá húsið fyrir með hugsun, skipuleggja og teikna, þegar hafist er handa hefur allt sinn tíma, grunnurinn er byggður, gólfið, veggir og þak. Ef hlutirnir eru ekki hugsaðir og skipulagið er ekki fyrir hendi fer illa húsið verður til vandræða í framkvæmd og á eftir byggingu ef það nær þá því að verða til. Þess vegna ætti að vera auðvelt að sjá að ekkert verður til frá hinu óendanlega án hugsunar og því nákvæmari sem hugmyndin er því auðveldari verður framkvæmdin.
Við erum hugsanamiðstöðvar, allir hlutir sem við sköpum og höfum í höndunum urðu fyrst til sem hugmynd. Maðurinn hefur notað hendurnar til að koma hugsunum sínum í framkvæmd það er það sem við köllum vinnu. Ef við ætlum að ná lengra verðum við að leggja niður allar hugmyndir um að hlutirnir komi ekki frá alsnægtum hins óendanlega. Við getum staðfest hugsun okkar og gert okkur hugmyndir í hinu óendanlega og ekkert getur komið í veg fyrir að þær rætist nema okkar eigin efi. Köstum því efanum frá okkur eins og synd, slökkvum á honum eins og á sjónavarpi. Látum fjölmiðlana ekki segja okkur að alsnægtir hins óendanlega séu ekki fyrir okkur.
Með því að hugsa út frá alsnægtum hins óendanlega getur ekkert komið í veg fyrir að við öðlumst þær. Þetta hafa margir þeir sannað sem hafa brotist til betra lífs frá fátækt munurinn á þeim og hinum sem ekki brutust úr fárækt var ekki heppni eða að þeir væru endilega betri gáfum gæddir, þeir einfaldlega sáu sig fyrir með hugsun í öðrum aðstæðum og aðstæðurnar komu til þeirra eins og fyrir töfra en gerðu það fyrir það að þeir efuðust aldrei. Til að njóta hagsældar verðum við því að hugsa á ákveðinn hátt, þetta á ekkert skylt við samkeppni eða lífsgæðakapphlaup, heldur hugsýnina um að allt sé óendanlegt og þaðan komi hlutirnir til okkar svo framarlega sem sjáum þá í huganum án allrar vantrúar.
Til þess að njóta hagsældar verður að gera hlutina á ákveðinn hátt til þess að hægt sé að gera hlutina á ákveðinn hátt ræður hugsunin mestu. Hvernig við hugsum, í hvaða hugsanir við notum huga okkar skiptir öllu. Sá sem hugsar og talar um sjúkdóma og skort mun upplifa það í sínu umhverfi, sá sem hugsar út frá samkeppni og lífsgæðakapphlaupi mun upplifa það, sá sem hugsar út frá örbyrgð mun upplifa hana því er svo mikilvægt að gæta að því um hvað við hugsum.
Til þess að gera hlutina eins og við viljum hafa þá er fyrsta skrefið að stjórna því um hvað við hugsum og stýra hugsuninni í þá átt sem við viljum, hugsum ekki um hindranir sjáum okkur ná markinu. Allir einstaklingar ráða því um hvað þeir hugsa, en það kostar mikla ögun að hugsa um það sem maður vill, frekar en um það sem umhverfið býður. Að hugsa um það sem umhverfið býður er auðvelt, þar höfum við fjölmiðla, fréttir, afþreyingu osfv., en að gera sér grein fyrir og hugsa um það sem við raunverulega viljum kostar mun meiri vinnu.
Það er enginn vinna eins mikilsverð eins og sú sem við vinnum með huganum, það getur verið erfitt að halda huganum við þá vinnu, en það er heldur enginn vinna sem skilar okkur eins miklu. Þetta er oftast auðsjáanlegt í veikindum við erum veik þegar hugurinn er að hugsa um það en veikindin hverfa fljótlega þegar hugurinn sér ekkert nema heilbrigði. Eins er það með fátækt, ef við höldum huganum við takmarkanir og fátækt þá framkallar hann það, en ef við höldu honum við hið gagnstæða eru allsnægtir. Að geta hugsað um heilbrigði umkringdur sjúkdómum og umræðu um þá eða um allsnægtir þegar fátækt og skortur eru mest í umæðunni kostar mikla orku og sá sem getur agað huga sinn til að hugsa út frá heilbrigði og alsnægtum skapar sér sinn ofurhuga sem getur framkallað það sem hann óskar sér. Við getum ráðið okkar örlögum við getum haft það sem við viljum með því að gera okkur grein fyrir að með huganum getum við sótt það til hins óendanlega. Með huganum búum við til þá veröld sem við lifum í og þegar við gerum okkur grein fyrir því getum við formað hana eins og við viljum með hugsunum okkar þegar við gerum okkur grein fyrir að með því að setja hugsanir okkar í samband við hið óendanlega þaðan sem allt kemur, hverfur allur efi og ótti, við vitum að við getum gert það sem við viljum, haft það sem við óskum og orðið það sem við viljum verða.
Jesú sagði; Jóhannes 12.35 "Gangið meðan þér hafið ljósið, svo myrkrið hremmi yður ekki. Sá sem gengur í myrkri veit ekki, hvert hann fer."
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2008 | 09:42
Skipuleg hugsun.
Nákvæm hugsun tekur til tveggja grundvallaratriða sem allir sem ætla að nýta sér hana verða að fara eftir.
Í fyrsta lagi; til að hugsa nákvæmt verður þú að skilja að staðreyndir frá eintómum upplýsingum. Það berst mikið af upplýsingum til þín sem ekki eru byggðar á staðreyndum.
Í öðru lagi; verður þú að skilja að mikilvægar og léttvægar staðreynda upplýsingar, það sem skiptir máli og það sem ekki skiptir máli. Aðeins með þessu nærðu að hugsa nákvæmt.
Allar staðreyndir sem þú getur notað til að ná markmiði þínu eru mikilvægar og skipta máli. Það er aðallega vanræksla á því að greina þessar staðreyndir sem myndar gjána sem skilur að fólk sem hefur sömu hæfileika og jafna möguleika. Þú getur auðveldlega fundið, án þess að fara út fyrir þitt kunnuglega umhverfi, einstaklinga sem höfðu ekki betri tækifæri en þú og kannski minni hæfileika, en njóta samt sem áður mun meiri velgengni.
"Edison mistókst þúsund sinnum áður en honum tókst að láta loga á ljósaperunni. Gefstu ekki upp þó að áætlanir þínar gangi ekki upp í eitt eða tvö skipti."
Trúverðugleiki þinn fer eftir margvíslegum viðfangsefnum og kringumstæðum, en þú kemst ekki langt ef þú sniðgengur staðreyndir og byggir dómgreind þína á tilgátum sem þú óskar að séu þér í hag.
"Ég hef ekki trú á að ég hafi efni á að blekkja aðra. Ég veit að ég hef ekki efni á að blekkja sjálfan mig." Þetta verður að vera regla nákvæms hugsuðar.
Það eru fjórir þættir sem þú þarft á leið þinni upp á við í nákvæmri hugsun. Það eru vísbendingar, gefa undirmeðvitundinni jákvæðar og nákvæmar myndir, skapandi hugsun og takmarkalaus greind. Með því að leggja sérstaka áherslu á þrjá fyrstu þættina, verður það síðan undir stað og tíma komið hvernig þú nýtir þér þverskurður þeirra og umbreytir þeim í þann fjórða, það er takmarkalaus greind.
Þú veist hvað átt er við með hugboði og undirmeðvitund. Eins verðurðu að vera viss um hvað er átt við með skapandi hugsun, þar er átt við jákvæðar og uppbyggilegar hugsanir en ekki neikvæðar og niðurbrjótandi. Með sjálfstjórn framkallarðu skapandi hugsanir, leifðu þér því ekki að hugsa á neikvæðan hátt. Ef þú hefur ekki tileinkað þér sjálfstjórn í hugsun þá er hæpið að þú getir notað þér skapandi hugsun til að öðlast þitt aðal markmið.
Undirvitundin er jarðvegurinn sem þú sáir í þínu fræi (markmiði). Skapandi hugsun er áburðurinn sem hjálpar fræinu til að spíra og vaxa. Undirmeðvitundin mun ekki fá fræ markmiðs þíns til að vaxa og verða að veruleika ef hugsanir þínar eru neikvæðar og snúast um hatur, öfund, afprýðisemi, sjálfselsku eða græðgi. Þessar niðurbrjótandi hugsanir munu kæfa góð áform, líkt því að nota eitur í stað áburðar. Skapandi hugsun gerir ráð fyrir og heldur huga þínum við að þú náir takmarki þínu og þú hafir trú og traust til að öðlast það.
"Mundu að raunveruleg auðæfi þín verða ekki mæld í því sem þú átt, heldur hvað þú ert."
"Við klífum til himna að mestu á rústum okkar sjálfumglöðu áætlana, komumst á leiðinni að því að mistök okkar eru aðeins vinalegir vegvísar sem vísa okkur veginn á leið okkar til velgengni."
Maðurinn er samansettur úr frumefnum sem myndi varla kosta meira en 2000 kr. að verða sér úti um, auðvitað með þeirri undantekningu sem er hinn stórfenglegi kraftur, mannshugurinn, sem stöðugt er að störfum í vöku og svefni.
Til að öðlast nákvæma hugsun verður þú að skilja hverju hugurinn getur komið til leiðar.
- Huganum er hægt að stjórna, leiðbeina og stefna í skapandi og uppbyggilegar áttir.
- Huganum er einnig hægt að beita á neikvæðan hátt, og hann mun sjálfkrafa brjóta niður og eyðileggja, nema að meðvitaðri áætlun verði hrundið af stað um að snúa honum til jákvæðni og uppbyggingar.
- Hugurinn hefur vald yfir hverri frumu líkamans og sér til þess að hver fruma vinnur sitt verk fullnægjandi, en með neikvæðri notkun ímyndunaraflsins getur hugurinn skaðað eðlilegt starf og hlutverk fruma líkamans. Þú getur gert þig veikan með hugsuninni einni saman.
- Öll mannanna verk eru afsprengi hugsunar, og sá hlutur sem líkamsbeiting á í þeim kemur á eftir, fyrst og fremst er líkaminn bústaður fyrir hugsunina.
- Það besta úr öllum mannanna verkum hvort sem það er á sviði skáldskapar, lista, fjármála, framleiðslu, kaupsýslu, flutninga, trúarbragða, pólitíkur eða vísindalegra uppgötvana, varð venjulega til í huga eins manns en oft umbreitt í veruleika af öðrum mönnum með sameinuðum kröftum huga og líkama. Að fá og útfæra hugmynd er á færi fárra en eftir það eru milljónir manna sem geta þróað hana og framleitt í hin ýmsu efnislegu form.
- Meirihluti hugsana verður til í huga manna án nákvæmni, þar er meira um að ræða skyndi ákvarðanir og skoðanir.
"Thoughts are things." "Hugsanir eru hlutir." Gættu að því að þær hugsanir sem þú hugsar koma til með að verða efnislegur veruleiki hvort sem þær eru góðar eða slæmar.
Vald þitt yfir hugsunum þínum er eina valdið sem þú getur haft fulla stjórn á. Það er ekkert eins mikilvægt og að átta sig á þessari staðreynd. Það veltur á því hvernig þú agar huga þinn hvort hugsanir þínar eru jákvæðar eða neikvæðar og þá hvort þær færa þér jákvæða eða neikvæða hluti.
"You are master of your fate, you are captain of your soul." "Þú ert skapari örlaga þinna þú ert stjórnandi sálu þinnar." Með þeim hugsunum sem þú hugsar geturðu skapað hvað það sem þig langar til.
Hugsanir sem uppfylla skilyrði nákvæmrar hugsunar eru þínar, þær hugsanir sem koma frá öðrum sem skoðanir og vísbendingar teljast ekki til nákvæmra hugsana. Einkenni og tilgangur nákvæmrar hugsunar er sá að hún er byggð á sannleika.
Jesú sagði Jóh.8.32 "Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærsveinar mínir og munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gera yður frjálsaLífstíll | Breytt 11.4.2009 kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2008 | 09:55
Rétturinn til ríkidæmis.
Réttur okkar til að til að njóta velmegunar er óumdeilanlegur, því án peninga reynist okkur erfitt að láta okkar einstæðu hæfileika koma í ljós, til góðs fyrir okkur og samfélagið. Þess vegna skulum við aldrei véfenga þennan rétt. Þessi réttur er sama eðlis fyrir okkur og blómin sem vaxa frá því að vera fræ til þess að blómstra sínu fegursta, á sama hátt og blómið á rétt eigum viðrétt á láta okkar hæfileika njóta sín, og eins og blómið vex í gjöfulum jarðvegi þurfum við að njóta velsældar sem hjálpar til að draga fram okkar hæfileika. Allt hefur tilhneigingu til að vaxa og stækka þannig er lífið, gerum okkur því ekki það að sækjast eftir litlu. Því þeir sem hafa ekki næga peninga verða af því að upplifa mikið af því sem hæfileikar þeirra hafa að bjóða.
Velgengni í lífinu felst í því að upplifa það sem við viljum verða og því getum við einungis náð með því að hafa peninga sem greiða okkur götuna að þeim markmiðum sem við þráum. Til að skilja réttinn til að vera rík verðum við að losa okkur við hugmyndir um að það sé eitthvað rangt við það. Óskin um að vera rík er sama eðlis og tilgangur alls lífs um að vaxa og bera ávöxt, hún er eðlileg. Þeir sem telja sér trú um að þeir þurfi ekki að verða ríkir og geti verið án þeirra lífsgæða sem þeir þrá eru úr takt við gróanda lífsins.
Þau er þrjú sviðin sem við lifum á; sálin, hugurinn og líkaminn. Ekkert þessara sviða er öðru æðra og getur án hinna verið, að lifa einungis fyrir andann gengur ekki frekar en að lifa einungis fyrir líkamann eða hugann, fullkominn samhljómur er það sem gefur mesta lífsfyllingu. Ef eitthvað þessara sviða er vannært getum við ekki látið hæfileika okkar blómstra. Við getum ekki lifað góðu líkamlegu lífi án heilsusamleg fæðis, þægilegs klæðnaðar, góðs húsnæðis osfv.. Eins getum við ekki uppfyllt óskir hugans án þessa að hafa frjálsan aðgang að upplýsingum, góðar bækur og tíma til að lesa þær, eða án þess að hafa tækifæri og tíma til að ferðast osfv.. Til að gleðja sálina verðum við að eiga ást og til að láta hana í ljós verðum við að hafa eitthvað að gefa þeim sem okkur þykir vænt um, þeir sem hafa ekkert að gefa geta ekki uppfyllt skyldur sínar sem foreldrar, vinir, góðir þjóðfélagsþegnar osfv.. Það er miklu leiti í gegnum hin efnislegu gæði sem við upplifum drauma okkar. Það er því fullkomlega eðlilegt að þrá það að vera ríkur, því það er í samræmi við gróanda lífsins og tilgang þinn við Guð og samfélagið.
Það er til óbrigðul aðferð til að njóta velsældar sem lítur stærðfræðilegu lögmáli, hugsum út frá allsnægtum en ekki skorti því takmarkanirnar verða til í hugum okkar.
Auðlegð er afrakstur vinnusemi, peningar eiga að vera afleiðing ekki orsök, þeir eiga að vera þjónn ekki húsbóndi. Peningar ættu því að vera drifkraftur en ekki lokatakmark, heldur skiptimynt fyrir annað og meira.
Jesú sagði Lukas 21.34 "Hafiðgát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs"...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)