Færsluflokkur: Lífstíll
28.2.2010 | 09:25
Við komumst eins langt og trúin.
Þegar við erum í kapphlaupi og markið er í sjónmáli, er álagið á hjarta, taugar og vöðva í hámarki. Markmið hugans verður að vera skýrt þegar aðeins lokaátakið er eftir. Þeir hlauparar eru aumkunarverðir, sem hlaupa vel, fullir af kjarki og dug, þar til markið er í sjónmáli en leyfa þá veikleika eða sérhlífni að ná á sér tökum. Þeir munu aldrei vita, hve nærri markinu þeir voru, hver sigurtilfinningin er.
Biðjum því um trú, eins og þyrstur maður biður um vatn í eyðimörkinni. Gerðu þér grein fyrir hvað það er mikils vert að eiga fullvissuna um að trúin mun aldrei bregðast. Vertu eins öruggur í trúnni og með andardráttinn. Efldu trúna með daglegri bæn og hugleiðslu á meðvitaðan hátt. Þig mun ekki vanhaga um neitt, vegna þess að þú hefur allt sem þarf. Okkur brestur oftast í versta falli, trú til að vera viss um að við búum við allsnægtir. Því erum við svo oft eins og ríksmanns börn, sem sitjum tötrum vafin innan um alla þá hluti sem hugurinn girnist án þess að geta notið þeirra.
Hafðu því markmiðið hvað þú ætlar að verða frekar en hvað þú ætlar að hafa. Sjáðu þig fyrir þér sem þá persónu sem þú vilt verða í þeirri stöðu sem þig dreymir. Þú munt alltaf vilja meira en bara efnisleg gæði þau uppfylla aldrei drauminn ein og sér. Sjáðu þig fyrir sem betri persónu þá persónu sem þú vilt verða þar sem þú getur gert það besta fyrir fjölskyldu, vini og samferðamenn. Lífið er vegferð, njóttu hennar og gerðu það sem þú best getur.
Jesú sagði Matt. 21.22 Allt sem þér biðjið í bæn yðar, munuð þér öðlast, ef þér trúið.
Don't tell God how big your storm is....tell your storm how big your God is. - Unknown
Lífstíll | Breytt 1.3.2010 kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2010 | 10:27
Hvar liggur vald þitt?
Allt sem þú veist gott, er þér einskis virði ef þú notar það ekki. Frestunar áráttan er skæður óvinur. Það verður að taka af skarið, mörg lítil skref munu koma þér langt. Þó svo hvert og eitt þeirra virðist ekki skipta miklu við fyrstu sýn. Ástæðan fyrir því að slá draumnum á frest á yfirleitt ekkert skylt við leti eða að draumurinn sé of stór. Innst inni er það hræðslan við mistök eða höfnun og sársaukann sem því fylgir sem vegur þyngst.
Það eru tveir pólar sem stýra gerðum okkar öðru fremur. Það er löngun í ánægu og óttinn við vonbrigði. Óttinn við vonbrigði lamar framtaksemina, við sleppum því að framkvæma það sem þarf til að öðlast það sem við þráum. Þessi ótti við að gera mistök og lenda í verri aðstæðum. Óttinn við að vera hafnað.
Það er til saga af Buddha þar sem hann flutti kenningar sínar. Maður rengdi það sem hann sagði, spurði óþægilegra spurninga og gerði allt til að gera lítið úr kenningum hans. Buddha hafði sýnt mikla þolinmæði þegar hann snéri loks orðum sínum til mannsins og spurði; "ef ég býðst til að gefa þér gjöf og þú hafnar henni hvers er þá gjöfin?" "Hún er þín svaraði maðurinn." "Það er rétt hjá þér" svaraði Buddha "það sama á við um þínar gjafir." Hræðslan við höfnun er því í raun óþörf, því það er í þínu valdi hvað þú þiggur.
Allar ákvarðanir sem þú framkvæmir munu hafa áhrif á líf þitt. Lífið er fjöldi lítilla ákvarðana, láttu því ekki "ég hefði átt að...." eða "ef ég hefði gert..." verða örlög þín. Ákvarðanir í framkvæmd koma þér þangað sem þú ætlar. Þannig örvarðu áhuga þinn, þannig tekurðu stjórnina á þínum áætlunum. Stjórn þín á gerðum þínum mun á endanum ákvarða örlög þín, þau eru í þínum höndum.
Ef þú getur ímyndað þér það, getur þú framkvæmt það. Ef þig dreymir um það, getur þú orðið það. -William Arthur Ward
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010 | 09:00
Framtíðin.
"Til að byrja með skalt þú dag hvern taka andataks hvíld til að gera ráð fyrir að þrátt fyrir allt muni í hinu ókomna bíði þín paradís."
"Þér verði gefin innsýn í þá björtu framtíð sem verður; ekki með neinni töfraþulu á silfurfati, því hún verður til með þinni eigin hugarorku."
"Frjálst val þitt til hugsunar og skoðanamyndunar mun varða veginn og fullmóta hann greiðfæran inn í framtíðina."
"Framundan mun allt sem þú þráir nógu sterkt, sérð skýrt í huga þínum og finnur í hjarta þínu, verða að veruleika í þínu lífi."
"Þeir eru sífelt fleiri sem eru meðvitaðir um að uppspretta þess lífs sem við þráum býr innra með okkur."
"Framundan er tími til losna við leiðindi og deilur, skipta á þeim, fyrir nýja framtíðarsýn , þar sem vöxtur, manngæska og hugsjónin fyrir nýjum veruleika fæðist, veruleika eins og þú vilt hafa hann."
"Ný heimsýn mun verða til innra með þér í stað þess að koma utanfrá."
"Það sem gerist næsta árið mun verður fyrirboði næstu tíu ára. Og það sem umbreytist innan næstu tíu ára verður grundvöllurinn fyrir árin þar á eftir."
"Orkan mun streyma, vinna með þér við að ná markmiði drauma þinna og upplifa velgengni með vitneskunni um það hvers kröftug sýn hugsana þinna er megnug."
"Þannig að ef þú vilt gott ráð inn í framtíðina, myndi það vera, búðu til öfluga framtíðarsýn í huganum."
"Orkan fylgir hugsýninni."
"Jafnvel þeir síðustu koma út úr þokunni."
"Ekki gefa dýrmæta hugarorku þína til villugjarnrar og hverfandi fortíðar."
"Snúðu þér að sköpunarmættinum sem býr innra með þér."
"Lifðu drauminn."
Lífstíll | Breytt 20.2.2010 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 12:12
Ef það er þoka í höfðinu verður villugjarnt á leiðinni.
Vald þitt er fólgið í því að framkvæma. Gera það sem þig langar til, þó það byrji sem lítið skref þá verða skrefin til mikilla framafar þegar fram líður. Svipað er þegar vöðvar eru æfðir, aðferðin er að gera núna þó lítið sé, en ekki eftir ár eða tíu þegar þú hefur tíma. Gerðu núna finndu eitthvað á hverjum degi sem færir þig nær því sem þig dreymir um og framkvæmdu.
Gerðu þér grein fyrir að þú sjálfur ákveður hvað þú átt skilið, það er t.d. öruggt að áhugaleysi leiði til niðursveiflu það ert svo þú sem ákveður mörkin, hve lengi áhugaleysið varir áður en þú rífur þig upp af áhuga og ferð að vinna að velferð þinni. Gerðu þér jafnframt ljóst að þegar vel gengur er mörkin þar sem þú setur þau, að þegar þér finnst nóg um velgengnina ert það þú stöðvar ferlið með værukærð, það er þér sem finnst vera komið nóg.
Nútíðin er aldrei jöfn fortíðinni gerðu því ekki ráð fyrir að það sem úrskeiðis fór í fortíðinni eigi við í nútíð eða í framtíð. Endursettu hugsunina í jákvæða, taktu ákvörðun um að gera það sem er til góðs og framkvæmdu. Tilfinningar þínar og hugsun segja þér hvað er rétt. Númer eitt er að vita hvað þú vilt. Skýr sýn gefur val, þegar sýnin er orðin skýr framkvæmdu í því er vald þitt fólgið. Þegar þú hefur gert það að vana þínum að einbeita þér að takmarki þínu þá framkvæmirðu án erfiðis. Vertu meðvitaður um að hvert lítið skref sem þú tekur í átt að markmiði þínu veitir þér ánægju auk þess að færa þig nær.
Losaðu þig við frestunar áráttuna, taktu ákvörðun núna. Það er ekki það sem við getum gert sem gerir lífið ánægjulegt, heldur það sem við gerum. Flestir sem hafa notið velgengni hefur oft mistekist, velgengnin felst í því að þeir reyndu aftur, aftur og aftur þar til það tókst. Taktu því ákvörðun um að framkvæma og láttu mælikvarðann um það hvort þú ert að ná árangri vera hvort þú ert að nálgast markmið þitt eða fjarlægist. Ekki gefast upp þó að þér finnist þú fjarlægast. Taktu þetta eins og barn lærir að ganga sama hve það dettur oft það gefst ekki upp fyrr en það hefur lært að ganga.
Gerðu þér grein hvað þú villt, taktu ákvörðun og framkvæmdu. Líkt og þegar flugvél fer á milli tveggja staða þá er vitað hvert ferðinni er heitið, ákvörðun er tekin um brottför og hún er framkvæmd. Svo einfalt er það, þó flugvélin sé 95% ferðarinnar ekki á áfangastað þá þýðar það ekki að hún komist ekki þangað. Þetta á við flest sem þú vilt og vinnur að þú munt komast þó að ákvörðunarstaðurinn sjáist ekki um tíma. Þú getur flýtt för þinni með því að taka áfangana í meðvituðum skrefum og sjá ákvöðunarstaðinn alltaf skýrt í huganum.
Margir gefast upp við að öðlast það sem þá dreymir um vegna daglegra anna, s.s. ég verð að greiða reikningana mína áður en ég get farið að gera það sem mig langar til, svoleiðis hugsanir koma í veg fyrir að þú náir þangað sem þig dreymir. Það verður alltaf nóg af reikningum, láttu vinnuna við drauminn ganga fyrir og hann mun greiða reikningana þína. Taktu mistökum alltaf sem lærdómi. Haltu velgengni skrá, skrifaðu niður markmið þín og hvað þú gerir til að ná þeim. Farðu yfir það reglulega því að það vill gleymast hve langt er náð á tiltölulega stuttum tíma.
Undanfari þess að framkvæma er að hugsa. - Ralph Waldo Emerson
Lífstíll | Breytt 10.2.2010 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 10:21
Erum við ímyndun eigin hugsana?
Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig við skynjum umhverfið og hvað hugmyndir fjöldans eru líkar, enda fer skynjun okkar fram í gegnum skilningsvitin fimm sem við erum flest fædd með, þ.e. sjón, heyrn, bragð, lykt og snerting. En við vitum að það er margt fleira í umhverfinu sem við verðum ekki vör við í gegnum þessi skilningsvit, nema með utanaðkomandi hjálp.
Sjónvarp er t.d. aðeins haugur af dóti settur saman á ákveðinn hátt, sem framkallar mynd sem send er úr óra fjarlægð sem við skynjum með augunum með því að horfa á þennan samsetta haug. Svona eru kvikmyndir færðar okkur án þess að við sjáum, heyrum eða snertum, við finnum ekki einu sinni lyktina af því hvað þá bragðið.
Skilningsvitin fimm skynja því aðeins það sem þeim tilheyrir. Þó hvert þessara skilningsvita ná yfir ákveðið svið ætti þau samt ekki að þurfa að túlka það sama hjá öllum (t.d. heyrir hundur annað tíðnisvið hljóðs en maður; snákur sér annarskonar birtu o.s.f.v.). Með öðrum orðum, skilningsvitin skynja orku frá sjónarhorni sem býr til mynd út frá því. Hún ætti hvorki að þurfa að vera endanleg né nákvæm, heldur aðeins persónuleg túlkun. En með samræmdri innrætingu hefur okkur verið kennd ákveðin túlkun.
Þetta vita flest okkar, því er það umhugsunar efni hvað nútíma vísindi hafa verið treg til að viðurkenna margt af því sem er utan okkar viðurkenndu skynjunar. Því frekar eftir því sem aldur og menntun verður meiri. Reynsla þeirra sem segjast t.d. hafa orðið fyrir andlegri vakningu eða geta veitt huglæga lækningu sem skinfærin fimm ná ekki að túlka á viðurkenndan hátt, eru oftast afgreiddir sem loddarar af vísindunum.
Frá blautu barnsbeini hefur okkur verið innrætt að trúa aðeins því sem skilningsvitin fimm geta staðfest á viðurkenndan hátt. Samt er það vitað að saklaus börn virðast oft skynja víddir sem ekki eru til staðar fyrir okkur sem þroskaðri teljumst, og er þeim þá bent á að vera ekki að þessu bulli. Eins er hægt að dáleiða fólk til að skynja umhverfið á allt annan hátt en þann sem það myndi sjá annars. Því gengur innrætingin lengra í vísindalegum rétttrúnaði en við innst inni vitum að er rétt.
Hugsanir okkar eru tengdar þeirri orku sem skynjun okkar nemur. Þetta skírir hvers vegna jákvæð hugsun, bænir, trú, sköpunargáfa, markmiðasetning og margt fleira gagnast okkur þó svo að við skynjum það ekki með skilningsvitunum fimm. Það sama getur átt við fátækt, sjúkdóma og einmanaleika. Hugsanir okkar bókstaflega ákvarða þann veruleika sem við lifum í efnislega. Lífið verður af því sem við ímyndum okkur að það verði og því sem viðtekin viðhorf samþykkja. Lífið er nákvæm spegilmynd, sem gerir okkur kleift að upplifa efnislega það sem við teljum vera sannleika.
Þannig geturð athugun og eftirtekt á einhverju, auk ásetnings hreinlega orðið að ákveðnum tímasetjanlegum atburði. Hugsanlega er hægt er að sýna fram á með andlegum og vísindalegum staðreyndum, að hver og einn er ábyrgur fyrir öllu í sínu lífi. Því er spurningin sú hvort heimurinn er á okkar valdi eða utan okkar huga óumbreytanlegur.
Munurinn á því sem við gerum og því sem við erum fær um að gera myndi fara langt með að leysa flest vandamál heimsins. Mahatma Gandhi
Lífstíll | Breytt 10.2.2010 kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2009 | 10:49
Að lifa drauminn .
Það gilda sömu lögmál með drauminn og að komast á milli tveggja staða. Það er mikilvægt að vita hvar maður er og hvert maður ætlar. Eða myndi einhver vilja vera um borð í flugvél þar sem flugstjórinn heilsaði farþegunum með þessum orðum, "góðir farþegar, við vitum ekki hvert við erum að fara, en okkur langar yfir hafið og það verður að koma í ljós hvort við höfum nægt eldsneyti þangað". Á leiðinni á milli Akureyrar og Reykjavíkur er maður 99,9% leiðarinnar ekki í Reykjavík en í upphafi vitum við hvert förinni er heitið og höfum upplifað með tilfinningunni að við munum ná þangað. Við snúum ekki við á leiðinni og segjum þetta tekst aldrei. Að sama skapi erum við fædd með vissu fyrir því hvenær draumurinn getur ræst, það er þegar okkur líður vel með drauminn. Þess vegna er framtíðarsýnin, draumurinn svo mikilvægur, þess vegna er svo mikilvægt að finna eigið leiðsögukerfi með því að fylgja hjartanu. Með því að upplifa drauminn með tilfinningum hjartans.
Það er miklu mikilvægara að vita hvað maður vill heldur en að vita hvað maður vill ekki. Því með að beina athyglinni að því sem maður vill ekki verður það að ríkjandi hugsun. Neikvæðar fréttir sem nóg er af í umhverfinu beina athyglinni að því sem við viljum ekki. Það er gott að gera sér grein fyrir að aðeins ef þær eru notaðar til að hreyfa við huganum á jákvæðan hátt eru þær nothæfur boðskapur til að skapað hugsun um það sem okkur dreymum um, sem yfirgnæfir allar niðurdrepandi hugsanir. Lifðu í samræmi við vonir þínar og drauma en ætlastu samt ekki til að aðrir lifi í samræmi við þína drauma.
Draumurinn verður til í huganum, við komumst eins langt og hugurinn sér. Besta staðfestingin fyrir því að hugurinn efist ekki er að tilfinningarnar séu samræmi við hugann. Um leið og bilinu er lokað sem er á milli hugsana og tilfinninga er orðin til samhljómur hugar og hjarta. Þá höfum við það sem okkur dreymir um. Þetta er ekki einu sinni spurning um tíma þetta er aðeins spurningin um að loka því tilfinningalega bili sem er á milli hugsana og vellíðunar.
Góð aðferð til að þjálfa sig í að loka þessu tilfinningalega bili og trúa á drauminn, er að skrifa niður þær væntingar sem eru til framtíðarinnar, t.d. næsta mánaðar. Oftast liggja væntingar næsta mánaðar fyrir sem skýr sýn. Með því að skrifa niður þá sýn, þann árangur sem á að ná er búið að skrásetja draum. Þetta eru oft væntingar um jákvæðar niðurstöður í málum sem við teljum ekki til stórra drauma. Með því að skrásetja þetta reglulega fást skriflegar staðfestingar á hvaða væntingar mánuði fyrr hafa ræsts. Oftar en ekki fara dagleg málefni eins og vænst er. Þó okkur þyki viðfangsefnin næsta mánuðinn litlir og hversdagslegir draumar, þá lúta stórir draumar sömu lögmálum.
Jesú sagði; Lúkas 16,10 Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í því smæsta, er og ótrúr í miklu.
Í bæninni er betra að hafa hjarta án orða heldur en orð án hjarta. Gandhi
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2009 | 08:48
Vertu einstakur.
Viðurkennd þekking, þ.e.a.s. menntun tekur lítið tillit til sérstöðu einstaklinganna. Menntun gengur út á að þjálfa rökhugsun eftir ákveðnum fyrirfram gefnum staðreyndum fremur en að efla sköpunargáfu og frumkvæði. Þessi tegund þekkingar hefur marg oft verið til mikilla hindrana fyrir samfélagið og er oftar en ekki notuð til að halda einstaklingnum innan vissra viðurkenndra marka, burtséð frá augljósum rökvillum.
Sem einfalt dæmi má nefna hversu lengi haldið var fram að jörðin væri flöt og hversu illa Galileo gekk að koma þeirri þekkingu á framfæri að jörðin snerist í kringum sólina, í óþökk akademískrar þekkingar þess tíma. Þannig má sjá að þekking sem aðlöguð er að fyrirframgefnum kenningum þarf ekki að vera rétt.
Nú má ætla að þekkingu mannsins hafi fleytt það mikið fram að ekki komi til þess að augljósar rökvillur verði varðar með offorsi og heift. En er það svo? Heimurinn situr uppi með peningakerfi sem er byggt upp á augljósri rökvillu. Þeirri staðreynd að lánuð eru verðmæti í formi peninga sem aldrei voru til sem raunveruleg verðmæti og af þeim eru innheimtir vextir. Hin viðurkennda þekking gengur út á að þessu kerfi verði að viðhalda með öllum tiltækum ráðum. Að öðrum kosti er okkur sagt að samfélagið hrynji með tilheyrandi hörmungum.
Mentakerfið á að undirbúa einstaklingana fyrir lífið, þjálfa þá til nytsamra starfa. Skyldi það vera tilviljun að þetta sama menntakerfið gengur lengst í að undirbúa einstaklinga til að aðlagast alþjóðavæddu peningakerfi? Er það tilviljun að þetta sama menntakerfi eyðir nánast engum tíma í að vara einstaklinga við til hverskonar skuldaþrældóms þetta kerfi leiðir? Er þetta hin sanna þekking dagsins í dag og er þeir sem eru á öðru máli einungis fylgjendur samsæriskenninga?
Sú þekking sem hvern einstakling mestu máli skiptir er þekking hans á sjálfu sér, að lifa í fullu samræmi við eigið hjarta. Okkur er sagt að vinnan göfgi manninn auk þess að afla honum lífsviðurværis. En gætum þess að sú vinna sé í samræmi við hjartað. Því það getur verið svo margt sem hugann glepur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 07:47
Gildi jákvæðrar hugsunar.
Allt efni; alheimurinn, jörðin, jafnvel líkami okkar er hluti sköpunarverksins. Því meira sem efnafræðingar og stjörnufræðingar rannsaka efnið, því nær komast þeir þeirri niðurstöðu að efnið sé afstæð stærðfræðiformúla. Niðurstaðan er að efni sé hugsun. Þegar eilíf hugsun kemur í ljós innan rúms og tíma, verður hún efni. Hugsanir okkar, háðar takmörkunum, geta einungis skynjað efnislega hluti.
En við getum ályktað að utan eigin skynjunar sé skapandi hugsun sem við nefnum Guð.
Aðeins þegar þú beinir athygli þinn í ákveðna átt verða hugsanir hagnýtanlegar sem atburður í tíma og rúmi. Um leið og þú dregur athygli þína frá honum aftur, verða þær aftur að hugsunum í formi minninga. Þannig geturðu séð að athugun þín og eftirtekt á einhverju getur hreinlega orðið að ákveðnum tímasetjanlegum atburði.
Þegar hugsanir okkar tengjast þessari skapandi hugsun, sem við köllum Guð, ákvarðar hún hvað þær skapa. Þetta skírir hvers vegna jákvæðar hugsanir, bænir, trú, sköpunargáfa, markmiðasetningu og margt fleira er okkur svo nauðsynleg.
Það sama getur átt við fátækt, sjúkdóma og einmanaleika. Hugsanir okkar bókstaflega ákvarða þann heim sem við lifum í efnislega. Líttu í kringum þig. Allt sem þú sérð byrjaði sem hugmynd, hugmynd sem var í vexti þangað til henni var útdeilt og framsett, varð þá að sýnilegum hlut í gegnum framleiðslu- og / eða þróunarferli. Þú bókstaflega verður af því sem þú hugsar mest um.
Líf þitt verður af því sem þú hefur ímyndað þér að það verði og það sem þú trúir mest á að verði. Lífið er nákvæm spegilmynd þín, sem gerir þér kleift að upplifa efnislega það sem þú telur vera sannleika. Innra með þér veistu að þetta er satt, og það gerir flest fólk, og því vita flestir af eðlisávísun að jákvæð hugsun virkar til góðs.
Þess vegna verður hver maður að vera áður en hann er fær um að gera. Það er hugsunin sem fær manninn til að vera.
Jesú sagði; Lúkas 20.17 "Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður."
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 22:45
Lífið er draumur okkar eigin hugsanna.
Lífið er í raun draumur og við ímyndun eigin hugsanna. Það sem hefur mest áhrif á hugsun okkar er það sem umhverfið býður, s.s. fjölmiðlar, vinir og fjölskylda osfv. Skilningsvitum okkar eru takmörk sett, t.d. nemur sjónin aðeins ljósbylgjur og heyrnin aðeins hljóðbylgjur. Við vitum samt að það eru margskonar aðrar bylgjur sem geta náð til okkar t.d. útvarpsbylgjur með hjálp tækninnar. En fyrst og fremst er heimurinn eins og okkar eigin ímynd skapar hann.
Velgengnin felst í því að vera, gera og hafa. Byrjaðu á því að vera það sem þú óskar, gerðu svo það sem þarf til þess og lofaðu þér að hafa það alveg frá frá byrjun.
Með því að byrja á að vera það sem þú villt kemstu að því hvers þú raunverulega óskar þér og þú finnur hvort það er í samræmi við þig. Mörgum verður hált á því að byrja á því að gera áður en þeir vita hvað þeir vilja vera. Leifðu þér að hafa og efastu ekki um það frá því að þú finnur hvað þú vilt vera, að þú komir til með að gera það sem þarf til þess og eigir það skilið að hafa.
Með því að skapa aðstæður með hugsun, sjá þig fyrir í huga þér í því umhverfi sem þú óskar þér eins og þú vilt vera, þá léttir þú þér vinnuna við að gera. Þannig munt þú vita hvað þú vilt hafa og leiðin að því marki mun verða án erfiðis og sú vinna sem þú þarft að gera mun aðeins verða til ánægu.
Til að vita hvað þú vilt vera skalt þú sjá þig fyrir í þeirri stöðu sem þú óskar þér og ef tilfinningin sem þú þá finnur er góð ertu á réttri leið.
Andi þinn er undirstaða (kjarni) sem lagar sig að þínum kröfum, og verður að hafa fyrirmynd af því hvað hann á að skapa. Brauðdeig getur eins orðið að mjúku rúnstykki eins og að harðri tvíböku. Það skipir anda þinn litlu máli hvors þú krefst.
Frekar en að stjórna hugsunum þínum skaltu reyna að stjórna líðan þinni. Með því að reyna að stjórna hugsunum þínum geturðu hindrað skapandi hugsun. Með því að stjórna líðan þinni og gæta þess að tilfinningar þínar séu góðar laðarðu að þér jákvæða og skapandi hugsun.
Hvort velgengni verður fengin með því að klífa ísaðan fjallstindinn og sigrast á svima og ótta við hengiflugið eða með friðsælli gönguferð við sólarupprás á ströndinni fer allt eftir hvað er í fullkomnu samræmi við þig. Velgengni er aldrei erfið, velgengni er eitthvað sem hver og einn gerir af ástríðu vegna þess að það samræmist hans persónuleika. Ofurhuginn finnur sína velgengni við þá áskorun að klífa sveittur ísaðan hamarinn meðan fagurkerinn finnur sína velgengi með rólegheita gönguferð á sólarströnd. Heimurinn hefur nóg fyrir alla og lífinu er ætlað að vera ánægjulegt.
Lúkas 33,34.12 Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, fáið yður pyngjur, er fyrnast ekki, fjársjóð á himnum, er þrýtur ekki, þar sem þjófur fær eigi í nánd komist né mölur spillt. Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 10:26
Ímyndunaraflið.
Allt verður fyrst til með hugsun. Ímyndunaraflið glæðir hugsunina lífi og gerir hana að hugmynd þannig að við upplifum hana sem veruleika. Það dýrmætasta sem við eigum er ímyndunaraflið. Þegar við erum börn eigum við nóg af því. En þegar við fullornumst verður það fyrir truflunum af þeim staðreyndum sem umhverfið heldur að okkur, sem eru oft neikvæðar og ekki eins og við vildum hafa þær. En með því að nota ímyndunaraflið til að sjá drauma okkar fá framgang getum við nýtt það til að gera okkar líf eins og við viljum hafa það.
Því er þannig farið með flesta að þeir eiga sínar bestu stundir við að framkvæma það sem þykir skemmtilegt. Finndu út hvað þér finnst skemmtilegast að gera og notaðu ímyndunaraflið til að sjá það fyrir þér sem þitt aðalstarf ef það er það ekki nú þegar. Með því að nota ímyndunaraflið og rannsaka þá sem hafa áður notið velgengni í því sama og þér þykir skemmtilegt ættirðu að geta fundið leið til að gera það sem þú raunverulega vilt nota tíma þinn í að lífsviðurværi þínu. Mundu að þú hefur einhvern einstæðan hæfileika og með því að nota þann hæfileika verður þú einnig öðrum til ánægju og gagns.
"Chaplin þénaði milljónir árlega á skringilegu útskeifu göngulagi og víðum buxum, vegna þess að hann gerði hlutina öðruvísi en aðrir. Gríptu tækifærið og nýttu þína sérstöðu með einhverri einstakri hugmynd."
Hugmyndir eru drifkraftur allra afreka. Áður en nokkuð verður að veruleika þarf hugmyndin að verða til, síðan er hægt að gera hana að markmiði. Ef hugmyndir þínar eru ekki nógu skýrar til þess að þú sjáir þær verða að veruleika getur verið gott að gera bandalag við einhvern sem getur haft hag af og orðið þér þannig að liði, svo sem einhvern í fjölskyldu eða í kunningjahópi. Leifa þessum hópi að vera þátttakanda við að fullmóta hugmyndina þannig að þú sjáir hana fyrir þér sem veruleika.
Eins skaltu nota hugmyndir sem verða á vegi þínum sem verða til þess að hjálpa þér að ná höfuð markmiði þínu. Ekki gleyma að fjarhrif geta fært þér hugmyndir og lausnir í formi hugboða. Fylgdu þeim eftir án þess að hika.
- 1. Á leiksviði lífsins; Allt sem hefur verið og allt sem er hefur alltaf verið í heiminum einnig allt sem á eftir að verða það á bara eftir að uppgötva það. Einnig getur allt sem hugur þinn getur ímyndað sér og gert skýra mynd af orðið. Allt sem fyrir þig kemur var ímyndun þín búin að sjá fyrir þó svo að þú munir það ekki, prófaðu að skrifa niður á blað eitthvað sem þú villt að komi fyrir þig, geymdu það og sannaðu til einhvern daginn hefur það gerst sem þú sást fyrir og skrifaðir niður.
- 2. Ímyndaðu þér í smáatriðum; Sjáðu það skýrt fyrir þér sem þú lætur þig dreyma um og einhvern daginn mun það verða á vegi þínum þér til handa. Flesta dreymir dagdrauma sem koma og fara, ef þeir eru notaðir á markvissan hátt við að sjá það fyrir sem þú raunverulega þráir munu þeir færa þér það, ekki fyrir tilviljun heldur vegna þess að þannig virkar lögmál alheimsins.
- 3. Að vera reiðubúinn I; Að langa í eitthvað er ekki það sama og þrá eitthvað og trúa að maður öðlist það. Ef þig hefur alltaf langað í eitthvað er ekki víst að þú sért reiðubúinn til að taka við því þegar þér gefst kostur á því að fá það. En ef þú trúir að þú fáir það sem þú þráir verðurðu reiðbúinn til að taka á móti því þegar þér býðst það.
- 4. Að vera reiðubúinn II; Tengdu ímyndunaraflið við vellíðan og góða útkomu, þannig að þegar þú óskar þér einhvers sjáðu það þá fyrir þér í skýrri mynd eins og það hafi þegar orðið og þér líði vel með það sem þú hefur öðlast. Farðu aftur og aftur í huganaum og sjáðu fyrir þér að þú hafir náð markmiði þínu. Ekki flækja hugsun þína í því hvernig þú ætlar að yfirstíga ímyndaðar hindranir á leið þinni að því markmiði sem þú óskar þér, þú yfirstígur þær þegar þar að kemur og líklega verður þú þeirra aldrei var .
- 5. Hrífandi rök; Notaðu ímyndunaraflið til að sjá það það skýrt í huga þínum sem þú vilt að verði, og gerðu ekki ráð fyrir öðru en svo fari. Ef þú gerir þetta verður það sem ímyndunarafl þitt sér. Ef þú vilt prófa þetta skrifaðu þá eitthvað af því niður sem þú vilt að þú hafir, eða gerist í þínu lífi eða annarra sem þér þykir vænt um, skrifaðu dagsetninguna hjá þér og einhvern daginn mun þetta koma fram. Meðan þú ert að sannreyna þetta lögmál, byrjaðu á því smáa og einfalda seinna þegar þú hefur séð þetta virka og fengið sterka trú fyrir því að þetta virkar getur þú nýtt þér þetta lögmál til enn frekari velgengni. Munurinn á þeim sem nýtur velgengni og þess sem ekki nýtur hennar er yfirleitt ekki annar en að sá sem nýtur hennar gerir aldrei ráð fyrir öðru en að svo verði.
- 6. Léttirinn yfir því; Að eitthvað gerðist ekki sem hugsanlega gat gerst, t.d. þú misstir ekki af flugi þó tímaáætlunin væri ströng, þú villtist ekki né lentir í umferðaróhappi þó að þú værir á ferð á ókunnum götum í mikilli umferð. Gerðu ráð fyrir léttinum fyrirfram notaðu trúna til að sjá það fyrir þér og gera ráð fyrir að allt fari vel, vertu sannur í því og haltu engri ef þetta fer illa áætlun eftir. Þannig verður lífið svo miklu auðveldara.
- 7. Draumar grundvallaðir; Leifðu ímyndunaraflinu að sjá fyrir í huga þínum það sem þig dreymir um að verði að veruleika. Gefðu draumnum eins mikinn veruleika og þú mögulega getur, sjáðu þig fyrir eins og hann hafi þegar orðið að veruleika, finndu lykt, heyirðu hlóð og ímyndaðu þér veðrið og fólkið sem þú vilt hafa í draumnum þínum. Vertu varkár um það sem þig dreymir, því draumar rætast, haltu því huga þínum jákvæðum og hugsaðu á jákvæðan hátt svo niðurstaðan verði eins og þú óskar.
- 8. Ferðast í tíma; Allir kannast við það að tíminn getur verið mis lengi að líða, klukkustundir geta verið eins og sekúndur ef hugurinn er upptekinn við það sem er áhugavert, og tíu mínútur geta verið eins og klukkustundir við leiðinlegar aðstæður. Notaðu ferðalög í tíma til að upplifa drauma þína, lokaðu augunum og hugsaðu þér tímann sem línu frá vinstri til hægri, þú ert staddur í núinu á miðri línunni til vinstri er fortíðin til hægri er framtíði. Þú lokar augunum ferð til vinstri og einbeitir huganum að atburði í fortíðinni sem er þér mikils virði, upplifir hljóð, lykt og fólkið sem var í kringum þig og allt það sem þú manst gott við þennan atburð til að gefa honum raunveruleika. Nú opnarðu augun og ert staddur í nútímanum ekkert hefur gerst þarna á milli, nema þú ferðaðist í tíma. Notaðu sömu aðferð við það sem þú þráir nema þá ferðu tímalínuna til hægri út í tómið, þar læturðu hugann skapa mynd af því sem þú villt að verði, sjáðu fyrir þér myndina eins og um kvikmynd væri að ræða, heyrðu hljóð, finndu lykt, talaðu við fólk og allt það sem getur gefið þessari hugsýn veruleika. Þegar þú opnar augun ertu aftur í nútímanum og þarna á milli hefur ekkert gerst. Með því að endurtaka þessa aðferð aftur og aftur með það sem þú raunverulega þráir munu þær aðstæður sjálfkrafa verða á vegi þínum sem láta draum þinn rætast.
- 9. Trúin vinnur; Allt sem er í heiminum og allt sem hugur þinn getur ímyndað sér hefur alltaf verið til. Flesta langar einhvern tíma til að komast í aðra stöðu en þeir eru í, hafa aðra vinnu, eiga meiri peninga, vinna afrek, skapa listaverk o.s.f.v.. Sjáðu fyrir þér skalann 1 - 10 og ef þú lætur ímyndunarafl þitt sjá þig fyrir í þeirri stöðu sem þú óskar þér ertu á 1, byrjaðu þar að vera í þeirri stöðu sem þú ímyndaðir þér. Flestir eða um 95% fólks vill byrja á 5, það er að það ætlar að byrja á að láta drauma sína rætast þegar það er komið í betri vinnu eða á meiri peninga og heldur því áfram að vera fast í þeirri stöðu sem það þegar er, trúin á það að draumurinn sé orðin að veruleika á 1 er það sem skilur þau 5% fólks sem njóta mikillar velgengna frá hinum. Ef þú ætlar að láta draum þinn verða að veruleika trúðu að hann sé þegar orðinn um leið og þú hefur gert þér skýra mynd af honum í huga þínum. Ef þú ætlar að fresta því þar til þú átt meiri pening eða aðstæður verða betri læturðu hindranirnar sem þú sérð á þeirri stöðu sem þú ert í, kæfa drauminn.
- 10. Hversu langt er að markinu; Flestir telja að með velgengni sé átt við að því takmarki sem sett er verði náð á tilteknu tíma. Þú ákveður markmið þitt og á vissum degi í framtíðinni ætlarðu að vera búin að ná því. Þetta getur orðið til þess að ef þú nærð ekki markmiði þínu á tilteknum tíma teljir þú þig vera mislukkaðan og gefst upp. Í reynd byrjaðir þú sem mislukkaður vegna þess að þú byrjaðir á því að telja þér trú um að þú hefðir ekki náð þessu markmiði og þyrftir að ná því innan viss tíma. Byrjaðu því á því að hugsa eins og þú hafir þegar náð markmiði þínu um leið og þú hefur séð það fyrir þér í huga þínum, settu þig í nýja stöðu samkvæmt því. Þetta á ágætlega við þegar fólk ætlar að léttast flestar megrunarátök mistakast eftir ákveðinn tíma en ef þú hefur ekki tímamörk og ferð ekki í átak heldur breytir mataræðinu þá hefurðu skipt um stöðu og þú finnur út hvaða mataræði það er sem sem gerir það að þú ert í kjörþyngd. Þannig er þetta með alla velgengni, byrjaðu á því að hugsa eins og þú hafir náð markmiði þínu því að þá hugsarðu út frá því sem þú átt en ekki því sem þig skortir, t.d. ef þér finnst þér vanta meiri peninga er sú tilfinning sem því fylgir ekki góð, hún byggir á skorti á peningum. Hinsvegar, ef markmið þitt er að eignast meiri peninga til að verða frjálsari af því í hvað þú eyðir tíma þínum, en getir eftir sem áður séð fjölskyldu þinni farborða, þá byggir sú hugsun á sköpunarkrafti.
- 11. Skjótfengin ánægja; Það er sama hvert er litið allsstaðar geturðu komist yfir það sem hugurinn girnist með því að kaupa og borga seinna með afborgunum, blöð og sjónvarp er fullt af svona tilboðum frá verslunum, bílasölum og bönkum. Ef þig langar í tiltekinn hlut getur þú í flestum tilfellum veitt þér þá ánægu að "eignast" hann. Ánægjan við að "eignast" hluti á þennan hátt er skjótfenginn en hún hefur líka þann ókost að henni fylgir frelsisskerðing. Þú sérð flottan bíl sem er til sölu það er auðvelt að fjármagna kaupin með bílaláni, ánægjan við að keyra um á bílnum og sýna vinum og kunningjum hve flottan bíl þú átt er skjótfengin með þessu móti. En svo kemur að afborgunum þú gætir þurft að bæta við þig í vinnu til að hafa fyrir þeim, í viðbót við allt annað, og þá kemur að því að þú hefur minn tíma fyrir vinina þú ert ekki eins frjáls og þú varst áður í hvað þú notar tímann þinn. Farðu því varlega í að girnast hluti, farðu yfir það í huganaum þegar þú verslaðir hluti í fortíðinni sem veittu þér ánægu og vertu alveg heiðarlegur gagnvart þér hvort um var að ræða varanlega ánægu eða skjótfengna ánægju.
- 12. Næmi fyrir smáatriðum;"Dani nokkur fór í skíðaferðalag til Ítalíu í rútu, ferðin tók 20 tíma og á leiðinni fannst honum hann vera innilokaður í allt of langan tíma. Hann hugsaði hvað mikið betra væri að ferðast með flugi og ímyndaði sér þegar hann væri á leiðinni heim væri hann í flugvél. Síðasta kvöldið í skíðaferðalaginu var hann nefbrotinn í ryskingum, þar sem hann var ekki í ástandi fyrir 20 tíma rútuferð borgaði ferðatryggingin flugfar fyrir hann heim." Þessi saga sýnir að draumar rætast, kannski vitum við ekki nákvæmlega hver aðdragandinn er enda skiptir það ekki öllu máli. Þegar ímyndunarafl þitt hefur séð fyrir sér það sem þig dreymir um skaltu halda þig við það í huga þínum snúðu aftur að draumnum nákvæmlega eins og þú ímyndaðir þér hann í fyrstu, ekki falla í þá gryfju að fara að hugsa um þær hindranir sem kynnu að vera í veginum fyrir því að hann rætist, það er ekki þitt hlutverk. Hugsaðu þetta eins og þú værir að sá fræi, þú sáir með því að sjá draum þinn fyrir þér í huganum, vökvar með því koma aftur að honum eins og ímyndun þín sá í fyrstu. Þú ræður hvort því sem er ekki veðrinu en ef þú hefur sáð á réttan hátt og vökvað reglulega geturðu verið nokkuð öruggur með uppskeru.
- 13. Áhættan sem þú tekur; Alltaf er fólk að vega og meta áhættuna sem það tekur í lífinu, það sem einum kann að virðast áhætta er það alls ekki fyrir annan. Einum getur þótt áhætta í því að skipta um vinnuveitandi meðan öðrum finnst öruggast að stofna til eigin atvinnurekstrar sér til lífsviðurværis. Áhættan sem þú tekur er útfrá hvaða sjónarhóli þú metur hana. Mesta áhættan sem þú í raun tekur er sú að halda áfram að vera í stöðu sem þú kærir þig ekki um vegna þess að þú telur að hún feli í sér öryggi. Því skaltu breyta um stöðu með því að sjá þig fyrir þér í þeirri stöðu sem þú óskar þér eins og þú villt að hún verði, hver er þá áhættan? Ekki setja þetta sem framtíðarmarkmið heldur trúðu að þú sért kominn í nýja stöðu því þú ert þegar farinn að sjá hlutina út frá nýjum sjónarhóli, en ekki út frá einhverju sem þig skortir og þú hyggst öðlast einhvertíma í framtíðinni.
- 14. Þú þarft ekki að vera skipulagssnillingur; Til að öðlast velgengni í lífinu eða á afmörkuðum sviðum er fólki tamt að hugsa sem svo að það þurfi að leggja mikið á sig vinna hörðum höndum, færa fórnir og skipuleggja ferlið að markmiðinu. Við ölum börnin okkar upp með það að leiðarljósi að þau verði farsæl í lífinu. Samt eigum við til að benda einlægri barnssálinni á það að hlutirnir séu ekki eins einfaldir og þeir sýnast, það þurfi að hafa fyrir hlutunum og leggja hart að sér. En er það alveg svo, er það ekki þannig að þeim um meira sem þú vinnur í þér inn á við þeim mun farsælli verðurðu. Langur vinnudagur með miklu erfiði leiðir ekkert frekar til velgengni í lífinu. Þú þarft ekki að vera skipulagssnillingur sem gerir nákvæma hernaðaráætlun um það hvernig þú ætlar að ná markmiði þínu um það að láta draum þinn rætast og leggja síðan hart að þér í vinnu samkvæmt því. Þú þarft aðeins að sjá hann fyrir þér í huga þínum og upplifa hann þannig, það er ekki þitt að flækja þig í öllum þeim smáatriðum sem hugsanlega gætu orðið hindranir á leið þinni að markmiðinu. Jesú sagði að menn kæmust ekki í guðsríki nema að trúa með einlægni barnsins.
- 15. Rödd skinseminnar; Fyrir 95% fólks er skinsemi eitthvað sem þú getur snert eða er almennt viðurkennt sem staðreynd. Ef þú segir fólki að þú ætlir að eignast nýja draumabílinn þinn og þú vitir að svo verði því þú hafir séð það fyrir þér í huganum vitir þess vegna, hvað þetta er góður bíll fyrir þig, þá munu margir benda þér á þau skinsamlegu rök að til þess að eignast þennan bíl þurfirðu að taka bílalán og vinna meira til að greiða af því. Þú þarft ekki að taka þessum rökum því að þetta er þeirra skinsemi frá þeirra sjónarhóli. Ef þig dreymir um eitthvað t.d. stærra hús þá skaltu láta ímyndunaraflið sjá þig fyrir sér í þessu húsi við að skipuleggja innanstokksmuni, mála, slappa af eða hvað það sem gerir hugmyndina raunverulega í huga þínum. Ekki flækja þig í þeirri hugsun að þú þurfir að auka við skuldir og vinna meira til að ósk þín rætist með því ertu farinn að skapa það sem þig skortir til þess að draumur þinn rætist. Upplifðu draum þinn eins og hann hafi þegar rætts það er svo undir skinseminni komið hvenær og með hvaða hætti hann rætist.
- 16. Lendardómurinn og lögmálið; Kringumstæður geta verið misjafnar kannski ertu það skuldugur að mestur tími þinn fer í að halda þér á floti fjárhagslega og ert minntur á það daglega með greiðsluseðlum og innheimtupósti. Kannski ertu ekki í þeirri vinnu sem þú óskaðir þér og þér leiðist að þurfa að mæta til hennar á hverjum degi. Láttu kringumstæðurnar samt ekki birgja þér sýn á það sem þig raunverulega dreymir um, notaðu hugsun þína til að sjá skýrt fyrir þér hvernig þú villt að lífið sé. Með því að fara yfir það aftur og aftur í huganum á skipulagðan hátt hvernig þú vilt að draumur þinn rætist og gefur honum allan þann raunveruleika sem þér mögulega er unnt, munt þú skipta um stöðu og hugsa allt út frá þessari nýju stöðu. Sjáðu þig fyrir þér þar sem hæfileikar þínir njóta sín, þar sem þú kynnist fólki sem þú og það hefur hag af því að þið kynnist og áður en þú veist af verðurðu kominn í þær kringumstæður sem þig dreymir um, svo framarlega sem þú ert staðfastur í jákvæðum draumi þínum og trú.
- 17. Hugurinn veit meira en þú; Hefurðu ekki orðið var við að þegar síminn hringir þá hefurðu verið búinn að fá á tilfinninguna hver það er sem er að hringa og hefurðu ekki orðið var við að þú hefur hugsað um einhvern eða eitthvað á svipuðum tíma og eitthvað var að gerast hjá viðkomandi. Hugurinn veit meira en þú vegna þess að hugurinn er meira en þú. Vísindin segja að við notum ekki 95% af heilanum, en er það svo? Notum við ekki þann hluta sem okkur er kennt í uppeldi og skóla, þ.e. þann hluta sem við erum þjálfuð til að nota í starfi til að afla okkur tekna næstu 50 árin. Erum við ekki fyrst og fremst þjálfuð til að skila ákveðnum verkefnum og borga bankanum til baka það sem við fáum lánað hjá honum til að eignast það sem okkur er talið trú um að við þurfum á að halda í lífinu? Kenndu barninu þínu að nota ímyndunaraflið, að nota hugann til að skapa þær myndir sem það þráir. Kenndu því aðferðirnar til að nota hugann frekar en staðreyndirnar sem hvort sem er eru kenndar í skólum og af öllu umhverfinu.
- 18. Barist við vanann; Þegar þú hefur séð fyrir þér það sem þú óskar þér þá segir vaninn þér að setja áætlun í gang og tímasetja markmið hvenær þessi ósk á að vera orðin að veruleika. Settu þér ekki tímamarkmið sem geta brugðist, lifðu samkvæmt þeirri tilfinningu að þú hafir þegar fengið ósk þína uppfyllta. Sjáðu það fyrir þér og finndu það. Vaninn segir þér að líta raunhæft á málin, leggja kalt mat á hlutina. Leggðu þennan vana til hliðar láttu tilfinninguna segja þér hvort þú ert að fá óskir þínar uppfylltar, ef þér líður vel með það sem verður á vegi þínum varðandi þær ertu á réttri leið.
"Mikil afrek verða aldrei til vegna sjálfselsku og eigingirni".
Jesú sagði; Matt.17.20 Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta: Flyt þig héðan og þangað og það mun flytja sig. Ekkert verður yður um megn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)