Færsluflokkur: Lífstíll

Lögmál uppskerunnar.

Uppskerðu með því að leggja aukalega á þig,  veittu meiri þjónustu en greitt er fyrir, gerðu það alltaf og gerðu það með jákvæðu viðhorfi. 

"Eitt af því sem þú ættir að gera að þínum lífsstíl er að hætta að nota orðið ómögulegt."

Flestir kannast við að tíminn flýgur og þreyta gerir ekki vart við sig þegar unnið er við það sem er mjög áhugavert, jafnvel þó engin þóknun sé í boði. 

Þó svo hlutirnir virðist mótdrægir þá kemur að endanum að því að það sem unnið er að af brennandi áhuga, einlægni og eldmóði skilar árangri.

Hvað sem það er sem þú vinnur að eða villt koma á framfæri, gerðu það eftir bestu getu og gerðu meira en þú færð greitt fyrir.

Í fyrsta lagi byggirðu upp orðstír um að þú veitir meiri þjónustu og betri þjónustu en þú færð greitt fyrir og þú munt hagnast á öllum samanburði, því mun verða eftirspurn eftir þinni þjónustu sama hvert starf  þitt er.

Önnur ekki síðri ástæða fyrir því að gera meira en þú færð greitt fyrir, er ein af grundvallar ástæðum náttúrunnar, sem er ágætlega lýst þannig að ef þú bindur hægri höndina á þér niður með síðunni til að spara hana verður hún að endingu ónýt af notkunarleysi, en ef þú þjálfar hana með áreynslu og notkun verður hún sterk og ávalt tilbúin til átaka þegar á þarf að halda.

Eins og bóndinn undirbýr akurinn fyrir sáningu, án þess að fá greitt fyrir undirbúninginn, þá mun hann  fá uppskeru inna ákveðins tíma sem er margfalt það sem hann sáði og því meira eftir því hvað hann lagði í undirbúninginn.  Ef þú áttar þig á hvernig þetta lögmál virkar þá munt þú uppskera margfaldlega.

"Maður með þekkingu er sá sem hefur lært að komast yfir allt sem hann þarfnast án þess að brjóta á rétti náungans.  Þekkingin kemur að innan með baráttu, framtaki og hugsun."

Hvert er það fjall sem þú þarft að flytja með trú þinni, þó hún sé ekki stærri en mustarðskorn?  Það er tilfinningin fyrir því að þú hafir verið snuðaður, að þú hafir verið beittur rangindum, ekki fengið greiðslu fyrir þá þjónustu sem þú hefur látið af hendi. Þesskonar hugsanir er mikilvægt að dragnast ekki með eins og lík í farteskinu.

Mundu að þeim meira sem bóndinn hlúir að akrinum þeim meiri uppsker hann og uppskeru tíminn kemur.

Lögmál uppskerunnar er; leggðu meira í vinnu þína en greitt er fyrir og þú munt uppskera margfalt.

Þú þarft ekki að biðja aðra um leifi fyrir því að gera meira en þú færð greitt fyrir.  Ef þér tekst ekki að gera meira en þú færð greitt fyrir, er líklegt að þér takist ekki heldur að ná þínu markmiðum.

Viðurkenndu það að þegar starfsumhverfið hefur ekki verið samkvæmt þínum óskum hefur þú hugsað, þetta er ekki þess virði að halda áfram og hefur síðan hætt.  En í stað þess að hætta vegna hindrana sem þarf að yfirstíga, hefðirðu átt að hafa í huga að lífið sjálft er röð af yfirstíganlegum erfiðleikum og hindrunum.

"Það er enginn maður latur. Sá sem virðist latur og uppburðarlítill er maður sem ekki hefur fundið starfið sem hæfir honum."

Þú getur ekki orðið frumkvöðull án þess að gera meira en þú færð greitt fyrir, og þú nýtur ekki velgengni fyrr en þú þroskar með þér frumkvæði á þínu sviði.

"Ef þú trúir á það ósýnilega geturðu vænst þess að fá meiri umbun en þú hefur gert þér í hugarlund."

Prédikarinn 3.22.  Þannig sá ég, að ekkert betra er til en að maðurinn gleðji sig við verk sín, því að það er hlutdeild hans.  Því hver kemur honum svo langt, að hann sjái það sem verður eftir hans dag?

 


Umburðarlyndi.

Umburðarlyndi er eitt af því göfuga sem prýðir manninn.  Hvað umburðarlyndi er, getur verið erfitt að skilgreina, hvort það felst í því að láta aðra vaða yfir sig og þora ekki að halda fram sínum skoðunum þegar hún er önnur en viðmælandans.  Kannski er umburðarlyndi best lýst á þann hátt að það er þegar maður virðir  rétt náungans til að hafa á röngu að standa.

Auðveldara getur verið að skilgreina umburðarlindi út frá því hvað er óumburðarlyndi og hvernig það vinnur gegn einstaklingnum jafnt sem fjöldanum.  Því óumburðarlyndi er fáfræði sem verður að yfirvinna áður en þolanlegri velgengni er náð.

Það eru tvö mikilvæg einkenni á óumburðarlyndi; 

Í fyrsta lagi er óumburðarlyndi aðal orsakavaldur alls ófriðar.  Það býr til óvini í leik og starfi.  Það býr til ósamstöðu meðal skipulegra afla í samfélaginu á þúsund vegu og stendur eins og öflug hindrun í að leysa deilur.  Það virðir ekki rök en lítur múgsefjun þess í stað.

Í öðru lagi er óumburðarlyndi höfuð ósamstöðu þátturinn milli trúarbragða heimsins, þar sem það virkar sem dragbítur á farsæla notkun þessa mikla afls til góðs á jörðinni.  Með því að flokka það niður í hin ýmsu sértrúarsöfnuði og hópa sem eyða jafnmiklu afli í þrætur við hvern annan og þau nota til að vinna gegn hinu illa í heiminum. 

Þessir þættir, sem mætti kalla almennt óumburðarlyndi, hafa háhrif á okkur sem einstaklinga.  Það er augljóst að það sem stendur í vegi fyrir því góða í þróun siðmenningar er hindrun fyrir einstaklinginn.  Þessi óumburðablyndu viðhorf hafa áhrif á einstaklinginn eftir því á hvaða menningarsvæði hann er upprunnin og birga honum oft sýn á það góða sem aðrir menningarheimar hafa að bjóða.  Einstrengingsleg sýn á það sem telst hið eina rétta er helsta fóður óumburðarlyndis.  Oftast er þessi sýn byggð á því sem okkur hefur verið sagt og talin trú um, frekar en við höfum aflað okkur raunverulegra þekkingar af eigin reynslu með því að reyna að skilja aðra af umburðarlyndi.

"Hjörtun eru eins og dyr sem opna má auðveldlega með litlum lyklum, sem við skulum ekki gleyma hverjir eru:  "Þakka þér fyrir vinur" og "vildirðu vera svo vænn"."

Þú ættir því að hafa í huga hvar þú hlaust þín gildi á lífinu almennt.  Rekja hvar þú hefur fordóma gagnvart hinum ýmsu málum.  Vera meðvitaður um hversu mikið af skoðunum þínum eru uppeldislegar og hafa verið innrættar.

"Það þarf ekki að taka nema nokkrar sekúndur að veita ávítur, en það getur tekið þann sem varð fyrir þeim allt lífið að gleyma þeim."

Flokkadrættir gagnast heildinni ekki og það hefur ekki gagnast þeim sem vinninginn hefur í erjum að kúga þann sem undir verður. Umburðarlyndi og samvinna er það sem kemur öllum best.

Ég vona að ég eigi ekki eftir að hitta Breta eða útrásarvíkinga, Múslíma né seðlabankastjóra, hvorki, hvíta, svarta né skáeygða þegar ég kem í Paradís.  Ég vonast til að finna þar mannlegar sálir, bræðra og systra sem eru ekki flokkaðar eftir stöðu, lit, trú eða þjóðerni svo ég geti látið af öllu mínu óumburðarlyndi og fáfræði, geti þannig dvalið þar óáreittur og ánægður.

Jesú sagði   Lúkas 18.17  Sannarlega segi ég yður:  Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.

 


Snilldarlögmálið.

Samstillt átak tveggja eða fleiri í anda fullkomins samhljóms til að ná tilteknu markmiði.

Flest munum við eftir því sem börn að hafa óskað okkur að fá eitthvað ákveðið í jólagjöf, oft vildi svo skemmtilega til að eimmitt þess sem var óskað var í einum af pökkunum.  Þannig er þetta í lífinu ef einhvers er óskað af einlægni, án eigingirni og sem getur orðið draumur margra, þá verður til samstillt átak til að veita druminum brautargengi .

Svona samhljómur verður til þegar fleiri en einn koma sér saman um að vinna að ákveðnu markmiði, hugmyndir og lausnir koma að úr mörgum áttum, við það verður til mun öflugri hugsun en þegar einn hugur vinur að sama marki .

Fjarhrif og hugboð getur einnig verið hluti af þessum samhljóm, stundum verða hugboð til þess að aðstæður verða til, sem er þarfnast.  Við vitum ekki hvers vegna við fáum hugboð, kannski er það annarra hugsun, hugsanaflutningur frá einhverjum sem veit hvers er þarfnast eða ábending æðri máttarvalda.  Það er staðreynd að raddir, tónlist og myndir berast með ljósvakanum (útvarpsbylgjum).  Eins ættu hugsanir okkar að getað borist eftir þessum sama ljósvaka sem við öndum að okkur hverja stund.  Verum móttækileg fyrir þeim jákvæðu boðum sem sem við fáum með því að halda huga okkar hreinum og sendum fá okkur jákvæðar hugsanir.

Þegar unnið er að stóru markmiði ber að leitast við að ná samhljóm, með því að upplýsa þá um markmiðið sem það varðar, svo sem fjölskyldu, vini og viðskiptafélaga.  Við það leysist úr læðingi sú hugarorku sem þeir ráða yfir, til að markmiðinu verði náð.

Jesú sagði: Matt.18.19  Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim.

 

 


Gullna reglan.

Gullna reglan er einföld; gerðu öðrum það sem þú vilt að þeir geri þér, ef þú værir þeirra sporum.  Þessi regla nær út fyrir allt og er lögmálið sem segir við uppskerum eins og við sáum.   Þú getur ekki breytt eða umsnúið þessu lögmáli, en þú getur aðlagað þig að því og þannig notað ómótstæðilegt afl þess til að ná þínum æðstu markmiðum, sem þú gætir ekki án þess hjálpar.

Þetta lögmál nær ekki einungis til gerða þinna, hvort þú sýnir öðrum ósanngirni eða velvild, það gengur miklu lengra en það, því það nær til hverrar hugsunar sem þú hugsar.  Því skalt þú hugsa til annarra eins og þú vilt þeir hugsi um þig.  Lögmálið sem gullna reglan er byggt á byrjar að hafa áhrif til góðs eða ills um leið og hugsunin verðu til.  Með því að virða þetta lögmál og nota þessa gullnu reglu verður heiðarleiki sjálfkrafa til, þú hefur ekki efni á að hata, öfunda, lítillækka eða fara illa með nokkra manneskju og þú hefur ekki heldur efni á að svara í sömu mynt þó einhver komi illa fram við þig. 

Hafðu fullan skilning á þessu lögmáli og þú munt vita, án minnsta efa, að með hverri aðgerð sem þú framkvæmir gegn því ertu að vinna gegn sjálfum þér.

Tólf ráð til að tileinka sér gullnu regluna:

  1. Ég trúi að gullna reglan eigi að vera grundvöllur allra mannlegra samskipta.  Þess vegna mun ég aldrei gera öðrum það sem ég vildi ekki að þeir gerðu mér ef ég væri í þeirra sporum.
  2. Ég ætla að vera heiðarlegur í viðskiptum við aðra jafnt í stórum sem smáum atriðum, ekki einungis vegna þeirrar vonar minnar að ég sé sanngjarn, heldur ekki síður til að tileinka undirmeðvitund minni heiðarleika sem koma mun fram í persónuleika mínum.
  3. Ég ætla að fyrirgefa þeim sem eru ósanngjarnir við mig, án þess að hugsa um það hvort þeir eigi það skilið.  Ég veit að lögmál fyrirgefningarinnar styrkir persónuleika minn og heldur áhrifum sárinda frá undirmeðvitund minni.
  4. Ég mun ávalt vera örlátur og sanngjarn í samskiptum við aðra, jafnvel þó ég viti að það mun ekki verða eftir því tekið né þegið, vegna þess að ég að nota þetta lögmál til að byggja upp eigin persónuleika og veit að þverskurðurinn af honum munu vera gerðir mínar og dáðir.
  5. Í hvert skipti sem ég sleppi því að afhjúpa veikleika og mistök annarra, mun mér ganga betur að leiðrétta eigin veikleika.
  6. Ég ætla ekki að baktala neina manneskju, sama hvað hún á það mikið skilið, því ég vil ekki sá neinum eyðileggjandi hugmyndum í undirmeðvitund mína.
  7. Ég geri mér grein fyrir mætti huga míns og því sem hefur áhrif á hugsun mína utanfrá, því mun ég ekki sá neinum niðurdrepandi hugmyndum.
  8. Ég mun yfirstíga algengar mannlegar hvatir s.s. öfund, sjálfselsku, afprýðisemi, illgirni, hatur, svartsýni, efa og hræðslu, þar sem ég trúi að þessar hvatir séu heimsins vandræðamesta uppskera.
  9. Þegar hugur minn er ekki upptekinn við að vinna að mínu aðal markmiði í lífinu, mun ég sjálfviljugur halda honum við hugsanir um hugrekki, sjálföryggi, og velvilja í garð annarra, sem og trú, trygglindi, ást á sannleika og réttlæti, vegna þess að ég trúi að með því að leggja rækt við þessi atriði muni ég stuðla að vexti góðrar uppskeru.
  10. Ég veit að skilningur á notkun gullnu reglunnar gagnast hvorki mér né öðrum nema að henni sé komið í framkvæmd.
  11. Ég skil að með notkun mun gullna reglan þróa persónuleika minn til hugsunar og athafna, þess vegna mun ég gæta þess hvað mun hafa áhrif á þá þróun.
  12. Skilningur á að langvarandi hamingju öðlast ég einungis með hjálpsemi við aðra, að velvilji er ávalt endurgoldinn þó hann sé ekki beint endurgreiddur, því mun ég gera mitt besta í að verða öðrum að liði þegar þess er óskað og þegar tækifæri gefst til.

"Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig" er lögmálið um gullnu regluna um að gera öðrum það sem að þú vilt að þeir geri þér.  Þetta er lögmálið um að svara í sömu mynt.  Þú munt fá til baka það sem þú gerir fyrir aðra og reynist þú þeim vel þá munu þeir reynast þér vel. 

"Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" er neikvæða hliðin á þessu sama lögmáli.  Sýnir þú öðrum yfirgang og illgirni munt þú uppskera það sama.

Þó þú beitir gullnu reglunni án þess að fá svörun sömu mynt í einhvern tíma, eða jafnvel aldrei frá sumum, þá skalt þú hafa í huga að orðspor þitt er byggt á áliti annarra, en þú byggir sjálfur þinn persónuleika.  Þú ættir einnig að koma auga á að án þess að beita gullnu reglunni, mun ræðumaðurinn ekki getað sannfært áheyrendurnar.  Gullna reglan gildir einnig um sölumanninn hann verður að selja sjálfum sér vöruna fyrst, áður en hann getur sannfært kaupandann.

Jesú sagði:

Matt  7.12  Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.     


Mistök.

Það ber ekki að líta á mistök sem endir, þau eru upphaf annars og meira.  Mistök geta verið blessun sem hægt er að læra af og eru oftar en ekki til að leiðrétta okkur þegar við höfum tekið ranga stefnu.  Maður sem aldrei gerir mistök lærir hvorki né þroskast, maður sem aldrei gerir mistök gerir yfir höfuð ekki neitt og er yfirleitt framtakslaus vegna hræðslu við að vera gagnrýndur fyrir verk sín.

Að gera sömu mistökin aftur og aftur er fáviska, en að nota þau mistök sem við gerum til að læra af þeim, efla sjálfstraust og athafnaþrá er skinsemi.  Eitt það versta sem við getum gert sjálfum okkur er að eyðileggja frumkvæði okkar af ótta við að gera mistök, þegar mistök eru í raun nothæfur lærdómur og ætti alltaf að vera skoðuð sem slík.  Mistök eru aðferð náttúrunnar til að undirbúa okkur fyrir stærri afrek en ekki til að brjóta okkur niður og halda aftur af frumkvæði okkar.  Velgengni virðist oft vera í hlutfalli við þá erfiðleika og mistök sem tekist hefur að yfirstíga.

"Munum að þegar lífið er mótdrægt, að af öllum þeim svipbrigðum sem lesa má úr andlitum okkar, leiftrar brosið mest."

Hugrekki þarf til að líta á mistök sem blessun í dulargervi, en þannig eru þau nú samt.  Columbus gerði á vissan hátt mistök þegar hann fann Ameríku, hann ætlaði til Indlands.  Edison gerði hundruð tilrauna sem mistókust áður en honum tókst að láta loga ljós í perunni með rafmagni.  Það má því allstaðar sjá að mistök geta verið blessun eða reynsla til að læra af.  Maðurinn frá Galíleu hefur eflaust litið út fyrir að hafa mistekist þegar hann hékk á krossinum, en með því sýndi hann, okkur öllum enn í dag, hvað mistök eru afstætt hugtak.

Verum þakklát fyrir þá reynslu sem kallast ósigur, vegna þess að ef við bugumst ekki og höldum áfram að reyna munum við ná miklum árangri á hverju því sviði sem við kjósum. Upplifum okkur ekki sem útskúfuð, sorgmædd né misskilin í lífsins glaðværu veislu.  Ánægjan sem við sækjumst eftir verður hvort því sem er ekki fengin að utan, hún kemur alltaf að innan.

Jesú sagði;  Matt.4.4  Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram   gengur af Guðs munni.


Frelsi og velsæld.

Veröldin sem við  lifum í lítur ákveðnum lögmálum.  Flest áttum við okkur ekki til fulls á hvernig þessi lögmál virka nákvæmlega, frá augnabliki til augnabliks.  Í raun og veru er mjög fáir sem skilja hvernig aðstæður augnabliksins urðu til.  Að skilja hvernig veröldin virkar og hver er okkar hlutdeild í henni, er það sem kemur okkur frá höftum og skorti  til frelsis og velsældar.

Hægt er að sýna fram á með andlegum og  vísindalegum staðreyndum,  að ég er ábyrgur fyrir öllu í mínu lífi og ég get breytt áhrifunum (afleiðingunum) hvenær sem ég kýs svo.

Hér skulu tilgreindar vísindalegar staðreyndir þessu til stuðnings.  Margir Nobels verðlaunahafar í eðlisfræði hafa sannað að hinn efnislegi heimur er einn hafsjór af orku sem leiftrar úr einum stað í annan á sekúndu broti.  Ekkert er óumbreytanlegt.  Þetta er heimur allsnægta og orku.  Það er sannað að hugmyndir sem við setjum saman og höldum staðfastlega í, mun þessi síbreytilegi orku heimur færa okkur efnislega.  Hvers vegna sjáum við þá ekki þessa orku og allt, þar með manneskjuna, sem leiftrandi orkuský?

Hugsaðu þér kvikmynd sem er ekki annað en samsafn 24 myndramma á sekúndu.  Hver rammi er aðskilinn með bili, en vegna hraðans tekur hver rammi við af öðrum, og augun nema þannig samhangandi kvikmynd.

Hugsaðu þér sjónvarp, sem er einfaldlega haugur af rafmagnsdóti sett saman á ákveðinn hátt, sem framkallar svo þreifanlega mynd sem spiluð er í óra fjarlægð.  Svona eru kvikmyndirnar færðar okkur með orku án þess að við sjáum hvernig.  Þú hefur 5 líkamleg skilningsvit til að skynja þessa orku (sjón, heyrn, snertiskin, lyktarskin, og bragðskin).  Hvert þessara skilningsvita ná yfir ákveðið svið(til að mynda er vitað að hundur heyrir annað tíðnisvið hljóðs en þú; snákur sér annarskonar birtu en þú o.s.f.v.).  Með öðrum orðum, skilningsvit þín skynja þetta haf orku frá ákveðnu en takmörkuðu sjónarhorni sem býr til mynd út frá því.  Hún er hvorki endanleg né nákvæm, heldur aðeins ákveðin túlkun.

Hugsanir okkar eru tengdar þessari orku og þær ákvarða hvað þessi orka skapar.  Þetta skírir hvers vegna jákvæða hugsun, bænir, trú, sköpunargáfu, markmiðasettningu og margt fleira er okkur nauðsynlegt.  Það sama getur átt við fátækt, sjúkdóma og einmanaleika. Hugsanir okkar bókstaflega ákvarða þann heim sem við lifum í efnislega.  Líttu í kringum þig.  Allt sem þú sérð byrjaði sem hugmynd, hugmynd sem var í vexti þangað til henni var útdeilt og  framsett,  varð þá að sýnilegum hlut í gegnum framleiðslu- og / eða þróunarferli.  Þú bókstaflega verður af því sem þú hugsar mest um.  Líf þitt verður af því sem þú hefur ímyndað þér að það verði og það sem þú trúir mest á að verði.  Lífið er nákvæm spegilmynd þín, sem gerir þér kleift að upplifa efnislega það sem þú telur vera sannleika.  Innra með þér veistu að þetta er satt, og það gerir flest fólk, og því vita flestir  af eðlisávísun að jákvæð hugsun virkar til góðs.

Orku eðlisfræðin sýnir þér að heimurinn er ekki þessi erfiði og óumbreytanlegi staður sem hann getur stundum virst vera.  Þess í stað er hann fljótandi staður sem stöðugt tekur breytingum eftir því hvernig við sem einstaklingar sjáum hann fyrir okkur, s.s. samfélag, land, fjölskylda, sólkerfi eða alheimur.  Við erum að byrja að að átta okkur á hugsýninni.

Úr hverju er líkami þinn gerður?  Vefjum og líffærum, úr hverju er vefjir og líffæri?  Frumum,  úr hverju eru frumur?  Sameindum, úr hverju eru sameindir?  Frumeindum,  úr hverju er frumeindir?  Öreindum, úr hverju eru öreindir?  Orku.  Nei þær eru ekki búnar til úr orku, þær eru orka.  Þú ert stór orku hlunkur og þannig er með allt annað.

Hugur og andi setur saman þessa orku í það efnislega form sem þú ert fær um að skynja.  Ef þú ferð inn á hátækni rannsóknastofu og færð að sjá sjálfan þig í stórri og öflugri rafeindasmásjá myndirðu sjá að þú ert gerður úr skýi af síbreytilegri orku í formi rafeinda, nifteinda, ljóseinda o.s.f.v..  Það sama á við um maka þinn, bílinn þinn, peningaveskið þitt og allt annað.  Orku eðlisfræðin sýnir okkur hvert viðfangsefnið er við nánari skoðun.  Viðfangsefnið er því ekki það sem við sjáum með okkar skilningsvitum, þegar grannt er skoðað.

Orka eru öreindir sem saman mynda frumeindir o.s.f.v. sem síðan mynda efni.  Efni er því orka.  Efni er ekki umbreytt orka, efni er orka.  Hefurðu heyrt um jöfnuna hans Einsteins, E=mc2?  Sem merkir að ákveðinn efnismassi m er samsvarandi orka sem er reiknanleg með því að margfalda hann með hraða ljóssins.  Þú ert því bókstaflega gerður úr ljósi, því sama ljósi og Biblían auk margra annarra túrarlegra bókmennta segja okkur að hafi verið það fyrsta sem var skapað.  Vísindalega má segja að þessar orku bylgjur breiðist út yfir tíma og rúm.  Aðeins þegar þú beinir athygli þinn í ákveðna átt verða þessar bylgjur hagnýtanlegar  sem atburður í tíma og rúmi.  Um leið og þú dregur athygli þína frá honum aftur, verða þær að bylgjum.

Þannig geturðu séð að athugun þín og eftirtekt á einhverju auk ásetnings getur hreinlega orðið að ákveðnum tímasetjanlegum atburði.   Meira að seigja samskipti þín við annað fólk þróast á þennan hátt, samkvæmt lögmálinu um orsök og afleiðingu. 

Heimur þinn er gerður af anda þínum, huga og líkama. Hvert þessar þriggja , andi, hugur og líkami hefur sitt sérstaka svið, án þess að skarast.  Það sem þú sérð með augunum og finnur með líkamanum er hinn efnislegi heimur, sem getur kallast líkamlegur.  Líkaminn framkvæmir(afleiðing) eftir skipun (frumkvæði, orsök).  Skipunin (frumkvæðið) kemur frá hugsuninni.  Líkaminn einn og sér getur ekki verið skapandi.  Hann getur aðeins reynt og upplifað það er hans sérstaða.  Hugsunin getur ekki reynt hlutina, hún getur séð þá fyrir, ímyndað og túlkað.  Hún þarf hinn efnislega heim, líkamann, til að sannreyna sig.  Sálin, andi þinn, er svo það sem gefur hugsuninni og líkamanum líf.  Líkaminn hefur ekkert frumkvæðið til að skapa, þó að gefnar séu hugmyndir um að svo sé.   Að halda það er orsök mikilla hindrana eins og þú ættir að sjá þegar þú skoðar tilgang og einkenni (eiginleika) hvers sviðs fyrir sig.

Andinn (sálin).  Gefur; lífskraftinn.  Einkenni; eilífur, takmarkalaus, alvitur, allur kraftur, einn með öllu, skilyrðislaus kærleikur, óttalaus.

Hugurinn.  Skapar og útfæri hugsanir, sækir orku til að hlutgera þannig að hægt sé að reyna líkamlega.  Einkenni;  Greinist í æðri og lægri.  Sá æðri vinnur með andanum sá lægri tekur mið af þörfum líkamans.

Líkaminn.  Til að upplifa.  Að reyna hlutina er aðeins hægt í heimi afstæðni (hugur og andi ríka í heimi alræðis, þar sem samanburður er ógerlegur).  Líkaminn er er hrein afleiðing og hefur ekki orku til að orsaka eða skapa.  Einkenni; Gerir hvað það sem hugurinn býður honum að gera.

Meðvitund og undirmeðvitund, meðvitundin er það sem þú hugsar meðvitað og getur ráðið yfir, undirmeðvitundin stjórnar því sem þú gerir án þess að hugsa, t.d. andadrætti og hjartslætti.  Ef þú sáir meðvitað í undirmeðvitundina því sem þú villt verða þá ertu kominn í samband við orku alheimsins og óskir þínar rætast eins og fyrir töfra. Það getur þú aðeins gert með huga þínum.

Jesú sagði:

Mark. 11.24  Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband