Efnahagsleg velgengni.

Til að byrja með geta einu vísbendingarnar fyrir fjárhagslegri framför staðfests hugarfarslega. Ef þú getur aðeins látið það nægja, án þess að ætlast til veraldlegra sannanna, mun árangurinn ekki láta á sér standa.

Þær aðstæður sem sem þarf að skapa svo úr verði augljós efnahagslegur árangur er tilfinningin fyrir því að svo verði, þannig hefur tifinningin búið til farveg fyrir aðstæðurnar. Þessar tilfinningalegu aðstæður gerir þú raunverulegar með hugarfari þínu, jafnvel þó engin önnur sönnunargögn séu merkjanleg.

Ef þú ert tilbúin til að láta hugarfar þitt og tilfinningalegt ástand vera til staðfestingar um velgengni þína, mun staðfestingin þá þegar fá framgang með betri líðan og sá dagur koma að sönnunargögnin verði sýnileg. En ef þú leitar sönnunargagna of fljótt og finnur ekki muntu missa móðinn.

Þörfin til að sjá strax árangur erfiðis er stærsta hindrunin fyrir flesta. Þegar óþolinmæðin rekur þig til að taka stöðuna of snemma, færistu frá takmarkinu sem þú stefnir að.

Engin löngun er vegna annarra ástæðna en fyrir trú þína á betri líðan við að uppfylla hana. Hvort sem það eru hlutir, haugur af peningum, góð sambönd eða líkamleg hreysti. Allar langanir stafa af þörfinni fyrir að líða betur.

Þegar þú hefur uppgötvað aflið við að líða betur fyrst, geturðu beint huganum frá vandamálunum s.s. streði, áreiti og öllu því sem þú villt ekki, beint huganum þess í stað að einfaldleika og dýpt eigin öndunar - þannig fundið leið til að leyfa huganum að dveljast annarstaðar en við óþolinmæði eigin hugsana.

Sannanir alls sem þú þráir eru að grafa sér farveginn til þín og eina hindrunin sem heldur aftur af þeim er framboð þitt af hugsunum sem valda tilfinningunni um að svo sé ekki. Þegar þú uppgötvar einfaldleika listarinnar við að leyfa ekki ónauðsynlega viðstöðu eigin hugsana, hleypirðu að öllu því sem þú hefur beðið um, því allt verður fyrst til í huganum og staðfestist með tilfinningunni.

Endursagt úr; Getting into the Vortex-The teachings of Abraham.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband