Færsluflokkur: Lífstíll

Efnishyggja og glötun sálar

Hið ósýnilega ríki liggur ekki í dvala. Það hefur alltaf verið virkt og stöðugt. Þetta er ríkið sem mótar heiminn. Óáþreifanlegt afl lífsins hin andlega vídd. Innan þess eru þeir vitsmunir sem koma á efnislegum heimi.

Andleg málefni hafa nú um langt skeið talist óraunveruleg vísindi. Vísindalega streyma þau samt inn í menninguna, ekki aðeins eftir andlegum leiðum, heldur á allan mögulegan hátt. Samruni efnis og andlegs hyggjuvits hefur alltaf verið í gangi. Nauðsynin á að vera meðvitaður um þessi sannindi mun einungis aukast.

Upp að vissu marki er efnishyggja góðra gjalda verð. Það er viðurkennt af flestum sem ekki eru of djúpt sokknir í efnislegan veruleika. Efnis- og einstaklingshyggja er nauðsynleg til að skynja tilveruna og tilgang jarðvistarinnar.

Þegar þeirri þekkingu hefur verið náð hefst leiðin til baka, -til uppruna vitundarinnar. Ef dvalið er of lengi í fangi efnislegra gæða, þá getur deyfð og andleysi átt sér stað, sem svo aftur kristallar ákveðinn vanþroska, sem leiðir til ofuráhrifa gróða afla.

Hvati andlegrar þekkingar, sem þróaðs afls, svífur um í efnis heiminum, en hefur verið hafnað af öflum sem vilja ekki að fólk uppgötvi sinn innra mátt. Greina má hvernig er skipulega unnið að því að hefta hyggjuvitið á ýmsum stigum mannsævinnar, -talið óumflýjanlegt af þeim sem vita hvað er í veði.

Öfl andlegs þroska hafa þannig unnið að því að ofurvæða efnishyggjuna. Dýpka ánetjunina í efnisleg gæði með því að búa til bæði gerviþarfir og gerviefnisform sem aldrei hefðu orðið til við náttúrulegt ferli eða í mannlegri þróun. Þetta er gert með að beita ákveðnu andlegu afli á efnissviðinu. Þessu er beitt með því að hindra endurnýjun mannlegrar reynslu umfram efnishyggjuna og beina henni inn í nýtt fljótandi form andlegrar efnishyggju sem virðist óefnisleg.

Misvísandi efnishyggju á stafrænu sýndarsviði, sem virðast vera andstæða efnishyggju, en vinnur í raun að því að dýpka fall mannsandans við efnisöflum. Þannig stafræn form eru nú þegar í notkun sem allsráðandi birtingarmyndir. Algerlega óraunveruleg mannleg reynsla, -í raun einungis fræðileg efnishyggja. Fræðileg efnishyggja táknar raunveruleikabyggingu, sem þarf ekki að vera efnisleg, en er samt varpað fram og byggð á efnislegum grunni.

Innan fræðilegrar efnishyggju er manneskjan yfirtekin með tilkomu spálíkana byggðum á sýndarveruleika. Þar býr heimur ritrýndra staðreynda og sönnunargagna. Lífsreynslan kemur frá þessu efnislega sviði spálíkana. Innrætir manneskjunni þannig lífssýn sem byggð er á staðreyndum sem viðurkenna engan veruleika utan þessa efnislega sýndarveruleika. Hugmyndin um sál eða andlega yfirskilvitlega hvatningu er annaðhvort talin auka afurð frá þessum efnislega veruleika, ef þá ekki alfarið hafnað sem ranghugmynd. Svo mikið er afl efnisandans á veruleikann.

Efnishyggja er fyrir löngu orðin að alheims vísindum og mun á endanum leiða til hnignunar. Hún orsakar vélrænan tilbúin hugsunarhátt sem að lokum veldur stöðnun hjá þeim öflum er knýja þróun mannsandans. Ef haldið er áfram á sömu braut, skerða þessi efnishyggjuöfl tækniframfara enn frekar mikilvægan andlegan þroska einstaklingsins. Á þessari vegferð sækist manneskjan eftir meiri efnislegum ávinningi en vanrækir þörf fyrir andlegar tengingar.

Tímarnir snúast um þróun efnisheimsins; og ef manneskjan á ekki að úrkynjast andlega og verða vitorðsvera vélar með lífsreynsluna í snjalltæki, þá verður að finna leið sem liggur frá því vélræna í átt að því andlega. Hins vegar eru ráðandi öfl sem eru andstæð andlegu frelsi og vinna að því að draga úr andlegri leit. Koma í staðinn með annars heims sýndarparadís þar sem allar þarfir geta verið uppfylltar með blekkingum.

Hluti af þessari allsráðandi efnishyggju eru hugmyndin um ódauðleika sem er að fæðast í gegnum transhumanisma. Þá er vísað til falsks ódauðleika sem virkar ekki í gegnum anda ódauðlegrar sálar. Heldur í gegnum framlengingu líkamlegra lífsgæða. Þessi leið mögulegs ódauðleika er innan líkamlega sviðsins en ekki þess andlega.

Þessi ódauðleiki verður að andlegu fangelsi vegna þess að hann neita innri anda að losna undan oki líkamans. Þetta leiðir til sálarleysis manneskjunnar þar sem tengingin við upprunann hverfur með tímanum. Þessi efnislega, transhumaníska vegferð laðar til sín þessa heims andleysi. Þess vegna er nauðsynlegt að vera á verði ef sálin á ekki að glatast.

Líklega er nú þegar til fólk sem gengur um einungis í efnislegum líkama, án sálar. Rudolf Steiner benti á þetta strax fyrir tíma transhumanismans þegar hann sagði; “... nokkurs konar afleiður einstaklinga birtast á okkar tímum, sem eru án sjálfs, en ekki raunverulegar manneskjur. Þetta er hræðilegur sannleikur...Þeir hafa áhrif af manneskju, en þegar betur er að gáð eru ekki mannlegir í orðsins fyllstu merkingu.”

Steiner lagði áherslu á að vera meðvitaður um að áhrifavaldar gætu verið í mannlegri mynd, en væru ekki mannlegir, einungis ytra útlitið gæfi svo til kynna. Hann hélt áfram að fullyrða: “Við hittum fólk í mannlegri mynd sem eru aðeins í ytra útliti sínu einstaklingar ... sannanlega eru þetta líkamlegar manneskjur, með líkama, en verurnar í þeim nýta sér þessa einstaklinga til að starfa í gegnum.”

Þetta vísar til þess að mannslíkaminn getur verið staður fyrir aðrar verur að starfa í gegnum, enda sagt áratugum fyrir daga internets og samfélagsmiðla. Heimur andans er ekki eins og við höfum haldið að hann væri. Með öðrum orðum, það er kannski ekki öll upplýsing siðleg þó hún sé hafin til virðingar.

Þetta felur einnig í sér mikilvægi almennrar dómgreindar byggðri á eigin innsýn. Því það eru andlegir kraftar almennings sem hafa mest áhrif innan efnislega heimsins. Og sumir þessara krafta virka í gegnum nærveru ákveðinna einstaklinga sem út á við geta virst vera sannir en eru það ekki.

Í þessu ljósi má sjá að annarlegar tegundir andlegs eðlis geta verið áhrifavaldar  mannkynsins í dag. Álykta má, án þess að það hljómi sem samsæriskenning, að ákveðnir valdahópar og mikilvægir einstakir meðlimir þeirra, séu undir ómannlegum áhrifum ómannlegra vera sem hafa hug á að koma fram ómannlegum markmiðum.

Slíkir hópar einstaklinga sýna skort á sálarheill – samkennd og samúð – og eru nánast félagsfræðilegur sýndarveruleiki úr spálíkani. En á sama tíma getur slíkt fólk birst á ólíklegustu stöðum og haft mikil áhrif á annað fólk, sérstaklega með orðum sínum í fjölmiðlum, en verið algerlega tilfinningalega skert.

Til enn frekari íhugunar; -þá gætu þessar verur verið hvattar með framgöngu sinni við að hindra tengingu annarra manna við eigin innsýn og andlegt leiðarljós. Með margvíslegum aðgerðum gætu þær einbeitt sér að því að afvegaleiða fólk frá hugmyndinni um frumspekilegan veruleika og eðlislæga tengingu þeirra við uppsprettu lífsnauðsynlegrar vitundar handan efnis-veruleikans.

Í öfgafullum tilfellum gætu slíkir verur jafnvel valdið mannslíkamanum tjóni og þannig skemmt hann sem lífvænlegt farartæki fyrir sálina á leið sinn til eilífðar, -einungis til að ná fram fjárhagslegum ávinningi. Eða hvað annað gætu þær vonast eftir að ná?

Aftur með vísan til Rudolf Steiner. Hann sagði: „Markmið þeirra að viðhalda lífinu, sem eingöngu efnahagslífi, mun smá saman útrýma öllum öðrum þáttum vitsmunalegs og andlegs lífs. Þannig uppræta andlega lífið nákvæmlega þar sem það er er virkast, -við að vinna að bættum efnahag.”

Með því að ræna menningar- og félagslegri umgjörð snýr fókusinn frá innra lífi til þess efnahagslega, sem hefur tilhneigingu til að verða virkast þegar fólk glímir við að fullnægja frumþörfum sínum. Ef það er óvissa, truflanir og sveiflur í þeim þáttum, þá getur fólk orðið fyrir sálrænum áhrifum á neikvæðan hátt. Fólk sem lendir undir yfirráðum slíkra efnahagsafla er hætt við að verða undirgefið t.d. í gegnum skuldir, þannig orðið líklegra til að missa persónulega valdeflingu og vilja.

Þegar skautað er í flýti yfir sitjandi leiðtoga, stjórnmálamenn, stórfyrirtæki, fjármálastofnanir osfv, getum við séð augljósan skort á hvers kyns heillavænlegri sálrænni hegðun. Þvert á móti virðast margir af þessum einstaklingum og hópum staðráðnir í að skerða frelsi, fullveldi og innri valdeflingu einstaklingsins.

Ef Steiner væri á lífi í dag myndi hann eflaust segja að það sem við erum að verða vitni að nú á efnissviðinu sé yfirtaka sálarlausra afla á plánetunni. Birtingamynd mannlegrar lífsreynslu með sálarlaus markmið og fyrirætlanir. -Ástæðu þess að svo margir upplifa þunglyndi, gremju og sinnuleysi – kulnun –, sem fólk telur sig ekki geta leyst úr og kemur fram í síþreytu sem yfirtekur daglegt líf.

Vegna alls þessa verður manneskja nútímans að stíga inn í hlutverk sitt sem líkamlegur fulltrúi andlegs lífs. Það er mikilvægt að frumspekilegur veruleiki sé aldrei smánaður, hvað þá slaufað, og að líf andans haldist heilbrigt og sterkt í allri tjáningu jarðlífsins. Ef einhvern tíma hefur verið barátta um mannssálina, þá er það núna.

Okkur væri því hollt að muna að hver einstaklingur býr yfir einstökum fjársjóði sem aldrei verður frá honum tekinn. Það er hin sanna eilífð, hinn raunverulegi ódauðleiki. Þetta eru því tímar mannsandans til að að vinna að sinni sálarheill.

(Endursögn og hughrif af Materialism & The Loss of Soul / Kingsley L Dennis)

 


Lausn

Ég undraðist lífið, þess leiðir og rök

og leyndustu tilveru dóma.

Ég leitaði að endi og upprunans sök

og eðlis míns kannaði dróma.

Mér fannst sem ég ætti að verjast í vök,

ef vísindin bárust á góma:

Þau kenndu um aflheimsins orku og tök

og efnin á hringsóli, bundin og slök.

— Ég treysti ei á mannvisku tóma

og töfrandi kenningaljóma.

Ég finn með mér eðlis míns eilífu rök

við innsýn i hjarta míns dóma.

 

Ég veit hvað það er, sem í brjósti mér brýst

sem bandingi, lokaður inni.

Ég skil hvað af öllum þeim átökum hlýst:

Mér er sem ég lausnina finni.

Ég sjálfur það er, sem til atlögu býst

úr örlagaskelinni minni.

Hún hefur að sál minni saumað og þrýst.

— Í svigrúmið eilífa fangelsið snýst,

svo vonirnar sigurhrós vinni

og vanmætti bandingjans linni.

Ég veit það er andinn, sem berst um og brýst

í brjósti mér, fjötraður inni.

 

Og múrarnir opnast sem útgöngudyr.

Í árheiði ljómar mér sunna.

Hún skinið ei hefur í fangelsið fyr

svo fagurt um ævina runna.

Og vonglaður fanginn til vegar ei spyr,

ef virkið er hrunið til grunna.

Hann sér, að hann þarf ei að kreppast þar kyr,

fyrst kominn er dagur með ljúfasta byr

um ljósbrautir ódáins unna

til allífsins svalandi brunna.

Nú brosa við önd minni útgöngudyr

og eilífðar vormorgunsunna.

 

Og vorhuga frelsinu fagnar mín önd

og finnst sem við takmarkið stæði.

Hún stefnir að árbjarmans roðagulls-rönd,

sem rís upp úr aldanna flæði,

og eygir þau heilögu hugsjónalönd

með hreinleikans fylling og gæði.

Hún veit hún er óhult í Alföður hönd

og örugg um björgun á lifenda strönd,

því byrinn, sem ber hana um græði,

er blíður sem ljóðfall í kvæði.

Með leysingjans feginleik fagnar mín önd

sem frelsuð í himninum stæði. —

 

Mér andi guðs beindi í hæðirnar hátt

frá hreggsollnu mannraunaflóði

og fjarlægði hrollkalda fangelsisnátt

og fyllti mig djörfung og móði

og þaggaði hjarta míns hamstola slátt

og hróp gerði að fagnaðarljóði,

—því keppi ég farsæll í frelsisins átt

með fjársjóð, er heimurinn metur oft smátt:

Sá auður er eilífðargróði

og arfleifð í kærleikans sjóði.- 

Á arnvængjum þrái ég að hefja mig hátt

frá helslóð í tímanna flóði.

(Steinn Sigurðsson 1872-1940)


Að endingu

Spurningin sem Don Juan lagði fyrir námsmann sinn Carlos Castaneda er enn í fullu gildi - „Spyrðu síðan sjálfan þig og aðeins þig einan, þessarar einu spurningar ... er þetta leið hjartans?"

Ef svo er, þá er leiðin greið, ef ekki, þá er hún ekki þess virði að fara hana, því það mikilvægasta í þessum heimi er ekki að finna utan okkar sjálfra.

Sérhvert samfélag eða menning sem viðurkennir ekki, og styður manneskjuna sem sál mun á endanum vafra um án lífvænlegrar framtíðar.


Til hvers er sál

það er engin mælikvarði á heilbrygði neins að vera viðurkenndur í sjúkum heimi. Við getum greint nærveru sálarháskans þegar hann gegnsýrir hugsun okkar og leitast við með rökum að fá samþykki fyrir því ósiðlega.

Þessi falski hagvöxtur sem smeygir sér inn með eigin röksemdum, þetta sýnilega einskýrsverða greiðslugetu gildismat sem er andhverfa raunverulegra gilda.

Að endingu kemur engin til með bjarga þér frá þínu eigin lífi. Flestir vakana upp frá innrættum álögum lífsins skömmu áður en ævinni lýkur, hafðu því í huga að síðasta dansinn stígur þú einn.


Í algleymi

Þegar við þóknumst félagslegum veruleika verðum við að öllu því sem við erum ekki. Við sækjumst eftir ávinningi með samanburði við aðra, vegna þess að við trúum ekki á okkur sjálf.

Tilveran er eftir sem áður hinn óendanlegi möguleiki eilífrar orku, sem fer fram úr björtustu vonum og ímyndunarafli. Við erum og munum alltaf verða farvegur alheimsins í okkar eigin tilveru.

Innan hvers og eins er lykillinn að leyndardómnum. Möguleikinn á að byggja eigið líf á eigin reynslu.

Svo þegar upp verður skorið hefur verið búið til eitthvað einstakt, sem endurspeglar tilgang, sameinar alheiminn við fyrirætlanir og sálin verður að grundvelli tilverunnar.


Tilgangur

Reynsla endurspeglar val, -er tjáning tilverunnar og skuldbindur leiðina að sannleikanum, -sem er sá tilgangur lífsins sem helgar meðalið.

Möguleikarnir eru fullnýttir með því að sleppa því sem ekki er lengur til staðar og þjónar hvorki tilganginum né samfélagi. Það er í þesskonar tiltekt sem nýir möguleikar fæðast.

Á hverjum degi má finna tilgang til að nýta þann kraft að verða farvegur alheimsins. Þetta gerir mögulegt að viðhalda þeirri gullgerðalist sem býr í anda, hjarta, huga og líkama.

Við upplifum tilgang þegar við tengjumst uppsprettu alls þess sem er og mun alltaf verða.


Fjölvíddin

Besta lýsingin á því hvað fjölvídd merkir er að finna í sálinni. Hlutverk samstillts líkama, huga, hjarta og innsæis á sér síendurteknar birtingarmyndir í daglegu lífi.

Þegar eðlishvatir og rökfesta eru alls ráðandi, rofnar sambandið við hjarta og anda. Þráhyggjan verður innrætt tilveru.

Sálin er tengingin við alheiminn og hvernig á að umbreyta félagslegum veruleika, sem gefur fyrirheit um uppfyllt markmið tilverunnar.

Þegar ljós sálarinnar skín, er forlögunum leift að skapa hið óútreiknanlega. Þar býr möguleikinn á að verða andleg vera sem býr yfir mannlegri reynslu.


Hringiða viskunnar

Innsæið er hinn helgi spírall ódauðlegrar tilveru. Þegar innsæið sameinast eðlishvötum, vitsmunum og tilfinningu verður hugurinn frjáls frá félagslegum samanburði.

Ímyndunaraflið kemur í stað sjálfsins þegar frelsinu frá samanburði er náð. Umbreytingin verður að tjáningu alheimsins.

Orka vitundarinnar tengir okkur við andann. Innsæi er brúin sem tengir sköpunargáfuna við veruleikann.

Þar er að finna tilgang umbreytingarinnar, uppruna sálarinnar, mótun framtíðarsýnar og alla möguleika.


Neistinn

Hjartað geymir lykilinn að fjölvíddinni. Þar er segulorkan, sem virkjar ímyndunaraflið, orka þess er kjarni tilverunnar. Það sameinar líkama og hugsun innsæi sálarinnar.

Hjartað hefur samskiptin við alheiminn, neisti þess er miðpunktur persónulegar upplifunar. Það er miðdepill sköpunargáfunnar og miðillinn sem tjáir anda okkar í þessum heimi.

Hjartað slær fyrir tilstilli eilífs neista alheimsins sem hreinsar hugsanir og umbreytir tilfinningalegri reynslu. Og þegar við gerum eitthvað með hjartanu verður það einstakt.


Í ólgusjó

Þegar yfirborði tifinningalegrar vitundar í tjáningu veður ekki náð vegna rökhugsana hefur sjálfhverfan tekið stjórn tilverunnar sem virkur þátttakandi í félagslegum veruleika.

Upplifun tilfinninga verður þannig að ölduróti með djúpum dölum og toppum, þar sem tilfinningarnar brotna á endanum eins og brim við grýtta strönd í formi reiði, missis og sorgar.

Þráhyggjan felst í ásókninni í félagslegan samanburð, sem viðheldur neikvæðum tilfinningum, og er takmarkandi vegna endalausra efasemda um eigin stöðu og getu.

Farvegur þannig hugsana kaffærir ítrekað möguleika hjartans.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband