26.12.2008 | 00:31
Lögmál uppskerunnar.
Uppskerðu með því að leggja aukalega á þig, veittu meiri þjónustu en greitt er fyrir, gerðu það alltaf og gerðu það með jákvæðu viðhorfi.
"Eitt af því sem þú ættir að gera að þínum lífsstíl er að hætta að nota orðið ómögulegt."
Flestir kannast við að tíminn flýgur og þreyta gerir ekki vart við sig þegar unnið er við það sem er mjög áhugavert, jafnvel þó engin þóknun sé í boði.
Þó svo hlutirnir virðist mótdrægir þá kemur að endanum að því að það sem unnið er að af brennandi áhuga, einlægni og eldmóði skilar árangri.
Hvað sem það er sem þú vinnur að eða villt koma á framfæri, gerðu það eftir bestu getu og gerðu meira en þú færð greitt fyrir.
Í fyrsta lagi byggirðu upp orðstír um að þú veitir meiri þjónustu og betri þjónustu en þú færð greitt fyrir og þú munt hagnast á öllum samanburði, því mun verða eftirspurn eftir þinni þjónustu sama hvert starf þitt er.
Önnur ekki síðri ástæða fyrir því að gera meira en þú færð greitt fyrir, er ein af grundvallar ástæðum náttúrunnar, sem er ágætlega lýst þannig að ef þú bindur hægri höndina á þér niður með síðunni til að spara hana verður hún að endingu ónýt af notkunarleysi, en ef þú þjálfar hana með áreynslu og notkun verður hún sterk og ávalt tilbúin til átaka þegar á þarf að halda.
Eins og bóndinn undirbýr akurinn fyrir sáningu, án þess að fá greitt fyrir undirbúninginn, þá mun hann fá uppskeru inna ákveðins tíma sem er margfalt það sem hann sáði og því meira eftir því hvað hann lagði í undirbúninginn. Ef þú áttar þig á hvernig þetta lögmál virkar þá munt þú uppskera margfaldlega.
"Maður með þekkingu er sá sem hefur lært að komast yfir allt sem hann þarfnast án þess að brjóta á rétti náungans. Þekkingin kemur að innan með baráttu, framtaki og hugsun."
Hvert er það fjall sem þú þarft að flytja með trú þinni, þó hún sé ekki stærri en mustarðskorn? Það er tilfinningin fyrir því að þú hafir verið snuðaður, að þú hafir verið beittur rangindum, ekki fengið greiðslu fyrir þá þjónustu sem þú hefur látið af hendi. Þesskonar hugsanir er mikilvægt að dragnast ekki með eins og lík í farteskinu.
Mundu að þeim meira sem bóndinn hlúir að akrinum þeim meiri uppsker hann og uppskeru tíminn kemur.
Lögmál uppskerunnar er; leggðu meira í vinnu þína en greitt er fyrir og þú munt uppskera margfalt.
Þú þarft ekki að biðja aðra um leifi fyrir því að gera meira en þú færð greitt fyrir. Ef þér tekst ekki að gera meira en þú færð greitt fyrir, er líklegt að þér takist ekki heldur að ná þínu markmiðum.
Viðurkenndu það að þegar starfsumhverfið hefur ekki verið samkvæmt þínum óskum hefur þú hugsað, þetta er ekki þess virði að halda áfram og hefur síðan hætt. En í stað þess að hætta vegna hindrana sem þarf að yfirstíga, hefðirðu átt að hafa í huga að lífið sjálft er röð af yfirstíganlegum erfiðleikum og hindrunum.
"Það er enginn maður latur. Sá sem virðist latur og uppburðarlítill er maður sem ekki hefur fundið starfið sem hæfir honum."
Þú getur ekki orðið frumkvöðull án þess að gera meira en þú færð greitt fyrir, og þú nýtur ekki velgengni fyrr en þú þroskar með þér frumkvæði á þínu sviði.
"Ef þú trúir á það ósýnilega geturðu vænst þess að fá meiri umbun en þú hefur gert þér í hugarlund."
Prédikarinn 3.22. Þannig sá ég, að ekkert betra er til en að maðurinn gleðji sig við verk sín, því að það er hlutdeild hans. Því hver kemur honum svo langt, að hann sjái það sem verður eftir hans dag?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.