3.5.2022 | 15:34
Í algleymi
Þegar við þóknumst félagslegum veruleika verðum við að öllu því sem við erum ekki. Við sækjumst eftir ávinningi með samanburði við aðra, vegna þess að við trúum ekki á okkur sjálf.
Tilveran er eftir sem áður hinn óendanlegi möguleiki eilífrar orku, sem fer fram úr björtustu vonum og ímyndunarafli. Við erum og munum alltaf verða farvegur alheimsins í okkar eigin tilveru.
Innan hvers og eins er lykillinn að leyndardómnum. Möguleikinn á að byggja eigið líf á eigin reynslu.
Svo þegar upp verður skorið hefur verið búið til eitthvað einstakt, sem endurspeglar tilgang, sameinar alheiminn við fyrirætlanir og sálin verður að grundvelli tilverunnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.