Tilvera sálarinnar í veröld rökhugsunar

Tómleg iðja: Félagslegi veruleikinn er tálsýn. Um er að ræða rökfræðilegt verkefni sem ætlað er að halda okkur uppteknum, dreifa athyglinni og halda aftur af sköpunargáfu, og um leið leggja grundvöllinn að þeim veruleika sem við lifum. Hvert og eitt okkar fæðist einstakt og skapandi, á sinn tilfinningalega og vitsmunalega hátt. Samfélagslegi veruleikinn heftir skapandi kraft ímyndunaraflsins og takmarkar getu einstaklingsins til að lifa í þeim tilgangi sem hann kom í þennan heim til að njóta. Margir gera sér ekki einu sinni grein fyrir því hver tilgangur lífsins er, þau eru svo fá tækifærin í nútímasamfélagi til að láta ljós sálarinnar skína, hvað þá til að leifa henni að dafna.

Út af sporinu: Það er mýgrútur þátta í okkar félagslega umhverfi sem er sérstaklega til þess hannaður að halda okkur óttaslegnum og uppteknum við allt annað en okkar langanir. Því betur sem tekst að halda okkur ánægðum með afþreyingu, því afvegaleiddari verðum við frá því að skapa okkar umhverfi. Meir að segja áður en við höfum áttað okkur á því hvernig við upplifum okkur sjálf hefur umhverfið verið fyllt af alskins rökfræðilegu áreiti sem vekur viðbrögð á við reiði, afneitun, afskiptaleysi og tómlæti. Þessir þættir daglegrar reynslu hindra okkur í að tengjast alheiminum. Að endingu sitjum við allt eins uppi með hugsun og líkama, án hjartagæsku og sálar.

Frumhvötin: Félagslegri stöðu okkar er þröngt skorinn stakkur sem markar reynslu okkar og upplifun. Það að komast af hefur orðið að verkefni daglegs lífs. Við erum skilyrt af ógreinanlegum öflum til að láta af okkar eðlilegu, vitsmunalega- og tilfinningalegum viðbrögðum, í skiptum fyrir samkeppni, örvæntingu og eigingirni, sem blindar sýn okkar sanna tilgangs. Þetta dregur úr mætti þess upplýsta huga sem má finna í hjartanu og að endingu lokar það fyrir traustið á innsæi sálarinnar. Við drepum hluta af sjálfum okkur daglega með því að tortryggja getu okkar, með ótta og óvissu um að geta ekki uppfyllt langanir okkar,lifað og dafnað á eigin forsemdum í samfélagi við aðra.

Móðan á speglinum: Hugur okkar er eins og villugjörn þoka þar sem við eigrum um í hringi og villumst. Hugsanir okkar vekja oft upp kvíða, efa og skeytingaleysi. Óuppfylltar væntingar og loforð einkenna tilveruna. Við leyfum hugsunum okkar að menga hugann með fordómum, tvískynungi og tortryggni í stað þess að upplifa okkur í orku og öryggi. Viðhorfið til veruleika okkar sjálfra og annarra er oft fullt af ranghugmyndum. Hliðin sem við snúum að heiminum skilyrðist fyrst og fremst af rökfastri stofnana uppfræðslu og trúarbrögðum, á kostnað sköpunargáfunnar.

Í ólgusjó: Við náum ekki einu sinni að halda okkur í yfirborði tifinningalegrar vitundar og tjáningar. Sjálfhverfan hefur tekið stjórnina í tilveru okkar, því við verðum að vera virkir þátttakendur í félagslegum veruleika. Þegar við upplifum tilfinningar, er það oft öldurót með djúpum dölum og toppum. Tilfinningarnar brotna svo eins og brim við grýtta strönd í formi reiði, missis og sorgar. Þráhyggja okkar og ásókn í félagslegan samanburð bindur okkur við neikvæðar tilfinningar sem takmarka okkur vegna endalausra efasemda um stöðu og getu. Farvegur hugsana okkar kaffærir ítrekað möguleikana sem við vitum af í hjartanu.

Neisti hjartans: Hjartað geymir lykilinn að því að opnar okkur leið í gegnum þokuna til fjölvíddarinnar. Þar er segulorkan, sem virkjar ímyndunaraflið, orka þess er kjarni tilverunnar. Það sameinar líkama okkar og huga við innsæi sálarinnar. Hjartað hefur samskiptin við alheiminn, neisti þess er miðpunktur okkar persónulegu uppsprettu. Það er miðdepill sköpunargáfunnar og miðillinn sem tjáir anda okkar í þessum heimi. Hjartað slær fyrir tilstilli eilífs neista alheimsins sem hreinsar hugsanir okkar og umbreytir tilfinningalegri reynslu. Og þegar við gerum eitthvað með hjartanu verður það einstakt.

Hringiða viskunnar: Innsæið er hinn helgi spírall sem fyllir arfleið okkar ódauðlegri tilveru. Þegar við sameinumst innsæi okkar í hlutfallslegu jafnvægi eðlishvata, vitsmuna og tilfinninga, frelsum við okkur úr álögum félagslegs samanburðar. Ímyndunaraflið kemur í stað sjálfsins þegar við komumst yfir í þá vídd. Við umbreytumst í tjáningu alheimsins. Orka vitundar okkar tengir okkur við andann. Innsæi er brúin sem tengir sköpunargáfu okkar við veruleikann. Þar finnum við tilgang umbreytingarinnar, uppruna sálar okkar og mótum okkar framtíðarsýn og möguleika samkvæmt því.

Hjartans bruni: Besta lýsingin á því hvað fjölvídd merkir er að finna í sálinni. Hlutverk samstillingar líkama okkar, huga, hjarta og innsæis á sér síendurteknar birtingarmyndir í daglegu lífi. En þegar við eru altekin af eðlishvötum okkar og rökfestu, rofnar sambandið við hjarta okkar og anda og við ánetjumst hvað eftir annað í skólaðrar tilveru. Þegar við látum ljós sálar okkar skína, leifum við forlögunum að skapa hið óútreiknanlega. Það gefur okkur möguleikann á að vera andlegar verur sem búa yfir mannlegri reynslu, og þá hvernig - og hvers vegna við veljum að umbreyta okkar félagslega veruleika. Sálin tengir okkur við alheiminn og möguleikann á að uppfylla markmið okkar.

Breytt markmið: Reynsla okkar endurspeglar það sem við veljum, er tjáning tilveru okkar og skuldbindur um leið ferð okkar að sannleikanum. Það sem við ætlum með lífi okkar helgar tilganginn. Við fullnýtum möguleikana þegar við sleppum öllu sem ekki lengur þjónar tilgangi okkar eða samfélagi. Það er í þesskonar tiltekt sem möguleikar okkar fæðast. Á hverjum degi eigum við möguleikann á að nýta krafta okkar í að verða farvegur alheimsins. Þetta gerir okkur mögulegt að viðhalda þeirri gullgerðalist sem býr í anda okkar, hjarta, huga og líkama. Við upplifum tilgang okkar þegar við tengjumst uppsprettu alls þess sem er og mun alltaf verða.

Í algleymi: Þegar við þóknumst félagslegum veruleika verðum við að öllu því sem við erum ekki. Við sækjumst eftir ávinningi með samanburði við aðra, vegna þess að við trúum ekki á okkur sjálf. Tilvera okkar er eftir sem áður hinn óendanlegi möguleiki eilífrar orku, sem fer fram úr okkar björtustu vonum og ímyndunarafli. Við erum og munum alltaf verða farvegur alheimsins í okkar eigin tilveru. Innan hvers og eins okkar er lykillinn að leyndardómnum. Við eigum möguleika á að byggja líf okkar á eigin reynslu. Svo þegar við uppskerum höfum við búið til eitthvað einstakt, sem endurspeglar tilgang okkar, sameinar alheiminn við fyrirætlanir okkar og sálin verður að grundvelli tilverunnar.

Endursögn á Source Of The Soul / eftir Iam Saums, sem er tónlistamaður, ljóðskáld og smásagnahöfundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband