26.9.2015 | 21:52
Dögun
Dögun Dagaz; ) viðsnúningur, vitundarvakning, skýrleiki dagsbirtunnar öfugt við óvissu næturinnar. Fornar menjar benda til þess að rúnin dögun hafi verið tákn fyrir ljós nýs dags í yfir fjögur þúsund ár. Dögunin vekur upp fjölda hugsjóna og vona. Þessi vakning leiðir til þess að ekki þarf lengur eitt rétt svar, fleiri en einn sannleikur getur verið boði. Engin ein trú eða sjónarmið verður nægileg, viðtekin fyrri viðhorf og sjónarmið verða smám saman yfirgefin í kyrrð hugans þar sem sannleikurinn endurómar. Rétt er að hafa í huga að rúnastafrófið hefur ekkert tákn fyrir nóttina, því verður að líta svo á að myrkrið sé hluti ljóssins. Þar sem sólin er alltaf til staðar endurkastar tunglið og stjörnurnar stundum birtunni.
Völuspá dögunarinnar; nóttin er liðin, það birtir á ný, vitundarvakning síendurtekinnar dögunar mun að lokum leiða til þeirra hugmyndafræðilegu breytinga að þú áttar þig smá saman á að jafnvel tíminn er blekking, notaður til að stjórna. Fyrir suma er þessi breyting svo stórkostleg að þeir snúa gjörsamlega við blaðinu og lifa venjulegu hversdagslífi á óvenjulegan hátt. Þú stendur á tímamótum, frammi fyrir mörgum tækifærum. Skipuleggðu verkefnin, gerðu það sem þú þarft með glöðu geði og láttu mátt eigin vilja stjórna breytingum. Dögunin fyllir þig bjartsýni til að takast á við verkefni dagsins.
Loka annmarkar dögunar; varaðu þig á að einblína á framtíðina eða haga þér kæruleysislega, þú átt heilmikla vinnu fyrir höndum. Bægðu frá þér vonleysi og svartsýni, tímamót eru ekki endalok.
Dögun hljómar bókstafinn D - Ð, frumefni eldur og loft, pólun karl, steinn grænn tópas, rún Heimdalls.
Munu ósánir
akrar vaxa
böls mun alls batna
Baldur mun koma
Búa þeir Höður og Baldur
Hrofts sigtóftir
vel valtívar
Vituð ér enn eða hvað
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.