Týr

Týr

Týr – Tiwaz; leiðtogi, herkænska, skipulag. Þessi rún vekur upp kraft til að skera á bönd þess liðna og vita hvar sannur styrkur liggur. „Sá er einn ás er Týr heitir. Hann er djarfastur og best hugaður, og hann ræður mjög sigri í orrustum“; segir í Gylfaginningu. Týr var nógu hugrakkur til að leggja höndina að veði svo fjötra mætti Fenrisúlf og gera þannig Miðgarð að öruggari stað fyrir mannkynið, þó svo hann missti höndina þar með. Þetta er rún leiðtogans sem hefur hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Týr er rún réttvísinnar sem mun koma jafnvægi á vogaskálarnar með sanngjarnri málsmeðferð og niðurstöðu.

Völuspá Týs; hæfileikar þínir blómstra og skila þér árangri, þegar þú stendur í baráttu og ert tilbúinn að leggja fram fórnir svo réttlætinu verði fullnægt. Vertu óhræddur við að taka áhættu, en taktu hagsmuni heildarinnar fram yfir þína eigin. Beittu stjórnkænsku og vertu agaður. Þegar málefnið snýst um ástina og rúnin Týr er annars vegar, merkir það að tiltekið samband sé tímabært og stjórnist af guðlegri forsjón. Þið eigið vel saman og ykkar bíða verkefni sem þið getið leyst í sameiningu. Dygð þessarar rúnar er samvinna og þolinmæði.

Loka annmarkar Týs; varaðu þig á andlegri deyfð. Fórnaðu ekki sjálfum þér eða því sem er þér mikils virði nema að vera viss um málstaðinn. Forðastu deilur, óréttlæti og ójafnvægi.

Rúnin Týr hljómar bókstafinn T, frumefni loft, pólun karl, steinn kórall, rún Týs.

Týr er einhendr áss

ok ulfs leifar

ok hofa hilmir

Mars tiggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband