Kaun

Kano

Kaun – Kenaz; þjáning, opnun, eldur, innblástur. Þetta er rún opnunar, aukins skilnings, birtu sem lýsir upp myrkrið. Rúnin stendur einnig fyrir hreinskilni, þroska og innblæstri sem hlotist getur af þjáningu. Rúnin er nefnd kaun í gömlu íslensku rúnakvæði, en táknar í reynd ljós. Í vöggugjöf fær hver og einn sitt leiðarljós, kyndil sem hann verður að bera í gegnum myrkrið, afl til að búa til eigin veruleika, sem verður að hafa mátt ljóssins. En stundum getur verið nauðsynlegt grafa djúpt í myrkrið til að upplýsa þekkingu sem mun hjálpa og það getur valdið sársauka. Líkt og mistök þá eru sár (kaun) til þess ætluð að læra af þeim, vísa veginn til þekkingar.

Völuspá kauna; sársuki lýsir þér veginn í myrkrinu, mun eyða skuggum fáfræði og hjálpar þér til að sjá af sannri skynsemi. Þú hefur öðlast hæfni og styrk til að nýta kraft augnabliksins. Þó þú hafir upplifað þjáningu, jafnvel gengið í gegnum niðurlægjandi lífsreynslu, mun það gera þig að betri manneskju og mun jafnvel færa þér hamingju þegar fram líða stundir. Kaun eru því lík kyndli sem uppljómar bókasafn, vísdóm sem er hlaðinn ótakmörkuðum möguleikum. Hafðu samt hugfast landakort vísar aðeins veginn en er ekki landið sjálft. Mundu að auðmýkt er kostur góðs nemanda, því það er ómögulegt að læra það sem þú telur þig þegar vita.

Loka annmarkar kauna; ekki gera óraunhæfar kröfur og gættu þín á tálsýnum. Kúnstin felst ekki í að telja sig vita, heldur kunna. Bilið þar á milli getur leitt til lævísi og blekkinga, sem leiða ævinlega til ills.

Kaun hljómar bókstafinn K, frumefni eldur, pólun kona, steinn blóðsteinn, rún Freyju og Heimdallar.

Kaun er barna böl

ok bardaga för

ok holdfúa hús

flagella konungr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband