12.7.2015 | 09:38
Elgur
Elgur Algiz; er tákn hugrekkis þess öfluga dýrs sem rúnin er kennd við. Á tímum umskipta er mikilvægt að halda tilfinningunum í skefjum. Þegar Óðinn æðstur goða fórnaði sér til að öðlast vísdóm rúnanna má túlka það sem svo að hann hafi verið að setja okkur fordæmi; að fórna því sem gerir okkur lítilfjörleg, um leið losa fjötra fíkna og lasta. Elgur er sterkur orkugjafi í tilveru sjálfsins án þess að leiða til eigingirni, verndandi kennisetning sem stuðlar sjálfsforræði og trú. Hugrekki er að horfast í augu við óttan, ekki líta undan, því óttinn er viðvörun um að það þurfi að koma upp vörnum. Elgur veitir dómgreind til réttra ákvarðana. Þessari rún fylgja ný tækifæri og áskoranir.
Völuspá elgsins; Þú ert afkastamikill, hugrakkur og áræðinn. Hindrunum er rutt úr vegi og óvinir láta undan. Þessari rún fylgja því ný tækifæri og fleiri áskoranir. Horn elgsins er bæði öflug sem vopn til að verjast hættu, og til að ryðja burt hindrunum. Vertu samt vakandi fyrir því sem fer fram innra með þér og umhverfis þig. Þú getur aldrei flúið lífið með því að loka augunum fyrir því sem er. Vernd þín felst í vitneskjunni um að velgengnin muni viðhalda þeirri stöðu sem þú hefur þegar náð. Fylgdu eðlishvötinni við að yfirstíga þær hindranir sem á vegi þínum verða.
Loka annmarkar elgsins; forðastu óþarfa tortryggni og ekki forðast hættu sem þarf að yfirstíga. Eyddu ekki orku í þann óþarfa að viðurkenna ekki það sem verður ekki hjá komist að yfirstíga.
Rúnin elgur hljómar bókstafinn Z, frumefni loft, pólun karl, steinn ametýst, rún Heimdalls.
Að hyggjandi sinni
skylit maður hræsinn vera
heldur gætinn að geði
þá er horskur og þögull
kemur heimisgarða til
sjaldan verður víti vörum
Því að óbrigðra vin
fær maður aldregi
en manvit mikið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.