Ís

 Is

Ís – Isa; kyrrstaða, hindrun, stöðnun, vonbrigði. Ís er rún kulda og stöðnunar merki um tíma til að draga sig í hlé. En er jafnframt áskorun í að vinna á sálfræðilegum hindrunum. Ís er frosið vatn og kemur í veg fyrir að það renni, en hann eyðir ekki vatninu, heldur kyrrar og sjálfhverfir það í skýra ískristalla. Því er ís rún skýrleika kyrrstöðunnar og þeirrar sjálfhverfu sem krefst sjálfstjórnar. Ís róar og kælir tilfinningalegt ójafnvægi, en hann mun ekki eyða undirrót óþægilegra aðstæðna. Ís er gagnlegur við að ná jafnvægi í tilveruna, ásamt aðgát og þolinmæði.

Völuspá íss; hindranir og vonbrigði gætu verið á vegi þínum án þess að auðvelt sé að greina hvers vegna. Hugsanlega þarftu að hætta við eitthvað sem þú hefur lengi þráð. Vertu þolinmóður aðgerðarleysi getur verið nauðsynlegur undanfari endurfæðingar. Egóið þarf að víkja um tíma en sjálf þitt vex á ný að styrkleika við andlega þjálfun. En varasama hliðin á þeim styrk er að til verða einstaklingarnir ég og þú, ef egóinu er ekki haldið í skefjum getur það leitt til sjálfupphafningar. Það getur verði freistandi að baða sig í ljóma yfirburða í stað raunverulegs andlegs þroska. Þeir sem allt vita eru jafnframt þeir sem fólk forðast, gefðu því eftir og vertu rólegur.

Loka annmarkar íss; varastu þunglyndi, leiðindi og ráðabrugg. Vertu einnig viðbúinn svikum. Gættu vel að heilsu þinni, eignum og öryggi.

Rúnin ís hljómar bókstafina I - Í, frumefni jörð, pólun kona, steinn hrafntinna, rún Verðandi.

 

Gáttir allar

áður gangi fram

um skoðast skyli

um skyggnast skyli

því að óvíst er að vita

hvar óvinir

sitja á fleti fyrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband