Jór

Untitled

Jór – Ehwaz; hreyfing, tækifæri, kjarkur. Jór er rún flutninga, umskipta og hreyfingar, nýrra dvalarstaða, nýrra viðhorfa eða nýs lífs. Jór var tákn Sleipnis hests Óðins, einnig sem þess félaga á ferðalagi er hleypur yfir fjöll og firnindi án þess að þreytast og láta nokkuð stöðva sig. Rúnin getur staðið fyrir ferðalögum í bókstaflegum skilningi en ekki síður ferðalagi hugans og breytinga á umhverfi. Nú á tímum má þess vegna tengja þessa rún bíl, flugvél, bát eða öðrum farartækum. Rétt er þó að hafa í huga að rúnin boðar ferðalag sem felur í sér samstarf byggt á trausti beggja aðila rétt eins og ríkir á milli hests og knapa, hjóna, vina osfv, tveggja helminga af heild.

Völuspá Jós; lífið er síbreytilegt og stefnir ávalt fram á við, vertu hugrakkur, einbeittur og þolgóður. Þú hefur nú náð nógu langt í þroska til að finna til öryggis í stöðu þinni. Nú geturðu snúið þér óhræddur að framtíðinni. Þú hefur þann stuðning sem þú þarft til skjótra framfara í átt að markmiði þínu. En þú verður að gefa sömu tryggð og stuðning og þér eru gefin. Líkt og í samstarfi hests og knapa hefur hesturinn stolt, sem kemur samt ekki í veg fyrir árangursríkt samstarf. Um leið og þú getur verið stoltur af eigin árangri verður þú jafnframt að vera auðmjúkur varðandi aðra þætti samstarfsins, líkt og í hjónabandi, til að tryggja ferð þína til góðs.

Loka annmarkar Jós; Varastu eirðarleysi og fum sem skapast af aðstæðum. Láttu ekki skapsmuni hlaupa með þig í gönur. Hugsunarleysi, flýtir, ójafnvægi og vantraust eru verstu óvinir á lífsins ferðalagi.

Rúnin Jór hljómar sem bókstafurinn E, frumefni jörð, pólun kona, steinn silfurberg, rún Óðins og Sleipnis.

 

Vits er þörf

þeim er víða ratar

Dælt er heima hvað

Að augabragði verður

sá er ekki kann

og með snotrum situr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband