Fengur

Fengur

Fengur – Fehu; eignir, ágóði, tækifæri. Fengur er rún uppfyllingar, þegar markmiði verður náð, afrek launuð eða ást endurgoldin. Rúnin vísaði áður fyrr til búpeningsins, þ.e.a.s. veraldlegra eigna og er því stundum kölluð fé, en táknar auðæfi í víðum skilningi. Fengur felur í sér næringu hins veraldlega og hins guðlega. Fjöldi þeirra tækifæra sem heimurinn býður verða til fyrir heppni. Fengur veitir getuna til að öðlast heppni og nota hana á töfrandi hátt. Gott er að skilgreina feng sem; mat, vatn, skjól, föt, heilbrygði og kunnáttu, frekar en óþarfa lúxus. Peningar munu vinna best í þeirri orku sem endurspegla feng, því peningar eru aðeins ávísun áþreifanleg verðmæti.

Völuspá Fengs; Þessi rún krefst þess að þú íhugir að auðæfi, sem þú sækist eftir í lífinu, fari saman við sjálfstjórn og viljafestu. Njóttu velgengninnar en mundu að deila með öðrum. Það sem einkennir fengsælan mann er hæfileiki hans til að veita öðrum. Þegar þér bjóðast tækifæri taktu þá skynsamlega áhættu. Heppni er ekki fyrirsjáanleg, en samt raunveruleg orka sem helst í hendur við hamingju þína. Fengur gefur getuna til að öðlast heppni og nota hana á töfrandi hátt. Orka áunninnar heppnin er grundvöllur auðs í lífi þínu. Hugrökk verk eru vitnisburður fengsæls manns.

Loka annmarkar fengs; vertu ekki með eftirsjá vegna glataðra eigna sem þú hafðir ásett þér að halda, haltu í sjálfsvirðinguna. Forðastu vafasamar gjafir og að verða háður einhverju eða einhverjum fjárhagslega.

Rúnin fengur hljómar sem bókstafurinn F, frumefni eldur og jörð, pólun kona, steinn mosa agat, rún Freyju og Freys.

 

Deyr fé

deyja frændur

deyr sjálfur ið sama

en orðstír

deyr aldregi

hveim er sér góðan getur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband