Óðal

Óðal

Óðal – Othala; uppruni, æskustöðvar, föðurland, heimili. Óðal er rún arfleiðar og sögu, þess sem krefst að við tökum ábyrgð á eigin örlögum. Óðal er hjálparhella á andlegum og líkamlegum ferðarlögum; grunngildi, andleg arfleið, reynsla og uppspretta öryggis. Framtíðin er ætíð í átt að paradís, innri-áttaviti til himnaríkis á jörðu. En það er heima sem hjartað býr. Óðal var ein þeirra rúna sem þriðja ríkið kom óorði á, í Þýskalandi nasismans var rúnin notuð sem tákn fyrir þá hugmyndafræði að þjóðernislegur uppruni leiddi til eignaréttar á landi.

Völuspá óðals; hér skilja leiðir, sem getur verið erfitt ef þú þarft að láta frá þér hluta af bakgrunni þínum, stöðu þína í samfélaginu eða starf. Hið gamla verður að víkja, sömuleiðis úrelt sambönd. Þessi rún ráðleggur auðmýkt og hugsanlega uppgjöf - svo framalega sem vitað er hvenær og hvernig tímabært er að gefast upp og að viljinn til þess sé fyrir hendi. En notfærðu þér samt fortíðina á jákvæðan hátt. Það getur falist í afturhvarfi til æskustöðva eða að leita ráða hjá forfeðrunum. Á þér hvílir sú ábyrgð að skila reynslu þinni og arfi til afkomenda. Vottaða forfeðrum, ættjörð og sögu virðingu, samhliða því að leggja rækt við heimili og fjölskyldu.

Loka annmarkar óðals; varaðu þig á fordómum sem skorta hefðbundin gildi manngæsku. Heimaríkir hundar boða slæm örlög.

Rúnin óðal hljómar sem bókstafirnir O - Ó, frumefni jörð, pólun karl, steinn silfurberg, rún Óðins.

Bú er betra,

þótt lítið sé

Halur er heima hver

Blóðugt er hjarta

þeim er biðja skal

sér í mál hvert matar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband