Björk

Björk II

Björk - Berkana; hæfileikar, þroski, sköpun, endurfæðing. Björk er ein af rúnunum sem mynda hringferli sjálfsþroska. Tákn kvenlegrar frjósemi sem stuðlar að vexti, kærleika og hógværð. Einnig stendur hún fyrir nytsemi, þolgæði og seiglu og ekki hvað síst er hún rún listrænna hæfileika og sköpunar. Björkin táknar endurnærandi hringrás árstíðanna, er ljós vorsins. Útsprungin björk er tákn um að sumarið sé loksins komið. Björkin hefur óbrigðult minni, lætur ekki plata sig og springur ekki út fyrr en vorhretin eru liðin hjá. Þessi rún bendir á mikilvægi þess að kafa djúpt, varlega og meðvitað.

Völuspá bjarkarinnar; hér er krafist hógværðar, þolinmæði, tillitsemi og gjafmildi. Sköpunargáfa þín og listrænir hæfileikar eru alls ráðandi. En fyrst þarf að uppræta andspyrnu, svo vinna megi verkið. Þú þarft að vera skýr og ákveðinn. Ef til vill ertu núna fyrst að uppgötva hæfileika sem þú býrð yfir, eða þeir komnir að því að blómstra. Þú finnur fyrir stig vaxandi framförum á flestum sviðum. Þú ættir því ekki að hræðast verkefni þó að þú vitir ekki hvernig þú eigir að takast á við þau. Það hvílir oft leyndardómur yfir því sjálfsagða sem þú ert aðeins fær um að uppgötva þegar á hólminn er komið, rétt eins björkin springur út þegar hún veit að sumarið er endanlega komið.

Loka annmarkar bjarkar; kvíði, höfnun, stjórnleysi. Forðastu ógreinileg markmið, kæruleysi og stöðnun. Ekki láta aðra ráðskast með þig og slepptu því að vera með óþarfa áhyggjur.

Rúnin Björk hljómar sem bókstafurinn B, frumefni jörð, pólun kona, steinn mánasteinn, rún Friggjar.

Bjarkan er laufgat lim

ok lítit tré

ok ungsamligr viðr

abies buðlungr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband