Hagl

Hagl

Hagl – Hagalaz; lögmál náttúrunnar, upplausn, eyðing. Hagl er rún náttúruaflanna, óviðráðanlegra krafta sem einstaklingurinn hefur enga stjórn á, s.s. veður eða náttúruhamfarir. Orka haglsins er algerlega ópersónuleg, því er það utan mannlegs máttar að afstýra afli þess. Höglin meiða með sinni stingandi hörku og ekkert annað við því að gera en leita skjóls á meðan élið gengur yfir, á eftir má má líta á höglin sem frækorn sem koma til með að umbreytast í nærandi vatn. Rétt er að hafa í huga að andleg vakning sprettur úr jarðvegi erfiðleika. Hagl leiðir því til breytinga sem geta allt eins leitt til aukins frelsis og þekkingar. Hugvit og lausnir eru hugtök sem tengjast þessari rún.

Völuspá haglsins; hvers vegna að reyna að bjarga því sem ekki er viðbjargandi ef það eyðileggur þig? Hagl táknar breytingar, er rún átaka sem brýtur niður mynstur þess sem var. Þó þú upplifir óþægindi því samfara er ekki líklegt að þú verðir fyrir varanlegum skaða. Hugvit, og lausnir eru hugtök sem tengjast þessari rún. Hún bendir til brýnnar þarfar sálarinnar til að losa sig úr fjötrum hins veraldlega og upplifa æðri veruleika. Hugsanlega finnst þér eins og þú sért smá saman að koma til sjálfs þín, eins og þú værir að vakna af löngum dásvefni. Alheimurinn og sál þín krefjast þess að þú takir við þér og þroskist. Þekking og innri styrkur er þín vörn.

Loka annmarkar haglsins; gættu þín á að festast ekki í aðstæðum sem virðist sjálfsagðar. Farðu varlega í samskiptum og kannaðu vandlega uppruna upplýsinga, ekki taka óþarfa áhættu.

Rúnin hagl hljómar eins og bókstafurinn H, steinn sjóam, frumefni vatn, rún Heimdallar.

Hagall er kaldakorn

ok krapadrífa

ok snáka sótt

grando hildingr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband