Sunna

Sunna II

Sunna –Sowilo; lífsorka, árangur, heilbrigði, bjartsýni, von og vöxtur. Sunna er rún sólarinnar, frumorku alls lífs. Þetta er rún bjartsýni, vaxtar og velgengni, þegar markmiðum skal náð. Sunna vísar til sólarhjólsins sem drífur hringrás orkunnar. Meining rúnarinnar er af sumum talin eiga samsvörun sem andleg íhugun í orkustöðvum Chakra. Það er hverjum manni mikilvægt að vera andlega sjálfstæður og geta treyst eigin dómgreind. Nasistar notuðu Sunnu í sinni táknfræði og brengluðu notagildi hennar. Tvöföld krosslögð myndaði rúnin hinn illræmda hakakross og hlið við hlið var hún tákn SS-sveitanna.

Völuspá sunnu; felur í sér hvötina til sjálfsþekkingar og bendir á leiðina sem hentar. Náttúröflin eru þér hliðholl og lífi þínu má líkja við bjartan og hlýjan sumardag. Það sem þú reynir að vera, er í raun og veru það sem þú ert í innsta eðli þínu. Sunna er mögnuð rún sem gefur kraft, markar tíma uppbyggingar og endurnýjunar frá grunni. Undir áhrifum hennar ertu heppinn, sigursæll, fullur orku og bjartsýni. Svo allt gangi upp þarftu hugsanlega að hleypta sólageislum inn í þann hluta lífs þíns sem hefur verið lokaður af, og viðurkenna eitthvað sem hingað til hefur verið afneitað. Gefðu af þér, vertu hlýlegur leyfðu kærleika að flæða um þig og frá þér.

Loka annmarkar sunnu; sýndarmennska, ósanngirni og hégómi. Forðastu dramb og hroka, gættu þess að láta velgengni ekki blinda þig svo að þú brennir ekki upp á skömmum tíma.

Rúnin sunna hljómar sem bókstafurinn S, steinn rúbín, frumefni loft, rún Þórs.

Sá er sæll

er sjálfur um á

lof og vit meðan lifir

Því að ill ráð

hefir maður oft þegið

annars brjóstum úr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband