Svartnætti sálarinnar

Á einhverjum tímapunkti í lífinu, gætir þú upplifa svartnætti sálarinnar, þar sem allt virðist hafa farið úrskeiðis sem hugsanlega gat farið úrskeiðis. Það sem margir átta sig ekki strax á, er að þetta er blessun.

Þegar yfir hellist "svartnætti sálarinnar" virðist líf þitt hitta botninn. Þú getur fundið skipsbrot lífsins nánast allsstaðar; fjárhagslega, andlega og líkamlega.

Það sem venjulega gerist hjá þeim sem upplifa "svartnætti sálarinnar" er að við þá bitru reynslu kviknar hugsunin; "hvers vegna kom þetta yfir mig?"

Þegar greiningin hefst getur þú fundið til haturs gagnvart þeim sem lögðu til "svartnætti sálarinnar". Þú gætir efast um skaparann, fundist leiðsögnin bregðast og verndarenglarnir yfirgefa þig. Þetta gæti samt ekki verið fjær sannleikanum.

Þú munt uppgötva að allt það svartnætti sem þú fórst í gegnum gagnast þér til andlegs þroska. Að endingu verður þú undirgefinn í lotningu fyrir öllu því sem heimurinn færir þér án truflunar frá "egóinu" og munt sjá að allt þitt er "í höndum skaparans".

þú ert ríkur þegar þú átt eitthvað sem þú getur ekki keypt fyrir peninga. Það er þar sem vakningin hefst.

"Það er ekki hægt að komast til meðvitundar án sársauka. Fólk gerir allt, sama hversu fáránlegt það er, til að forðast eigin sál. Fólk verður ekki upplýst í birtunni, heldur með því að lýsa upp myrkrið." -Carl Jung.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband