Gjöf

Gjöf

Gjöf – Gebo; félagskapur, traust, virðing. Þessi rún sýnir fram á samband eða félagsskap. Sannar gjafir eru tákn kærleika og frelsis, en gjöf getur líka verið skuldbinding. Gjöf er einn mesti gæfuboði rúnanna. Hún stendur fyrir það mikilvægasta sem nokkur maður getur gefið eða þegið; sanna vináttu og kærleika. Með hverri gjöf fylgir ástæða. Í Hávamálum, lífsspeki Óðins um alheims lögmálið, er þetta að finna „Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf. ... og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta,,,“ eins; “ æ sér gjöf til gjalda“, sem vísar til þess að sá sem gefur væntir þess að fá eitthvað í staðinn.

Völuspá gjafarinnar; þú nýtur áreynslulauss trausts og gæfu, gefur og þiggur. Sambönd blómstra og hugsanlega stendur þú frammi fyrir kærkominni skuldbindingu. Samt sem áður verðurðu að leggja rækt við vináttusambönd og vera fús til að stofna til nýrra með því að skuldbinda þig og sýna gjafmildi. Um leið ertu varaður við að vera ekki of eftirlátur. Sannur félagsskapur getur aðeins orðið á milli tveggja eða fleiri einstaklinga sem eru aðskildir en standa saman. Þessi ráðlegging á við hverskonar félagsskap, ekki síst við samband þitt við æðri máttarvöld. Vertu bjartsýnn og einlægur.

Loka annmarkar gjafar; mundu að æ sér gjöf til gjalda. Láttu því ekki græðgina hlaupa með þig í gönur. Forðastu varasamar gjafir sem geta leitt til gjaldskyldu og ósjálfstæðis.

Rúnin gjöf hljómar bókstafinn G, frumefni loft, pólun kona og karl, steinn ópal, rún Óðins og Gefjunar.

Veistu

ef þú vin átt

þann er þú vel trúir

og vilt þú af honum gott geta

geði skaltu við þann blanda

og gjöfum skipta

fara að finna oft


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband